Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 48
Þegar sjúklingarnir gáfu honum nokkra andartaka hlé batt hann
olíusvuntu framan á sig og fór niður í kjallara til að brugga bjór,
búa til sápu, eða þvo þvott.
Þegar Angelique reyndi að hindra hann, mótmælti hann henni með
þeirri þögulu andspyrnu, sem var svo dæmigerð fyrir Jesúítana.
Hvemig gátu þau eftir allt þetta verið óvinir?
Þegar allt kom til alls voru þau á sama báti og svo mánuðum saman
geysaði óveður útifyrir og lokaði þau inni með sinn fáránlega fjand-
skap og breytti þeim öllum, körlum og konum í eina heild, sem keppti
að því einu marki að lifa veturinn af.
Þannig gátu þau rætt þau mál, sem yíir þeim höfðu vofað, allt frá
um þrettánda, án geðofsa eða úlfúðar.
En strax og Monisieur de Loménie hafði náð sér aftur fór hann ekki
í launkofa með það að Monisieur de Frontenac hafði sent hann til að
biðja Peyrac að leggja fram fjármuni til að hægt væri að kosta leið-
angur til að kanna upptök hins mikla Missisippifljóts, sem menn voru
sannfærðir um að hlyti að renna í Kínahaf. Hann ætlaði að láta hægri
hönd sína, Monisieur Robert Cavelier de la Salle, háa kuldalega og
fjarræna manninn, sem komið hafði með Þeim til Wapassou, vera leið-
angursstjóra í þessum leiðangri. Gullið sem Pont Briand hafði verið
lagður á fyrsta kvöldið hafði ekki farið framhjá honum, síðan hafði
hann fárveikzt, en hann hafði ekki fyrr náð sér en hann sneri sér að
Loménie og d'Arreboust og hvatti þá til að gera sitt bezta til að komast
að samkomulagi við húsbóndann í Wapassou.
— Eruð þér raunverulega eins ríkur og fólk segir? spurði Möltu-
riddarinn greifann.
— Það er ég og ég mun verða miklu ríkari eftir því sem lengra líður
á verkið, sem ég hef á prjónunum hér.
Florimond var í miklu uppnámi, þvi það hafði verið leyndur draum-
ur hans að kanna Missisippi og kanna Kínahaf, allt frá því hann var
lítill drengur — eða svo sagði hann nú. Hann var mjög fær kortagerðar-
maður og undi sér löngum yfir þvi að byggja loftkastala á enn ókunn-
ugum svæðum kortanna, sem hann teiknaði; hann var sífellt að gera
útreikntnga og finna út nýja möguleika.
Þegar hann komst að fyrirætlunum Monsieur de la Salle vék hann
varla frá honum, de la Saile var kuldalegur í fasi og virtist miklu yngri
en árin sögðu til um og að baki hafði hann mikla og fjölbreytilega
reynslu. Hann var viðkvæmur eins og unglingur, krafðist þess stundum
að vera kallaður Monisieur de la Salle og stundum Cavelier, þegar hann
minntist þess að Kanada hafði verið numið og byggt upp af óbreyttum
mönnum. Hann hafði aðeins nýlega hlotið aðalstign og til þess að
Angelique efaðist ekki um það, sem henni hafði raunar aldrei dottið í
hug, sýndi hann henni bréf sitt frá konunginum:
— Til míns heitelskaða Roberts Cavelier de la Salle: til endurgjalds
fyrir það góða og lofsverða starf, sem hann hefur unnið og vér höfum
fengið skýrslur um í landinu Kanada ....
1 skjaldarmerki þessa nýbakaða aðalsmanns var hundur á biáum
feldi og umhverfis hann gullfiskar úr átta karata gulli. En auk skjaldar-
merkisins bjó hann yfir mikilli þekkingu, óbrigðulu hugrekki og þrá-
hyggju draumóramannsins. Hann var sannfærður um að hann myndi
dag nokkurn finna hið fræga Kínahaf, en það var draumur hvers ungs
manns, sem nokkru sinni hafði lagt vestur yfir haf myrkursins, frá því
á öldinni sem leið; hann var mjög óþoiinmóður yfir Því að hafa ekki
enn náð þessu marki sínu .... eða vera kominn aftur frá því!
