Vikan


Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 37

Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 37
Hann stirðnaði, og starði á mig með sínum fljótandi augum. ,,Hver í andskotanum ert þú?" „Á ég að trúa að þú þekkir mig ekki, Windy?" Hann pírði augun: „Náunginn á kaffistofunni." „Rétt," sagði ég. „Gettu betur samt." Hann gat betur. „Maddox! Pete Maddoxi" Ég glotti. Svo gekk ég að nátt- borðinu hans og opnaði skúffuna. Auðvitað var byssan hans, 38 kalib- er skammbyssa, þar. Ég setti litlu, gráu byssuna mína f vasann og miðaði á hann með hans eiginu byssu. Hann starði enn á mig: „Þú . . . andskotinn, þú ert með skegg!" „Þú ættir að lesa blöðin, Windy," sagði ég. „Ákaflega fræðandi." Hann hristi höfuðið, og var greinilega að hugsa um hvað ég ætti við. Hann var ekkert gáfna- Ijós, frekar en aðrir glæpamenn. Ég tók upp símann, og hringdi í sam McKennan á The Sentinel. „Ég er á Kanslarahótelinu á 28. vestur- götu, herbergi fjögur," sagði ég þegar hann svaraði. „Komdu hér í hvellinum, því ég er með sögu sem þú hefur ef til vill áhuga á." „All right, Pete," svaraði hann. „Hvað er svona títt?" „Þú kemst að raun um það þegar þú kemur hingað," sagði ég. „Og Sam " „Já?" „Hafðu Ijósmyndara með þér." Svo hringdi ég á stöðina. Augie Canazarro svaraði. „Augie, þetta er Pete Maddox." Hann svaraði ekki alveg strax. Svo saqði hann hikandi: „Hvað var það, Pete?" Ég skýrði honum frá því hvar ég var. „Ég var að enda við að hand- taka mann hér, Augie. Stórskálk." „Handtaka? Pete „Já, ég veit," sagði ég. „Ég er í banni, en það verður varla mikið lengur. „Hver er þrióturinn?" „Windy South." „Hvað? Hreyfðu þig ekki! Ég er að koma." „Komdu með fulltrúann með þér," sagði ég. „Janine? Pete, hlustaðu á mig." „Ekkert en, Augie. Komdu bara með hann. Éa vil hafa hann með í þessu." Ég laqði tólið á og beið. Allt fór eftir áætlun. Sam Mc- Kenna og liósmvndarinn komu f''rst:r. Ég sanði Sam nákvæmlega frá öllu saman. og hann brosti ánæniijleoa w éq saaði honum h''að éa v:ldi að hann aerði. Hann féMst á hað. nn á meðan við biðum tók Hósmvndarinn nokkrar mvndir. 'A'mdv virt:<=t ákafleqa ruglaður yfir öiln tilstandinu. Aunio on lanine komu fimm mín- útum síðar. Janine var óður. Hann æddi inn um dvrnar, bucandi eitt- hvað um aúmmíhetiur,- eldur brann ' auoum hans oo !á við að hann hrækti brenniofeini. Þá sá hann Sam McKenna og þagnaði með það sama. Það hafði aldrei ríkt nein banvæn ást milli þeirra — og alls ekki eftir árás Mc- Kenna's í blaðinu. Janine vissi líka fullvel mátt hins ritaða orðs. Hann var þegar í nógu slæmri aðstöðu, þó að hann færi ekki að skjóta á mig — eða svo fannst honum greinilega. Ég fór aftur yfir söguna, fyrir Augie og Janine, f smáatriðum. Janine beið þar til ég hafði lok- ið sögunni, en þá spurði hann spurningarinnar sem ég beið eftir: „Þú segir að þú hafir komið hér og.miðað byssu á South, en fyrir þremur dögum skilaðir þú byssunni þinni á stöðinni. Hvar fékkstu aðra?" Ég tók gráu byssuna upp úr vas- anum: „Ég keypti hana." „Keyptir hana?" Það vottaði fvr- ir daufu brosi á andliti hans. „Án leyfis?" Ég leit á Sam McKenna og síðan á Ijósmyndarann, sem stóð aðeins til hliðar með myndavélina tilbúna. „Maður þarf ekki