Vikan


Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 42

Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 42
Framhald af bls. 29. — Er ekki mögulegt fyrir lögfræðing að taka beinni afstöðu en það? Roger yngsti brosti. — Það segir enginn sannleikann, án þess að hagræða honum á einhvern hátt. — Þér segið það, hugsaði Dinny. — Eigum við ekki að fá okkur leigubíl? í bílnum sagði Clare: ■— Gerðu eitt fyrir mig, Dinny, komdu dót- inu mínu til mín, ég get eiginlega ekki hugsað mér að fara til Condaford núna. — Já, það skal ég gera. — Hefurðu séð Tony? — Já. — Hvernig líður honum? — Illa. — Illa! Eg gat ekki betur varizt þessum spurningum, sem þeir létu rigna yfir mig. Dinny horfði beint framan í hana. — Segðu mér sannleikann um tilfinningar þínar gagnvart honum. — Eg skal gera það, þegar mér er það ljóst sjálfri. — Þú þarft að fá þér eitthvað að borða. — Já, ég er svöng. É'g fer úr bílnum við Oxford Street, ég skal vera búin að laga mig til, þegar þú kemur með dótið mitt. Mér finnst ég gæti sofið í heilan sólarhring, svo get ég kannski ekki sofið dúr. Ef þú ætlar að skilja, einhverntíma í framtíðinni, Dinny, þá skaltu ekki fara út í málaferli. Dinny þrýsti handlegg hennar, og hélt áfram í bílnum til South Square. Andrúmsloftið eftir bardaga er oft þunglamalegra en meðan á honum stendur. Það er alltaf verið að hugsa um hvort ekki hefði verið betra að gera og segja þetta eða hitt. Þannig var Dinny farið, þótt hún hefði aðeins leikið aukahlutverk í þessum málaferlum. Hún var leið yfir að geta ekki verið Clare til meiri hjálpar, og henni fannst daufleg vistin á Condaford. Til að drepa tímann fór hún að hjálpa föður sínum við rekstur búsins, og hafði verið við það í vikutíma, þegar hún fékk svohljóðandi bréf: Kingson Cutchott & Forsyte, Old Jewry. 17. maí 1932. Kæra ungfrú Cherrell: Ég skrifa til að segja yður að samkomulag hefur verið gert um málskostnaðinn, þannig að hvorki herra Croom eða systir yðar verða krafin um greiðslu. Ég skrifa yður þetta til að létta á áhyggjum yðar og föður yðar. Yðar einlægur, Roger Forsyte. Hún varð svo undrandi, að hún gaf sér ekki tíma til að hugsa um þetta nánar, heldur sneri sér strax að föður sínum og sagði: — Lögfræðingarnir segja, að við þurfum ekki að hafa frekari áhyggjur af málskostnaðinum, pabbi; þeir hafa fundið lausn á því. — Hvernig? — Það veit ég ekki, en þeir vildu róa okkur. — Ég skil aldrei lögfræðinga, tautaði hershöfðinginn, — en ef þeir segja þetta, þá er það sjálfsagt rétt, og mér létti stórum, ég hef haft miklar áhyggjur. — Ég veit það, elskan. Viltu kaffi? En hún hélt áfram að hugsa um þetta bréf. Hafði eitthvað komið við samvizku Jerrys Corven, og komið því til leiðar að hann hafi gert þessar ráðstafanir? Eða hvað? Fyrst var hún að hugsa um að aka til Tony og segja honum frá þessu, en hætti við það, treysti sér ekki til að svara þeim spurning- um, sem hann myndi örugglega leggja fyrir hana, svo hún skrifaði honum, og Clare líka. Þvi meira sem hún hugsaði um þetta, því ákveðnari var hún í því að fara og hitta Roger yngsta. Það var eitt- hvað sem ekki gat þaggað niður forvitni hennar. Hún hringdi því til hans, og það varð að samkomulagi að þau ætluðu að hittast á testofu, rétt hjá British Museum. 