Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 11
ríkjunum, og lokið prófi með heiðri
og sóma. Og litla mágkonan segir
okkur að rétt áður en við komum
hafi Vilhjálmur verið að dáleiða
konu sína; deyfa hana og gera
ónæma gegn sársauka.
Svo kemur Vilhjálmur, og ég fæ
hann til að segja mér sitthvað fleira
um þetta merkilega nám sitt.
,,Ja," segir hann, ,,ég fékk fyrst
áhuga á svona löguðu þegar ég
kom hingað suður. Svo komst ég í
samband við þennan bandaríska
skóla, og fékk gefið upp hjá þeim
hvað ég þyrfti að læra til að fá
próf þaðan; eins konar bréfaskóla-
fyrirkomulag. Nú, þegar leið að
prófum frá skólanum brá ég mér
til Chicago, var þar í rúma viku og
kom heim með þetta skírteini þarna
upp á vasann.
Aður hafði ég verið svolítið að
spekúlera í Yoga, en gat svo ekki
fellt mig við það. Nei, ég er eng-
inn spíritisti; hef alls ekkert á móti
svoleiðis fólki, en það er bara allt
umstangið og vesenið í kringum
það sem ég get ekki fellt mig við."
„Geturðu dáleitt mig?" spyr ég.
„Það er hægt að dáleiða 99,9%
af fólki," svarar Vilhjálmur, og fer
síðan að undirbúa dáleiðsluna.
Hann lætur mig standa á miðju
gólfi, með báðar hendur framrétt-
ar. Vinstri lófann upp, og hægri
höndina lóðrétta, svo þumalfingur
vísar beint upp í loftið. „Slappaðu
nú alveg af," segir dávaldurinn,
„reyndu ekki að streitast á móti og
ekki reyna að flýta fyrir á neinn
hátt.
Margir halda að það sé vottur
um skort á viljastyrk að vera hæfur
til dáleiðslu, en dáleiðslan á ekkert
skylt við viljastyrk. Visindaleg dá-
leiðsla, eins og ég hef mestan
áhuga á, er algjörlega sálrænt at-
riði. I rauninni má kalla hana sjálfs-
dáleiðslu; dávaldurinn hjálpar fólki
aðeins við að dáleiða sjálft sig."
A meðan Vilhjálmur er að út-
skýra leyndardóma sína fyrir mér,
lætur hann mig loka augunum og
ímynda mér að ég sé með stóra
bók í vinstri lófanum, og blöðru,
fulla af vetni, festa við vísifingur
hægri handar, þann sem vísar beint
upp.
Svo fer hann að tala, lágri þýð-
legri röddu: „Bókin er þung, mjög
þung, og þú átt fullt í fanqi með
að halda hendinni uppi. Gallinn
er, að blaðran togar í, svo þú átt
líka f erfiðleikum með að halda
hægri hendinni kyrri,- hún leitar
upp."
Svona heldur hann áfram f nokk-
urn tíma, alltaf með sömu röddu,
unz hann hættir skyndilega og seg-
ir snöggt: „Líttu upp!"
Og viti menn: Hendurnar, sem
ég hef barizt við að halda algjör-
lega hreyfingarlausum, eru nú f
þeim stellingum, að engu líkara er
en að það hafi raunverulega verið
um bók og blöðru að ræða. Mér
stendur ekki á sama um þetta, og
ég fer að horfa á Vilhjálm Vil-
hjálmsson, dávald, í nýju Ijósi.
„Þetta var bara próf," segir
hann. „Með þessu móti hef ég
komizt að því hvaða aðferð hægt
er að nota við þig, til að ná þér
enn lengra.
Setztu nú hérna í stólinn, með
hrygginn þétt upp að stólbakinu,
spenntu greipar og slappaðu af.
Horfðu á vegginn, láttu augun
flökta ef þú vilt, en hugsaðu ekki
um neitt sérstakt. Svo tel ég, og
um leið og ég nefni oddatölu lok-
ar þú augunum, og opnar þau aft-
ur þegar ég nefni aðra jafna. Þeg-
ar þetta er búið, ferð þú að telja
á móti mér. Ég tel frá einum og
upp í tuttugu og þú telur öfugt —
og mundu að halda höndunum fast
saman."
Vilhjálmur byrjar að tala með
dávaldsröddinni, og skýtur inn í
4 . . . blaðran leitar upp, og bók-
in sígur í, svo þú ert i vandræðum
með hendurnar á þér.
athugasemdum um hve erfitt ég
muni eiga með að losa hendurnar
í sundur þegar þar að kemur. Að
lokum fer hann að telja frá einum
og upp í tuttugu, og ég byrja að
telja á móti, en — gefst upp. Gefst
hreinlega upp. Allt virðist snúast
fyrir hugskotssjónum mínum, og
ég heyri rödd hans eins og í þoku,
þó mjög greinilega og veit alltaf
hvað var að gerast. Allt í einu
hækkar hann röddina: „Losaðu
hendurnar sundur!"
Ég kippi í. Ég kippi aftur í og
í þriðja skiptið; þá loks tekst það.
Ég horfi á hann undrandi, þar sem
hann situr beint á móti mér og
brosir dauflega.
„Lokaðu augunum aftur, segir
hann, „og leggðu hendurnar á
hnén, handarbökin upp." Ég geri
eins og hann segir mér, og hann
fer að tala og telja á ný, með sömu
óbreytilegu röddinni. Svo fer hann
að strjúka handarbak vinstri hand-
Framhald á bls. 46
Dáleiðsla er vísindi, og getur hjálp-
að fólki á ólíklegasta máta, eins
og sjá má af nafni bókarinnar sem
Vilhjálmur heldur á (Dáleiðsla og
kynlíf).