Vikan


Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 8

Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 8
8 VIKAN 35-tbl- Sjalfvirkar þvottavelar 5 kg Verð frá 24.660 KÆLISKÁPAR FIMM STÆRÐIR AFBORGUNARSKILMÁLAR Snorrabraut 44 - Reykjavik Pósthólf 119 - Símar 16242 - 15470 Á skautbúning í skólann Kæri draumráðandi! Má ég biðja þig að ráða fram úr þessum skrýtna draumi, og mér þætti vænt um að þú birtir ekki nöfnin, hvorki mitt né ömmu minnar. Það er fyrsti dagurinn í skól- anum (MR) og ég er á leið þangað, í mjög fallegum skaut- búningi, sem amma mín átti, en á gullbelti sem hangir laust nið- ur eftir pilsinu, var hnútur. — Mér fannst eitthvað skrýtið að vera í skautbúningi fyrsta dag- inn í skólanum, svo ég spurði stelpu, sem stóð á eyjunjni í miðri Lækjargötu (henni var mjög illa við mig sl. vetur) hvort allt væri í lagi með mig. Jú, henni fannst allt í lagi með mig, „en það er bara þessi hnútur,“ segir hún og leysir hann. Svo fer ég upp í skóla og inn í stofuna mína, en þar eru fjórar kojur og fullt af fólki. Á gólfinu sá ég ýmsa muni sem amma mín átti og eru enn til heima. Ég spurði hver ætti þetta, og var mjög hissa á að sjá þessa hluti þarna. Þá var mér sagt að strákur sem ég kannast við eigi munina. Hótelpía. Þú munt verða fyrir einhverri unphefð, sennilega vegna ömmu þinnar, en það verður alls ekki langvarandi. Þó mun það verða nóg til þess, að þú og stúlkan, sem þú talar um, verðið góðir vinir aftur, og mun pilturinn, sem í draumnum átti munina, sennilega ráða einhverju þar um. Svar til 40 ára berclreyminnar konu: Draumur þinn er mögulega fyrir heldur alvarlegum tíðind- um, sennilega í sambandi við fjölskyldu þína; ef til vill ósam- lyndi. Köttur á dimmu kvöldi Kæri draumráðandi! Ég vil taka það fram, áður en ég legg undir dóm þinn draum, sem mig dreymdi fyrir nokkru, að ég hef alla tíð haft litlar mæt- ur á köttum. Hins vegar er ég mikill hundavinur og hef fylgzt af samúð og skilningi með bar- áttu hundavinafélagsins að und- anförnu. En það er önnur saga. Og sný ég mér þá að draumnum: Mig dreymdi, að ég var einn heima og sat í stofunni og las í bók. Það var undarleg kyrrð ríkjandi og koldimmt úti. Mér leið heldur vel og hugsaði með mér, að það mundi verða ágætt að sitja einn heima og lesa í ró og næði. En ég fékk ekki að njóta friðarins lengi. Allt í einu heyrði ég ámáttlegt mjálm í ketti og hrökk við. Ég leit í kringum mig, en sá hvergi neitt kvikindi, sem hefði getað gefið frá sér þetta hvimleiða væl. Ég leitaði hátt og lágt í stofunni og fann loksins heljarstóran kött, sem hafði hreiðrað um sig undir sófanum og mjálmaði þar. Ég brást reiður við, tók í hnakkadrambið í kattarófétinu og ætlaði að fleygja því harka- lega út. En þá vaknaði spurn- ingin: Hvernig hafði hann kom- izt inn? Allar hurðir voru lok- aðar og sömuleiðis gluggar. Ég hætti að hugsa um þetta, opnaði gluggann og fleygði kettinum út. Ég bý á þriðju hæð og hugs- aði með mér að kisi yrði ekki borubrattur, þegar hann kæmi niður. Næst gerðist það í draumnum, að ég sat aftur í stól, las í bók og lét fara vel um mig. Heyri ég þá ekki enn mjálmað og sýnu hærra og ámáttlegar en áður. Eftir ítarlega leit kemur sami kötturinn í ljós á sama staðn- um — undir sófanum. Ég varð hálfu reiðari en fyrr og fleygði óargadýrinu öðru sinni út um gluggann. f þriðja sinnið gerðist ná- kvæmlega hið sama, nema þá var kötturinn orðinn svo stór og þungur, að mér tókst rétt að koma honum upp í gluggakist- una. Hann var líka miklu grimm- ari nú en í fyrri skiptin tvö, brauzt um og klóraði mig illi- lega. Þar sem ég var að baksa við köttinn í gluggakistunni, vakn- aði ég loks — sannarlega við vondan draum. Hvað mundi svona draumur tákna, kæri draumráðandi? Vonast eftir svari sem fyrst. Með beztu kveðju og þakk- læti. Hundavinur. f einni ágætri draumráðninga- bók segir, að það sé aldrei gott að dreyma ketti, nema þegar einhvern dreymir, að hann hafi drepið kött. Ef þeir eru lifandi eiga þeir að tákna óvini, snuðr- ara og svikara. Draumur þinn er því líklega fyrir slæmu sam- komulagi við vini þína eða ætt- ingja, rifrildi, öfund eða ein- hvers konar árekstrum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.