Vikan


Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 44

Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 44
vera yfir helgi síðast í þessum mánuði? Hún var svo elskuleg að segja mig velkominn, ef ég þyrfti að hafa samband við kjósendur mína. Ég fór að sjá Cavalcade aftur í fyrrakvöld. Það gengur ennþá fyrir fullu húsi, en mikið saknaði ég þess að hafa þig ekki með mér. Þinn tryggi Eustace Dornford. Hún las bréfið tvisvar, og allt í einu fannst henni timi vera kom- inn til þess að gera líf sitt upp. Ef hún ætlaði á annað borð að gift- ast, þá var enginn sem henni fannst hæfa sér betur en Eustace Dornford. Henni líkaði vel við hann, hún dáðist að honum og hún hafði ánægju af að tala við hann. En fortíðin! En hve það hljómaði furðulega. Fortíðin, sem eiginlega var kæfð í fæðingunni, var samt það viðkvæmasta sem hún hafði nokkurn tíma átt. — Einhvern dag- inn verðurðu að horfast í augu við lífsbaráttuna aftur. Það var óþægileg tilfinning, ef móðir hennar hefði það álit að hún væri að forðast lífið. — Hvað sem ég geri, verð ég að gera það nú, ég get ekki haldið honum svo á glóðum, hugsaði hún. Hún skrifaði honum um kvöld- ið, og sagði honum að móðir hennar tæki á móti honum með ánægju. Þegar hún sagði móður sinni frá þessu, þá sagði hún um leið: — Ég reyni að ná í Clare líka, og finnst þér ekki, mamma, að við ættum að bjóða Fleur og Michael, þau voru svo elskuleg að hafa okkur búandi svo lengi. Lafði Cherrell andvarpaði. — Það er rétt, það leiðir hvað af öðru. Bjóddu þeim, vina mín. Hún var rétt búin að setja blóm í alla vasa, þegar fyrsti bíllinn kom, og hún flýtti sér niður. Það var Dornford, sem stóð í and- dyrinu. — Þetta hús hefur sál, Dinny. Það getur verið að það séu plöt- urnar á þakinu, eða hve fallega það stendur, en eitt er víst, maður hefur þessa tilfinningu, um leið og húsið kemur í Ijós. Hún hélt lengur í hönd hans heldur en hún hafði ætlað í fyrstu. — Það er að fara í kaf í gróðrinum. — Þú lítur Ijómandi út, Dinny. — Mér líður líka vel. — Þú hefur líklega ekki haft tíma til að fara til Wimbledon til að horfa á tenniskeppnina? — Nei, en Clare hefur farið, hún kemur beint þaðan með Mont- hjónunum. — Hvað áttir þú við með því sem þú sagðir í bréfinu, um Clare? — Eg átti við það að það hæfir henni vel að vera í sviðsljósi, en hún er það ekki í augnablikinu. Dinny kinkaði kolli. — Hefur hún talað nokkuð um Tony Croom? — Já, hún hló, og sagði að hann hefði kastað sér burt, eins og heitri kartöflu. Dinny hengdi upp hattinn hans. — En hvað með greiðsluna, sagði hún, án þess að snúa sér við. — Ja, ég fór að hitta Forsyte, en fékk ekkert út úr honum. — Jæja. Viltu fara beint upp? — Já, þakka þér fyrir. — Þú átt að vera í öðru herbergi, ég skal vísa þér leiðina. Hún leiddi hann upp lítinn stiga, sem lá að herberginu, sem var kallað prestaherbergið. — Þarna er baðherbergið. — Er þetta ekki prestaherbergið? — Jú. Það eru engar afturgöngur. Hún gekk út að glugganum. — Sjáðu útsýnið. — Dásamlegt, sagði hann. Hún sá að hnúar hans hvítnuðu, þeg- ar hann greip um gluggapóstinn. Hún hallaði sér upp að veggnum og lokaði augunum. Þegar hún opnaði þau, hafði hann snúið sér að henni og hún sá að varir hans titruðu, og hann spennti greipar fyrir aftan bakið. Hún gekk í átt til dyranna. — Eg skal láta koma með dótið þitt upp. Viltu svara mér við einni spurningu? Borgaðir þú kostnaðinn? Hann hrökk við, en fór svo að hlæja, eins og hann hefði skyndi- lega heyrt eitthvað ótrúlega fyndið. — Eg? Nei. Mér datt það ekki einu sinni í hug. — Ó, sagði Dinny. — Þér liggur ekkert á. Svo flýtti hún sér niður stigann. Þetta var skrítin helgi. Það var eins og enginn, nema Fleur og Michael væru eðlileg. Dinny fékk þó eina gleðilega frétt, þegar hún var að ganga um garðinn með Fleur. — Em segir mér að þið séuð öll að farast af áhyggjum út af þess- um málskostnaði. Hún segir að þú haldir að Dornford hafi borgað hann, og að þú sért hrædd við að vera í þakkarskuld