Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 10
Fyrst þegar ég sá Vilhiélm VII-
hjálmsson í eigin persónu stóð
hann á sviðinu í Glaumbæ, söng
af hjartans lyst, og virtist skemmta
sér konunglega. Síðar um kvöldið
gaf ég mig á tal við hann, og þá
komst ég að því að sú var einmitt
raunin á: „Ég hef sjaldan skemmt
mér eins vel og á meðan ég hef
verið að spila hér," sagði hann. Og
það er ábyggilegt að gestirnir
skemmtu sér líka konunglega við
að hlusta á hann.
Seinna, þegar ég hringdi í
hann, og spurði hann hvort ég gæti
ekki fengið að rabba við hann eina
kvöldstund eða svo, tók hann því
heldur fálega; féllst þó á það. Ég
hafði varla lagt tólið niður, þegar
síminn hringdi — það var Vilhjálm-
ur. „Ég vildi bara ganga úr skugga
um að þetta væri ekkert gabb,"
sagði hann, hálfvandræðalegur. —
„Sjáðu til, það hefur komið fyrir
einum fimm eða sex sinnum, að
einhverjir félagar mínir hafa hringt,
og farið þess á leit við mig að fá
viðtal, fyrir hitt eða þetta blaðið,
svo ég er farinn að tortryggja alla
sem hringja svona upp úr þurru."
Þegar við svo heimsóttum Vil-
hjálm að heimili hans í Hraunbæn-
um, var hann ekkert nema Ijúf-
mennskan þrátt fyrir að heldur illa
stæði á fyrir honum. A móti okkur
Ég fékk fyrst áhuga á dáleiðslu á
og þess háttar þegar ég kom hing-
að suður.
komu sem sé einkennisklæddir
menn með sjúkrakörfu sem inni-
hélt konu Vilhjálms, og hann hlaup-
andi á eftir. „Fariði bara upp,
strákar mínir," másaði hann, „ég
kem rétt strax."
Við gerum eins og fyrir okkur
var lagt, og fáum okkur sæti í
stórri, vistlegri stofunni. 12 ára
mágkona Vilhjálms býður upp á
kaffi og segir okkur upp og ofan
af högum sínum og húsráðenda.
Bókahillurnar eru fullar af bók-
um um vísindaleg og sálfræðileg
efni, oq á einum veggnum er inn-
rammað skjal sem segir til um að
Mr. Vilhjalmur Vilhjalmsson sé í
fullum rétti til að dáleiða fólk;
hann hefði hlotið viðurkenningu
frá þessum tiltekna skóla í Banda-
Þvr' verr sem talað er um mann, því
hærra er maður skrifaður. •W'