Florimond skildi hann vel.
— Ég er viss um að fljótið mikla, sem Indíánarnir kalla föður vatn-
48 VIKAN 35-tbI-
anna mun leiða okkur beint til Kina án þess að við þurfum nokkru
sinni að fara úr eintrjáningunUm. Heldurðu það ekki, pabbi?
Nei, Joffrey de Peyrac, hélt það ekki og tók ákefð sonar síns með
vantrúarsvip, sem drengnum var ami af, án þess að það drægi úr
honum kjarkinn.
Angelique þjáðist með Florimond því hún komst við af æskufullri
ákefð hans og hún hefði með glöðu geði gefið honum Kínahaf á gull-
diski, hefði hún getað, en óbifandi traust hennar á vísindaþekkingu
eiginmannsins veitti henni enga von. Joffrey de Peyrac var líka fyrstur
manna til að viðurkenna, að efasemdir hans væru ekki grundvallaðar á
neinum sérstökum rökum.
—• Þegar allt kemur til alls, sagði Florimond, — er tortryggni þín
ekki byggð á útreikningum.
— Nei, það er hún ekki! Við vitum svo lítið sem stendur, að það er
ekki hægt að gera neina útreikninga....
— Þá er bezt að fara að gá að því sjálfur....
— Já, líklega.
— Ég held að það hafi verið góð hugmynd að leyfa Florimond að
fara í þennan leiðangur með öllum þessum hálfvitlausu ofstækismönnum,
sagði hann við Angelique eitt kvöldið. — Af umgengni við þá mun
hann læra að meta hin gagnstæðu gæði: góð skipulagning og heiibrigð
vísindaleg þjálfun er oft fullt eins vel haldgóð og snilligáfa. Hann getur
einnig fullnægt framgirni sinni með því að fara í leiðangur með hóp
manna, sem ekkert lætur hindra sig og mun vafalitið aldrei sýna meiri
hugkvæmni en þegar þeir standa andspænis einhverjum erfiðleikum eða
bráðum háska. Þá njóta Frakkarnir sín og Florimond, sem hefur íylli-
lega jafn mikið af þessari gáfu og hver annar fransmaður, getur þroskað
hana að geðþótta sínum, án þess að hin þunglamalega og varfærna
skapgerð engilsaxanna kæfi ákefð hans.
— Það að auki, ef þeim lánast þetta verður það til að styrkja stöðu
mína hér í N-Ameríku. Ef það bregzt hef ég engu að síður staðið fjár-
hagslegan straum af leiðangrinum og forðað Monsieur de Frontenac frá
því að taka af almannafé til hans. Af þakklæti — og hann er heiðarlegur
maður, meira að segja Gaskoni — mun hann þá gera sitt bezta til að
gera mér lifið bærilegt hér i þessum útjarði nýlendu hans.
—• Ef ég veiti þetta lán án nokkurrar tryggingar, hef ég að minnsta
kosti siðferðilegan hagnað af því og eldri sonur okkar fær ómetanlega
þjálfun, svo ekki sé minnzt á öll þau kort og upplýsingar um jarðefni
þeirra svæða, sem þeir fara um. Það er nokkuð sem Cavelier, þótt
hann sé að vissu leyti fær maður, gæti aldrei gert. Á því sviði veit
Florimond nú þegar miklum mun meira en hann....
71. KAFLI
Þegar Florimond frétti af ákvörðun föður síns rauk hann upp um
hálsinn á honum og faðmaði hann. Síðan kraup hann niður og kyssti
hönd hans. Stormurinn hafði nú geisað án uppihalds i tvo mánuði og
honum hafði fylgt mikil snjókoma, svo það var óhugsandi að hefja nú
langferð. Þegar Cavelier de ia Salle hafði fengið fjármagn frá Peyrac,
ákvað hann að fara ekki aftur til Quebec, heldur stefna til vesturs, í
áttina til Champlainvatns og þaðan upp til Montreal. 1 Marieville
héraði var litill kastali, sem íbúarnir höfðu uppnefnt „Kína“ vegna
þess hve oft húsbóndinn í kastalanum hafði klifað á þessu orði. Þaðan