Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 7
Hvað þú áttir að gera? Auðvit-
að láta þjóninn fara með hann
fram líka og halda honum heit-
um, þar til málsverður dömunn-
ar var tilbúinn.
Hraðinn og gírinn
Kæri Póstur!
Vikan hefur oft gefið góð ráð
með bíla, og nú langar mig að
spyrja um nokkuð. Er það rétt,
að bílar hafi ekki gott af því að
vera keyrðir hratt í lágu gírun-
um, 1., 2., 3.? Á maður aldrei að
fara upp fyrir 60 í þriðja til
dæmis, heldur bara í fjórða? Ég
á nýlegan Fíat 1100 og mér
finnst hann oft vinna svo illa í
fjórða á 60, ef ég ætla að snögg-
auka ferðina. Er ekki allt í lagi
þá að skella honum í þriðja og
gefa upp í 70, áður en maður
skiptir í fjórða aftur?
Alla jafna er bezt að láta vélina
snúast sem jafnast, létt, án þess
að hún erfiði eða snúist eins
mikið og hún getur. Pósturinn
kann ekki utanbókar hraðaskal-
ana í hinum ýmsu gírum fyrir
Fíatinn, en hann er fremur
snúningshraður og þolir bæri-
lega að snúast. XJmboðin láta
fúslega í té lista yfir hámarks-
og lágmarkshraða í hinum ýmsu
gírum, en þangað til þú hefur
orðið þér úti um hann, er þér
alveg óhætt að renna þér yfir
60 í þriðja, þegar þess gerist
þörf. Það er ábyggilega betra en
pína hann í fjórða.
Pop-heilabrot og
trúarþankar
Kæra Vika!
Ég hef nú skrifað þér áður og
fengið góð svör svo ég vona að
svo verði einnig nú. Mig langar
til að leggja fyrir þig nokkrar
spurningar um efni sem eru, jú,
nokkuð sígild, það er að segja
trúmál, pop og svo framvegis:
1. Hvernig eru alþjóða aðdá-
endaklúbbar starfræktir, og hvað
græðir maður á að vera með-
limur?
2. Er evangelisti það sama og
mótmælandi?
3. Tilheyrir Billy Graham
nokkrum sérstökum trúarflokki?
4. Hvernig er nafn USA, Sam
frændi, tilkomið?
5. Af hverju eru svona fáar
pop-myndir sýndar hérlendis?
Þær einu sem sýndar eru, eru
svo hallærislegar að maður fer
í kast. Þær einu amerísku sem
hægt er að glápa á eru Presley-
myndirnar. Bretar gera svo fá-
ar, en þó veit ég um tvær ný-
le<?ar. báðar með Cliff Richard.
„Finders Keepers" (UA, ‘66)
og „Two a Peiiny“ (WWF, ‘68).
Ætla þeir kannski að sýna þær,
þegar þær eru komnar úr móð,
svo manni finnst þær halló?
Hvað þýðir „Finders Keep-
ers“? Það er síðasta mynd Cliff
& Shadows, og sú eina þar sem
þeir hafa algjörlega séð um alla
tónlist sjálfir. „Litla lagið“ er
úr þeirri mynd, skrambi gott
lag, þó textinn sé ekki upp á
marga fiska.
Og hvað hefur orðið um all-
ar þýzku og frönsku myndirnar
með þeirra þjóða stjörnum?
Jæja, þetta er víst orðið full
langt, en ég vona að þú eigir
smá pláss handa mér —• annað
en rusladallinn.
Vertu bless, María R. L.
P.S. Hvernig er skriftin?
Ja, þér liggur aldeilis töluvert á
hjarta, en þakka þér engu að
síður fyrir bréfið. Er þá ekki
bezt að snúa sér að efninu?:
1. Alþjóðlegir aðdáendaklúbb-
ar (þú ert að tala um Pop, ekki
satt?! eru heldur ómerkilegir
klúbbar. Og þó; maður borgar
sitt ársgjald, sem ekki er nein
ofsasumma, og fær í staðinn
myndir og nýjustu fréttir af við-
komandi stjörnu — einstaka
sinnum plötur, en þá kostar það
aukalega. Hvað maður græðir á
því veit enginn.
2. Evangelismi er í rauninni
aðeins brot af mótmælendatrú,
nokkurs konar afsprengi, sbr.
Evangelisku Luthersku kirkjuna.
Orðið sjálft þýðir fagnaðarer-
indi.
3. Nei, BiIIy Graham tilheyr-
ir engum sérstökum trúarflokki,
en hann er mótmælandi.
4. Á enskri tungu heitir Sám-
ur frændi „Uncle Sam“, og á
sömu tungu eru Bandaríkin
kölluð United States. U-ið og S-
ið er runnið frá því, og svo varð
hitt til fyrir tilviljun.
5. Yfirleitt eru aldrei gerðar
neinar pop-myndir; þær eru all-
ar svo hallærislegar að maður
„fer í kast“. „Finders Keepers“
þýðir „sá á fund sem finnur“.
Sennilega eru þýzku og frönsku
myndirnar ekki betri en þær
ensku og amerísku.
Skriftin er ekki nógu góð.
— Það er til þín, elskan, það
er kviknað í stúdíóinu.
Strákurinn, sem 6g er með,
gaf mór minnsta kveikjara sem
óg hef séð — svo litinn að ég fæ
varla nógu litla steina I hann.
Annar strákur gaf mér kveikjara,
sem hann keypti I sigiingu
— honum er fleygt þegar
hann er tómur. Ekki man ég,
hvorn ég lét róa fyrr,
kveikjarann eða strákinn.
Ég er alltaf að kaupa
eldspýtur, en þœr misfarast
með ýmsum hætti.
En eld þarf ég að hafa.
Hver vill
gefa mér
RONSON?
Mig langar svo í einhvern af þessum
MUady gas kveikjari
Comct gas kveikjari
Adonis gas kveikjari
Empress gas kveikjari
Til geienda RONSON kveikjara: Áfyllingin tekur
5 sekúndur, og endist svo mánuðum skiftir. Og
kveikjarinn. — Hann getur enzt að eilifu.
RONSQN
Einkaumboð:
I. Guðmundsson t Co. hf.
35. tbi. vikAN 7