Vikan


Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 43

Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 43
Hann stóð upp, varir hans titruðu, allir limir hans titruðu. Hann gekk að borðinu og greip um stólbak. Hann horfði í augu hennar, leitandi. Hvað var á bak við þetta augnaráð? Ekki ást! Skyldutil- finning? Skuldaskil? Vinátta? Eða var það eitthvað sem hún vildi um fram allt fá að fullu lokið? En allt í einu sá hann Corven þarna, á legubekknum! Hann huldi andlitið með handleggnum og þaut nið- ur stigann, út á götuna og upp í bílinn. Hann áttaði sig ekki fyrr en hann hafði ekið Uxbridge Road á enda, og þá skildi hann ekki hvernig hann var kominn svo langt, án þess að hafa valdið slysi. Hann hafði hagað sér eins og asni! Eða hafði hann gert það eina rétta? Hann hélt áfram í einhverri leiðslu. Nóttin var rétt að byrja, mánabjört og hlý. Hann ók bílnum upp að girðingunni og kveikti í pípunni sinni. Hvert átti hann að fara? Heim? Aka til Muskhams og segja upp stöðunni, — Kenya! Hann hafði nægilegt fé til að komast þangað. Átti hann að láta fólk hlæja að sér? Fara frá Eng- landi? Hann mundi hve dásamlegt það var að finna ilminn af ensku grasi, þegar hann kom heim! Átti hann að yfirgefa starf sitt, áður en það var hafið? Átti hann að bregðast Muskham, sem hafði verið honum svo vingjarnlegur. Hann rétti úr sér. Ekkert hljóð heyrðist, ekki einu sinni fótatak í hundi, eða fuglasöngur. Nei, það þýddi ekki að gráta það liðna. Ef ekki var hægt að öðlast hamingjuna með réttu móti, þá þýddi ekki að hugsa um það.... Dinny hafði beðið Adrian að komast að því hvort Dornford ætti einhvern þátt í að greiða málskostnaðinn. Hann fór til Mount Street og bað Em frænku sína að bjóða þeim saman tii miðdegisverðar. Það var auðsótt mál. Lafði Corven sagðist hafa mætur á þeim manni, hann væri svo „skemmtilega ljósbrúnn“. Og með þessum „skemmtilega ljósbrúna" manni gekk Adrian út þaðan á mánudagskvöldið þar á eftir. Þeir áttu að mestu leyti sam- leið, því að Dornford var ekki fluttur í nýja húsið sitt. Adrian fann að Domford var jafnglaður og hann yfir því að hittast, og hann fór strax að tala um Dinny. -— Er það rétt að eitthvað hafi skeð hjá Dinny, síðan við töluð- um síðast saman? Ég á ekki við málaferlin, en þarna þegar hún varð veik, og þið fóruð til útlanda? — Já. Maðurinn sem ég sagði yður frá, og sem Dinny var ást- fangin í, drukknaði austur í Síam. — Ó! Adrian laumaðist til að líta á hann. Var nokkuð hægt að ráða af svip hans? Hann hrukkaði aðeins ennið. — Það er eitt sem mig langar til að spyrja yður um, Dornford. Það hefur einhver greitt málskostnaðinn við málaferlin um daginn. Nú hafði hann lyft brúnum, en það varð ekkert ráðið af svip hans. —• Ég hélt að þér vissuð það kannski. Lögfræðingarnir vilja ekki segja annað en að þetta var ekki greitt af Corven. — Ég hef ekki nokkra hugmynd um það. Svo! hugsaði Adrian. Ef hann var að skrökva, þá var hann góður lygari. — Mér líkar vel við unga manninn, sagði Dornford, — hann hag- aði sér eins og heiðursmaður, en er mjög óheppinn. Þetta bjargar honum að minnsta kosti frá gjaldþroti. — Nokkuð dularfullt, sagði Adrian. — Það er það. Adrian hugsaði með sér að hann væri örugglega sá grunaði, en þvílíkt pókerandlit. Svo sagði hann: — Hvernig er Clare eftir þessi málalok? — Nokkuð hvassyrtari. Hún lét í ljós miður gott álit á stétt minni í morgun, þegar við vorum að koma frá hesthúsunum. — Haldið þér að hún giftist Croom? Dornford hristi höfuðið. — Ég efa það, sérstaklega ef þetta með málskostnaðinn er rétt. Það hefði getað dottið í hana að gera það af skyldurækni, en á hinn bóginn held ég að þessi málaferli hafi minnkað möguleika til þess. Hún er ekki ástfangin af honum, að minnsta kosti álít ég að svo sé. — Corven olli henni miklum vonbrigðum. — Ég hef aldrei séð meiri vonbrigðasvip á nokkru andliti en á Corven í réttarsalnum, tautaði Dornford. — En nú virðist Clare hafa mestan hug á að njóta lífsins. Hún hefur kjark, og hún er eins og aðrar ungar stúlkur nú, mjög sjálfstæð. — Já, ég get ekki hugsað mér Clare húslega. Dornford