Vikan


Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 4

Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 4
Enginn þykist of vel mettur, utan fylgi tóbaksréttur. íslenzkur málsháttur. í fréttunum í síðasta blaði sögðum við ofurlítið frá frönsku forsetahjónunum, en þau virðast ætla að njóta mikilla vinsælda hjá lönd- um sínum. Um síðustu mánaðarmót fékk forsetinn sér nokkurra daga frí í fyrsta skipti, síðan hann tók við völdum. Þau hjónin fóru til Pointe de l’Arcouest á Frakklandsströnd ásamt syni sínum. For- setinn hafði meðferðis bunka af bókum um Napoleon. Hann ætlaði að undirbúa sig undir samningu ræðu, sem hann átti að halda í tilefni af fæðingarafmæli keisarans. Samkvæmt frásögn stórblaðs- ins Paris Match eru forsetahjónin einstaklega hamingjusöm um þess- ar mundir og engu líkara en þau séu að lifa hveitibrauðsdagana í annað sinn. „Þau fara í gönguferðir og leiðast eins og unga fólkið, koma síðan aftur, þreytt og brosandi, með skóna sína í höndunum,“ segir blaðið. Jacqueline Onassis hefur að undanförnu hugsað til fertugsafmælis síns með hryll- ingi. Og í síðasta mánuði varð staðreynd- inni ekki lengur neitað: dagurinn var kominn. Onassis reyndi að gera henni eins glatt í sinni á afmælisdaginn og hægt er að hugsa sér. Haldinn var ríkulegur kvöldverður í villu þeirra rétt fyrir utan Aþenu og boðið til hans bæði vinum og ættingjum. Að því búnu var farið á einn frægasta næturklúbb borgarinnar og dansað þar til klukkan sjö um morgun- inn. Jacqueline lék á als oddi og dansaði og söng mest allra. Og afmælisgjöfin: 40 karata demantur, eitt karat fyrir hvert ár. Verðgildi: Minnst 400.000 dollarar en mest 1.000.000 dollarar! KNATTSPYRNA Á MÚTORHJOLUM Enskar mótorhjólalöggur hafa nú komið af stað nýrri tízkuöldu í landi drottningarinnar og bítl- anna. Fyrirbærið kallast „MC- football", sem útleggst mótor- hjólaknattspyrna. Leikreglur eru að mestu leyti þær sömu og í venjulegri knattspyrnu, nema HANN SNERI VIÐ Sumar gerðir fólks hafa akkúr- at þveröfug áhrif við það sem ætlað er. Hér er gott dæmi til sönnunar: Það skeði í Kassel í Vestur- Þýzkalandi, að hinn 19 ára gamli Jiirgen Peters, afgreiðslumaður á bensínstöð, klifraði upp í 30 metra háan vatnsturn, með sjálfsmorð í huga. Múgur og margmenni safnaðist saman fyr- ir neðan, og vildi fylgjast með hvað að boltinn er heldur stærri. Löggurnar hafa aðallega leikið sín á milli, en nú eru þeir farn- ir að leika við önnur lið. Brezk- ur almenningur bíður nú með óþreyju eftir að háður verði kappleikur milli lögreglunnar og „the Hell's Angels“. ☆ stökkinu. En þá sá Jurgen litli eftir öllu saman og tók til að príla niður aftur. Það fannst áhorfendum ekki mikið gaman eða hetjulegt, svo nokkrir tóku sig til og hrópuðu til hans: Hopp- aðu, ræfillinn þinn! Hann hikaði andartak, klifr- aði síðan aftur upp stigann og stökk niður. Hann dó á sjúkra- húsi skömmu síðar. ☆ Árið 1969 verður líklega í sögunni kallað ár tunglsins, enda er varla hægt að opna svo blað þessa dagana, að ekki sé blessað tunglið efst á baugi. Áður en þeir Arm- strong og Aldrin unnu afrek sitt og stigu fyrstir manna á tunglið, sagði Bob Hope í einum gamanþætti: „Ég er ekki í nokkr- um vafa um, hver niðurstaða tunglfar- anna verður. Tunglið er allt úr tómum osti. Það hef ég vitað síðan ég var barn.“ Um sama leyti sagði Cassius Clay í blaða- viðtali: „É’g vona að það finnist verðug- ur keppinautur fyrir mig á tunglinu. É'g er hvort sem er búinn að sigra alla mótherja mína hérna niðri á jörðinni!“ Mary Thompson Hearst fékk nýlega skilnað frá manni sínum, Ge- orge Randolph Hearst, Jr., útgefanda Los Angeles Herald-Examiner, og elzta sonarsyni Williams R. Hearst, þess fræga blaðaeiganda og kaupsýslumanns í Ameríku. Ástæðan fyrir skilnaðinum, sem átti sér stað eftir 18 ára hjónaband og fjögur börn, var einstök grimmd og mannvonzka Georges. FUNDU MÁLVERK FYRIR 65 MILLJÖNIR Nokkrir verka- menn í Ealing, út- hverfi London, sem nýlega voru ráðnir til að rífa gamalt verzlunarhús, ráku augun í nokkrar málaðar töflur. Þeir álpuðust með „töfl- urnar“ í listaverka- búð í Southall. f ljós kom, að á meðal þessar máluðu taflna voru 6 Picasso mynd- ir og 19 önnur mál- verk, samanlagt að verðgildi 65 milljónir íslenzkra króna. Mál- verkunum hafði ver- ið stolið af listasafni. 4 VIKAN 35. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.