leyfi til að kaupa byssu af þessari tegund," sagði ég svo um leið og ég skaut á fulltrú- ann. Ja, í raun réttri skaut ég hann ekki. En ég skaut framhjá eyranu á honum. Hann hrópaði upp yfir sig, og hrökklaðist aftur á bak með upp- réttar hendurnar. Ormjó vatnsbuna rann niður eft- ir veggnum fyrir aftan Janine, og gerði Ijósa rák á skítugt veggfóðr- ið. „Vatnsbyssa!" stundi Augie van- trúaður. Ég hélt að Sam myndi fá tilfelli, svo dátt hló hann. Sagan kom f öllum dagblöðun- um daginn eftir: LEYNILÖGREGLU- ÞJÓNN í BANNI HANDTEKUR MORÐINGJA MEÐ VATNSBYSSU AÐ VOPNI, ásamt mynd af mér með mitt rauða skegg og Windy í tak- inu. Við hliðina á þeirri mynd var svo mynd af Janine lögreglufull- trúa, með báðar hendurnar upp yfir höfuðið, og vatnsstraumurinn í fal- legum boga framhjá vinstra eyranu á honum. Fyrir neðan myndina stóð svo skýrum stöfum: Pete „Brúsa- skeggur" Maddox sýnir enga mis- kunn er hann útlistar fyrir yfir- manni sínum, sem bannfærði hann, hvernig hann handsamaði eftirlýst- an morðingja. Og saga McKenna's hitti einmitt í mark. Hann gerði mikið úr því, að ef ekki hefði verið fyrir skegg mitt, þá hefði Windy South þekkt mig með það sama og forðað sér inn í fjöldann. En, bætti hann við, hefði ég ekki verið settur í bann, hefði ég aldrei verið f kaffihúsinu. í lok greinarinnar bætti Sam við nokkrum línum um ágæti og hæfni Janine's sem lögregluforingja. Eins og gefur að skilja olli þetta töluvert miklum áhrifum. Bæði stöð- in og fulltrúaráð lögreglunnar fengu aragrúa bréfa frá óbreyttum borg- urum, sem kröfðust tafarlausrar inn- setningar minnar á ný. Og þar sem ekki er hægt að sniðganga vilja al- mennings, var ég kallaður fyrir æðstaráðið strax daginn eftir að sagan birtist í blöðunum. Með öll- um greiddum atkvæðum var létt af mér banninu, samþykkt að greiða mér fvrir þá daaa, sem ég hafði verið frá vinnu, og það sem meira var: Ég mátti haida skegginu. Ég var meira að segja nefndur f sambandi við verðlaun fyrir mestu hetiudáð ársins. Janine, aftur á móti var ekki eins heooinn. [ tvær heilar klukkustund- ir talaði lögreglustiórinn sjálfur yf- ir hausamótunum á honum. Lög- realan hafði verið höfð að athlæqi; ekki aðeins vegna bannsins, heldur einnig vegna hinnar fáránlegu myndar af Janine í The Sentinel og hvernig ég fór að því að ná Windy South — aleinn með vatnsbyssu eina að vopni. Nú var það Janine sem mátti Ifða. Það var Sam McKenna sem sagði mér þetta allt saman. En ég var ekki fyllilega ánægð- ur. Ég hafði vonað að Janine myndi aldeilis fá á baukinn, yrði jafnvel lækkaður í tign — eða eitthvað enn- þá verra — en Sam sagði mér að það væri ákaflega hæpið í svo lítil- vægu tilfelli sem þessu. Ég mætti í rauninni vera mjög ánægður með úrslitin. Daginn sem ég hóf vinnu á ný, kallaði Janine mig inn til sín. „Allt í lagi, Maddox," urraði hann. „Banninu hefur verið aflétt, oq bú getur haldið skegginu. En ég held, að það sé eins gott fyrir þig að vita, að það var ekki ég' sem réði því. Mér finnst þessi hýjungur þinn ógeðsleaur, en það er bara ekki neitt sem éq qet gert til að breyta því." Svo bölvaði hann og ragnaði í brinauna á sér. „Pað eina sem mig langar til að 35. tbi. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.