Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 17
„Þú skilur þetta greinilega ekki“, sagði ég. „£g kann vel við
mig með skegg, og mér finnst ég varla geta verið án þess.
Þar að auki segir Carole, að það geri mig ráðsettari."
GAMANSÖM SAKAMÁLASAGA EFTIR BILL PRONZINI
þetta af þér, áður en þú kemst (
vandræði."
„Þú skilur þetta greinilega ekki,"
sagði ég. „Mér líkar vel við skegg-
ið, og mér finnst ég varla geta ver-
ið án þess. Þar að auki segir Carole,
að það geri mig ráðsettari."
„Hvenær ætlar þú að verða full-
orðinn?" spurði Augie. Andlit hans,
sem venjulega var heldur sviplaust
bar nú merki greinilegrar reiði. „Nú
hefur þú gengið full langt, Pete.
Þú hefur átt það til að gera ýmiss
konar rósir áður, en nú hefur þú
gengið of langt. Janine lætur þetta
ekki viðgangast."
„O, skítt með það," sagði ég og
glotti.
„Segðu mér, Pete: Hvað er eigin-
lega á seyði á milli ykkar Janine?"
Ég yppti öxlum og fussaði. „Við
erum á öndverðum meiði," svaraði
ég svo. „Mér líkar ekki við hvorki
hann né þær aðferðir sem hann
notar. Og mér líkar ekki við að vera
sendisveinninn hans, hvernig sem á
það er litið."
„Svo þú gerir svona nokkuð til
að breyta því?" sagði Augie. „Ef
þú hefur yfir einhverju að kvarta,
þá skaltu tala við fulltrúann."
„Já, og fá ávítur fyrir óhlýðni!"
„Hverju heldur þú að þetta jafn-
gildi?"
„Skeggið? Augie, það eru engar
reglur til, sem segja, að maður megi
ekki láta sér vaxa skegg."
„Ekki það?" svaraði hann.
„Heyrðu nú, lagsmaður: Svona til-
tæki er svipað og þú tækir upp á
því að mála þinghúsið bleikt bara
af því að það er almenningseign."
„Ferill minn er of góður fyrir
svoleiðis nokkuð," sagði ég viss (
minni sök. Ég var líka þó nokkuð
hreykinn af þeirri staðreynd, að á
því ári, sem ég hafði verið á þess-
ari deild, hafði ég komizt upp með
eitt og annað.
„Svo þér finnst það?" sagði
Augie. „Allt í lagi. Mundu bara, að
ég varaði þig við."
Ég opnaði munninn til að svara,
þegar dyrnar að skrifstofu Janine's
opnuðust skyndilega og hann rak
út höfuðið. „Maddoxl" beljaði
hann. „Komdu hérnal Straxl"
Ég glotti til Augie: „Rannsóknar-
dómarinn mikli kallarl"
Hann hristi höfuðið án þess að
segja orð.
Ég gekk inn í skrifstofu Janine's
og lokaði á eftir mér. Hann sat bak
við stórt grátt skrifborð sitt með
stóran vindil ( munninum.
„Setztu, Maddox," sagði hann.
um fengið nóg af leikjum þínúm
og uppátækjum. Á þessari stöð
þörfnumst við engra gamanleik-
ara."
„Þú getur þetta ekki!" hrópaði
ég.
„O, ekki það?" sagði Janine.
Andúð hans á mér var sem máluð
á feitt andlitið á honum. „En við
erum að því, Maddox. Og það hef-
ur verið ákveðinn fundur með
æðstaráði fulltrúadeildar lögregl-
unnar í fylkinu. Við látum þig vita
hvenær við höfum áhuga á að sjá
þig þar."
Ég stóð upp. „Heyrðu mig nú,
þú. . .
„Þetta var allt og sumt, Maddox,"
sagði Janine stuttlega. Hann hallaði
sér aftur á bak ( stólnum og horfði
út um gluggann. „Þú getur lagt inn
Framhald á bls. 34.
Ég settist í stólinn við endann á
skrifborðinu.
Hann brosti ánægjulega: „Ég var
að tala við fulltrúann."
Ég horfði á hann.
„Ég sagði honum frá þessu jóla-
skrauti þínu," sagði Janine. „Veiztu
hvað hann sagði?"
„Nei, herra."
Janine horfði á vindilinn sinn.
„Hann sag,i að ég hefði leyfi til að
leysa þig frá störfum um óákveðinn
tíma — kauplaust!"
Ég kipptist við ( stólnum. „Leysa
frá störfum ....?"
„Alveg rétt, Maddox. Það er nú
bara einu sinni þannig, að við höf-
CJ
35. tbi. VIKAN 17