42 VIKAN 35-tbl- Það var fámennt á testofunni, þegar Roger yngsti haltraði inn að borðinu til hennar og heilsaði henni vingjarnlega. — Viljið þér kínverskt eða indverskt te? sagði Dinny. — Það sem þér viljið. — Þá skulum við fá okkur kaffi og muffins. — Muffins! Það minnir mig á gömlu rúmhitafötin, sem voru úr kopar. Skildu þau vera fáanleg nú orðið? — Safnið þér gömlum munum? -— Ef ég dett niður á eitthvað skemmtilegt. Ég á hús í stíl Önnu drottningar, og mér þykir gaman að fá eitthvað sem hentar því húsi. — Er konan yðar á sama máli? — Nei, hún eyðir öllum stundum í að spila bridge, leika golf og þess háttar nýtízku fyrirbæri, en ég get aldrei staðizt gamla silfur- muni. — Ég er líka veik fyrir þeim, tautaði Dinny. — Bréf yðar var mikill léttir. Áttuð þér við að ekkert okkar þyrfti að greiða þetta? — Já, það átti ég við. Hún hugleiddi næstu spurningu sína, og virti hann fyrir sér með hálflokuðum augum. — Segið mér í trúnaði, herra Forsyte, hvernig fóruð þér að því að hagræða þessu á þennan hátt? Er það eitthvað í sambandi við mág minn? Roger yngsti lagði höndina á hjartað. — Tunga Forsyteanna er einkaeign, en þér skuluð ekki hafa áhyggjur. — Það hef ég, þangað til ég verð einhvers vísari. — Ég get huggað yður með því að þetta er ekkert í sambandi við Corven. Dinny drakk kaffið þegjandi, svo fór hún að tala um silfurmuni. Roger yngsti bauð henni að koma heim til sín, einhverja helgina, til að skoða gripi sem hann hafði náð gegnum árin. Dinny sá að það var tilgangslaust að tala meira um þetta mál við hann, og þegar hann kvaddi, brosti hann, svolítið stríðnislega. Dinny flýtti sér til Melton News, og mætti systur sinni í dyrun- um. Clare var rjóð í kinnum, og það var einhver óróleiki yfir henni. — Ég er búin að biðja Tony að koma hingað í kvöld, sagði hún, þegar Dinny sagði henni að hún væri að flýta sér, til að ná lestinni. — Maður verður að afgreiða skuldir sínar. — Ó, tautaði Dinny, og hún hefði ekki getað komið upp öðru orði, þótt hún hefði verið öll af vilja gerð. Tony Croom hafði haldið kyrru fyrir í Bablock Hythe alla vik- una, og honum leið hræðilega illa. Það sem Corven hafði sagt fyrir réttinum, að hann hefði hitt Clare á heimili hennar, brann eins og eldur í huga hans. Hann trúði Clare ekki, þegar hún neitaði. Ein- hver hræðileg afbrýðisemi ólgaði í honum. Hún var eins og sár á sál hans, þegar hann kom til Clare, stundar- korni eftir að Dinny fór þaðan. Clare opnaði fyrir honum, og þau stóðu um stund, og horfðu hvort á annað. Að lokum sagði hún, hlæjandi: — Jæja, Tony! Þá er þessu lokið, þetta hefur verið furðulegt ástand. — Mjög broslegt! —: Þú lítur illa út. — En þú ert stórglæsileg. Það var hún reyndar, í rauðum kjól, flegnum og ermalausum. — Mér þykir fyrir því, Clare, að ég er ekki uppáklæddur, ég vissi ekki að þú hefðir hug á að fara út. — Það hef ég ekki heldur, við borðum hér. Þú getur látið bíl- inn standa þarna fyrir utan, og verið hér eins lengi og þú vilt, það kemur engum við. Er það ekki notaleg tilfinning? — Clare! — Settu frakkann þarna og komdu upp, ég hef ágætis kokkteil handa þér. — Fyrst langar mig til að segja þér að mér hefur liðið illa yfir því að þú skildir þurfa að ganga í gegnum þetta allt saman. — Láttu ekki eins og kjáni, Tony. Hún gekk upp stigann, og hann á eftir henni. — Þrátt fyrir blessuð lögin, þá skulum við draga fyrir gluggana, sagði Clare. — Viltu þvo þér? Hann hristi höfuðið, dró fyrir gluggana og settist í gluggakistuna. Clare settist á legubekkinn. — Mér leið illa, Tony, meðan þú varst í vitnastúkunni. Ég skulda þér mikið. — Skuldar! Þú skuldar mér sannarlega ekki neitt. Það er — er. — Jú, ég er þér sannarlega skuldug. Hún teygði úr handleggjunum, og var svo óendanlega freistandi, að það var líkast því að hún segði: — Hér er ég, taktu mig. En hann hikaði. — Hvers vegna ertu svona langt í burtu, Tony?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.