brosti. — Mynduð þér segja það sama um Dinny líka? — Ég veit ekki hvernig á að útskýra þetta, en ég get ekki hugs- að mér Clare sem móður; en þannig get ég hugsað mér Dinny. Reyndar get ég hugsað mér Dinny sem allt í öllu. En samt sem áð- ur get ég ekki sett hana í samband við orðið sjálfstæði. — Nei, sagði Dornford, — það er rétt. Þér hafið mikið dálæti á henni? Adrian kinkaði kolli. •— Alveg ótakmarkað. — Það hefur verið mér afskaplega mikils virði að kynnast henni, sagði Dornford, — en ég er hræddur um að það sé ekki þannig frá hennar hálfu. — Það er ekkert að vita, sagði Adrian. — Þolinmæði er mikil dyggð, eða þannig var það áður en veröldin fór öll á hvolf. — Ég er að verða fertugur. — Já, en Dinny er líka að verða tuttugu og níu ára. — Það sem þér sögðuð mér áðan gæti haft breytingar í för með sér, eða hvað haldið þér? — Um Síam? Ég held að það geti haft miklar breytingar í för með sér. — Þakka yður fyrir. Þeir skildu með þéttu handtaki, og Adrian hélt í norður. Dornford hugsaði jafnvel meira um sjálfan sig en hana, á leið sinni heim. Að verða fertugur! Hann fann þessa yfirþyrmandi til- finningu, nú eða aldrei! Ef hann ætlaði ekki að pipra og vera ein- mana alla ævi, þá varð hann að vita vissu sína fljótlega. Honum fannst lífið missa tilgang, ef Dinny yrði ekki til að lifa því með honum. Hún, sem svo margir dáðu, en sem sjaldan hugsaði um sjálfa sig, fékk þrjú bréf þennan miðvikudagsmorgun. Það fyrsta sem hún opnaði var frá Clare: Elsku Dinny! Ég hef reynt að greiða skuld mína, en Tony vildi ekki þýðast það, hann þaut af stað eins og eldflaug; svo að ég er öllum óháð eins og er. Ef þú fréttir eitthvað af honum, þá láttu mig vita. Dornford verður æ meira „spennandi" með hverjum degi. Við tölum varla um annað en þig, og hann hefur hækkað kaupið mitt. Hjartan kveðja til allra heima, þín Clare. Annað bréfið hljóðaði svo: Kæra Dinny! Eg ætla að vera kyrr hér. Hestarnir koma næsta mánudag; Muskham kom hingað í gær, og hann er ákaflega elskulegur; sagði ekkert um málaferlin. Það er eitt sem mig langar til að biðja þig að gera, og það er að komast að hver hefur borgað máls- kostnaðinn. Það hvílir mjög þungt á mér. Eg þakka þér fyrir alla vinsemdina gagnvart mér. Þinn einlægur, Tony Croom. Síðasta bréfið var frá Adrian: Dinny, vina mín! Ekkert að frétta. Annað hvort hefur hann hvergi komið ná- lægt, eða hann leynir því og leynir því vel. Samt sem áður er ég ekki viss, og ef þér er svona umhugað um að vita þetta, þá skaltu bara spyrja hann, blátt áfram. Eg get ekki ímyndað mér að hann gæti fengið sig til að ljúga að þér. Eins og ég hef sagt þér áður, þá er ég mjög hrifinn af þessum manni, í mínum augum er hann hreint gull. Þinn einlægur frændi, Adrian. Jæja, það var þá svona. Hún fann til óljósrar gremju; og sú til- finning, sem hún hélt að væri aðeins stundarfyrirbrigði, kom stöð- ugt aftur, og það var eins og skap hennar fylgdi veðrinu, sem nú var fremur drungalegt. En svo birti skyndilega til, og áður en varði fann hún sig skyndilega knúða til að skrifa Dornford. Hún talaði um búskapinn, ríkisstjórnina og bændurna, svo endaði hún bréfið þannig: ... — Við höfum öll áhyggjur af því hver greiddi málskostnað- inn fyrir mál systur minnar. Það er svo óþægilegt að vera í þakkarskuld við einhvern óþekktan mann. Gætir þú ekki reynt að komast að því fyrir okkur? Hún hugsaði mikið um hvernig hún ætti að undirskrifa bréfið, og skrifaði að lokum „þín Dinny“. Svar hans kom fljótt: Kæra Dinny! Ég er alveg himinlifandi vfir því að fá bréf frá þér. Ég er að hugsa um að svara síðustu spurningunni fyrst. Ég hef gert allt sem í mínu valdi stendur til að fá lögfræðingana til að segja mér sannleikann, en það er augljóst að þeir segja mér ekki það sem þeir hafa neitað að segja þér. En ég held að ef Croom og systir þín krefjast þess, þá séu þeir skyldugir til að segja frá því. Síðan talaði hann mikið um ástandið í fjármálum ríkisins, og svo endaði hann bréfið þannig: Vildirðu ekki spyrja móður þína hvort hún geti lofað mér að 35. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.