Vikan


Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 26

Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 26
UM DAGINN BIRTUM VIÐ SVÖR FJÖGURRA KVENNA VIÐ SPURNINGUNNI HVERNIG EIGA KARRLMENN AÐ KLÆÐ- AST. NÚ SNÚUM VIÐ BLAÐ- INU VIÐ. FJÖRIR KARLMENN SEGJA ÁLIT SITT Á KLÆÐA- BURÐI KVENNA, KLÆÐA- BURÐI, SEM HEFUR ÞEGAR RUTT SÉR TIL RÚMS EÐA ER í ÞANN VEGINN AÐ GERA ÞAÐ. PÉTUR PÉTURSS., MÖDEL OG TÆKNINEMI HJÁ SJÖNVARPINU Jú, þetta er svo sem allt í lagi, en þetta er ekki fyrir allar stúlkur. Æ, þetta finnst mér nú heldur pent — eða konulegt, eins og það er kallað. ?í %^ÉíÉ^.. V. JM ■ V/. GUÐLAUGUR BERGMANN í KARNABÆ Svona skyrtublússur eru að vísu í tízku, en bara ekki röndóttar og svipað er að segja um sportsokkana. Síddin á pilsinu er hæfileg, þó að það mætti vera styttra. Hún er að vísu ekki toppmóð- ins, en ég vildi engu að síður fara út með henni. Hörmulegt. Þetta er gamaldags, pilsið bæði of vítt og of sítt, auk þess sem það er leiðinlega köflótt. Ég sé ósköp lítið við þetta. RAGNAR GUÐMUNDSSON HARGREIÐSLU- MAÐUR Þessi klæðnaður er ágætur hversdags; til dæmis í skólann og í Glaumbæ á fimmtudögum. Síddin á pilsinu er hæfi- leg og sokkarnir hlýlegir. Ja, það er meiri stíll yfir þessu, en þetta er ekki eins gott. % ÖLAFUR RAGNARSSON, FRÉTTAMAÐUR Svona klæðnaður er ágætur í ferðalög og bæjarráp, en alveg á takmörkunum að vera bíó-hæfur. Hálsklúturinn finnst mér heldur tilgerðarlegur, en er kannske nauðsynlegur vegna þess hve skyrtan er opin í hálsinn. Þetta er snyrtilegt, en full-látlaust og dauft. Litirnir mættu vera fleiri; peys- an til dæmis í öðrum lit en jakkinn, 26 VIKAN 35- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.