við hann. — Já, það er óþægilegt að vita ekki hverjum maður skuldar. — Heyrðu, vina mín, sagði Fleur, — ef þú lofar að segja það engum, þá skal ég segja þér, að það var ég sem greiddi þetta. Roger borðaði hjá okkur eitt kvöldið, og vældi um það að hann ætti bágt með að láta senda snauðum manni slíkan reikning, svo ég stakk því að Michael, að við sendum honum ávísun. Pabbi græddi pen- inga á lögfræði, svo það var ekki nema réttmætt ag ég léti eitt- hvað af mörkum. Dinny starði á hana. — Sjáðu nú til, hélt Fleur áfram, og tók undir handlegginn á Dinny. — Vegna þess að ríkisstjórnin breytti um stefnu, hafa eig- ur mínar hækkað í verði, jafnvel þótt ég borgi alla þessa skatta, svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur, og þær hækka ennþá. Ég segi þér þetta vegna þess að ég er hrædd um að þú fáir andúð á Dorn- ford, en þetta getur kannski komið í veg fyrir það. Heldurðu það ekki? — Ég veit það ekki, sagði Dinny, og það var rétt. — Michael er mjög hrifinn af honum, hann segir að hann sé ein- hver heilbrigðasti maður sem hann hefur kynnzt í háa herrans tíð, sagði Fleur, og sleppti handlegg Dinnyar. — Ég er hissa á þér, Dinny, það sjá allir að þú hefur mestu mætur á manninum. Þú veizt að þú getur ekki sniðgengið lífið alla ævi. Dinny varð hrærð, þegar hún sá einlæga vináttuna í brúnum aug- um Fleur, og sagði rólega. — Ef ég væri kaþólsk eins og hann, þá væri ég ekki í vafa um hvernig ég hagaði lífi mínu. — Fara í klaustur, sagði Fleur og var hvöss á brúnina. — Nei, Dinny, það væri mikil sóun. Móðir mín er kaþólsk, aldrei dytti henni slíkt í hug. Og svo ertu alls ekki kaþólsk. Dinny brosti. — Mér þykir fyrir því að láta ykkur öll hafa þessar áhyggjur af mér. Hún talaði ekki við Dornford allan laugardaginn, hann var önn- um kafinn að heimsækja kjósendur sína. En eftir miðdegisverðinn, þegar Dinny var að skrifa stigin fyrir þau hin, sem voru að leika billiard, kom hann til hennar. — Hvað sögðu kjósendur þínir? — Allt gott. Hvað hefur þú haft fyrir stafni? — Allt og ekki neitt, aðallega rabbað við Fleur. En vel á minnzt, ef þig langar til að fara til hámessu, þá geturðu farið til Oxford, þar er hámessa klukkan tíu, og það tekur ekki nema þrjú kortér að aka þangað. — Heldurðu að þú vildir koma með mér? — Já, mér þykir alltaf gaman að koma til Oxford, og ég hef aldrei verið við hámessu. Hann horfði á hana með innilegu þakklæti í augnaráðinu. — Jæja, við förum þá klukkan kortér yfir níu í bílnum mínum. Daginn eftir, þegar hún sat við hlið hans í bílnum, sagði hann: — Eigum við ekki að taka toppinn niður? — Jú, endilega. — Dinny, þetta er eins og draumur. — Eg vildi að draumar mínir væru svona þægilegir. — Dreymir þig mikið? — Já. — Vel eða illa? — Ó, eins og aðra, ýmist vel eða illa. — Dreymir þig oft sama drauminn? — Já, um á, sem ég kemst ekki yfir. — Ó, það er eins og hafa martröð um próf, sem maður heldur sig ekki ná. Draumar geta verið andstyggilega raunverulegir. Held- urðu að þér liði betur, ef þú gætir komizt vfir ána í draumnum? — Eg veit það ekki. Það var þögn, þangað til hann sagði: — Þessi bíll er af nýrri gerð. Eg þarf ekki að skipta um gír með gamla laginu. Þykir þér ekki gaman að aka bíl? — Eg er svo mikill klaufi. — Þú ert ekki fyrir nýja tímann, Dinny. — Nei, og ég er ekkert sniðug, eins og flest fólk er nú. — Á þinn hátt eru mjög dugleg. — Þú átt við að ég geti hagrætt blómum. — Já, og séð broslegu hliðina á hlutunum, og verið svona yndis- leg. Dinny fannst þetta koma ákaflega illa heim við framkomu hennar síðastliðin tvö ár, en sagði aðeins: —- Hvað hét stúdentagarðurinn þinn í Oxford? — Oriel. Og svo varð aftur þögn. Dornford sagði allt í einu: — Eg held mig langi ekki til messu í dag. Það eru ekki svo mörg tækifæri, sem ég fæ til að vera sam- vistum við þig, Dinny. Við skulum fara til Clifton, og leigja okkur bát. — Já, veðrið er of gott til að vera innan dyra. 44 VIKAN 35- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.