Vikan


Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 24

Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 24
ANDRÉS INDRIÐASON DIANA HÆTTIR Líklegt er talið, að Diana líoss muni innan tíðar segja skilið við stöllur sínar, Su- premes. Hefur Diana áhuga á kvikmyndaleik, en einnig langar hana til þess að koma fram sem einsöngvari, óháð vinkonum sínum tveim, Mary Wilson og Cindy Birdsong. Diana hefur ótvírætt gefið í skyn að hún muni hætta með Supremes innan skamms, en þær sem eftir eru hafa að sögn orðið sér úti um söng- konu, sem á að koma í stað Diönu. Þegar Diana fer, verð- ur Mary Wilson sú eina í tríóinu, sem sungið hefur með því frá upphafi. Florence Ballard hætti fyrir tveimur árum en í hennar stað kom Cindy Birdsong. Florence sagðist hafa hætt vegna krankleika, sem hún gekk með um það leyti, en nú er hún hin brattast og freistar gæfunnar sem einsöngvari. Hefur hún þó lítið haft sig í frammi, a.m.k enn sem komið er. Fullvíst má telja, að söng- ferill Diönu Ross mun ekki daga uppi, þótt hún segji skil- ið við Supremes. Hún hefur verið einsöngvari í öllum þeim lögum, sem Supremes hafa sungið. Hinar tvær hafa Framhald á bls. 33. LED ZEPPELIN Þetta er brezka hijómsveit- in „Led Zeppelin“, sem vakið hefur slíka athygli í heima- landi sínu sem og í Banda- ríkjunum, að fáttt er. Hljóm- sveitina stofnaði Jimmy Page (hann var áður í hljómsveit- inni Yardbirds), og er hann aftastur ú þessar mynd. Þeg- ar Jimmy fór af stað með hljómsveitina, gerði hann sér ekki miklar vonir um að hún mundi öðlast vinsældir. Hann langaði bara til þess að vera í hljómsveit, þar sem hann fengi að rúða, hvernig músik væri spiluð. Þá gerði hann sér líka vonir um, að hljóm- sveitin mundi leika inn á hæg- gengar plötur, sem tekið yrði eftir. Sú ósk hans hefur sann- arlega rætzt, því að nýjasta hæggenga plata hljómsveitar- Framhald á bls. 34. 24 VIKAN 35- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.