Vikan


Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 16

Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 16
KLUKKAN var tuttugu mínútur yfir átta á mánudagsmorgni, þegar ég kom á stöðina. Fulltrúinn í af- greiðslunni, Baumann, var eitthvað að fást við skiptiborðið, svo að hann sá mig ekki. Ég gekk eftir löngum og þröng- um ganginum, beygði til vinstri og stanzaði fyrir framan sandblásna glerhurðina, sem á stóð: Leynilög- regla. Ég lagfærði bindið, andaði d]úpt að mér og tók um hurðarhún- inn. Jæja, nú er aS duga eða drep- ast, hugsaði ég með mér, opnaði dyrnar og gekk inn. Strákarnir voru þar allir. Augie Canazarro var að skipta um borða í ritvélinni sinni, með gulan blýant milli tannanna. Doug Sales grúfði sig yfir blaðastafla á borðinu hjá sér. Pat Donovan og Cliff Ostrow töluðu ákaft saman yfir kaffibolla. Ég stóð þarna þegjandi, og horfði til skiptis á þá og lokaðar dyrnar á skrifstofu Janines, yfirmanns míns. Svo ræskti ég mig: „Góðan dag- inn." Donovan varð fyrstur til þess að líta upp: „Já, herra minn, hvað . . ." Svo skellihló hann. Hinir strákarnir litu upp — og göptu af undrun. Augie Canazarro missti blýantinn úr munninum og beint á gólfið. Andlitið á honum minnti mig á söguna um hundinn með augu eins og sívaliturn. Donovan hallaði sér aftur á bak í stólnum og krosslagði hendurnar á stórum maganum. Tárin streymdu niður kinnarnar. „Þetta getur ekki verið," sagði Doug Sales. Cliff Ostrow lagði kaffibollann sinn varlega frá sér. „Nú hef ég séð allt," sagði hann. „Já, ég hef verið lögga í 16 ár og nú hef ég séð allt." Ég tók af mér hattinn og settist. „Ég sé að ykkur hefur tekizt að halda byggingunni sæmilega í horf- inu síðastliðnar tvær vikur," sagði ég svo rólega. Þeir störðu ennþá á mig. Doug Sales klóraði sér í nefinu. „Heyrðu, Pete," sagði hann svo hlæjandi, „þetta er ekki ekta, er það? Ég meina, þetta er bara gervi, ha?" „Auðvitað er þetta ekta," svar- aði ég kæruleysislega. Donovan stóð upp og gekk til mín. Hann lagði höndina á vang- ann á mér og skríkti. „Svona," sagði ég höstuglega, „stilltu þig, gæðingur." „Ja, hérna," hljó Donovan. „Þetta er ekta." „Hvað er eiginlega að ykkur?" spurði ég. „Hafið þið aldrei séð al- skegg fyrr?" „Ert þú orðinn vitlaus?" spurði Augie, ennþá með galopinn munn- inn. „Of mikið sólskin," sagði Cliff dapurlega. „Hann hefur verið of mikið í sólinni í sumarfríinu sínu." Þá heyrði ég allt i einu hljóð bak við mig, sneri mér við — og horfði beint framan í Janine, sem kom út úr bvrgi sínu. „Hver skrattinn qenq- ur hér á?" hrópaði hann. „Maður gæti haldið , " Augu okkar mættust og hann hætti í miðri setningu. Hann teygði höfuðið fram eins og hani sem ætl- ar að gala, og glápti á mig forviða. Neðri kjálkinn datt niður, og hann gekk upp að mér með uppglennt augun. „Maddox?" sagði hann svo hik- andi. „Já, herra," svaraði ég hinn ró- legasti. „Maddox!" öskraði hann — nú vottaði ekki fyrir hiki í röddinni. „Já, herra." Hann beindi skjálfandi fingri að mér. „Hver þremillinn er þetta eig- inlega?" „Þetta heitir alskegg — herra." „Alskegg?" Hann virtist eiga ( erfiðleikum með að bera orðið fram. „Já, herra." „Og þú lézt þér vaxa alskegg?" „Vissulega, herra minn." Nefið á honum varð rautt. Mað- ur gat alltaf vitað hvenær Janine varð reiður. Fyrst varð nefið rautt, svo eyrun. „Ert þú að reyna að vera fyndinn, Maddox?" sagði hann svo með þunga. „Alls ekki," svaraði ég. Donovan hristist enn af hlátri. Janine hvessti augun á hann: „Haltu þér saman!" hrópaði hann svo. Donovan hélt sér saman! Janine sneri sér aftur að mér: „Hvað ertu að reyna að gera núna, Maddox?" „Ekkert, hr. Janine," svaraði ég sakleysislega. ..betta hér er umdæmisstöð, Maddox," sagði hann og hækkaði röddina. .J.öarenlustöð! Frt þú að reyna að aera arín að því?" „Grín, herra?" „Já, þú kemur hér inn með þetta — þennan bölvaða rytjung á andlitinu!" öskraði Janine. „Hvað meinar þú eiginlega með þessu?" „Ekkert," svaraði ég. „Mér datt bara í hug að láta mér vaxa skegg. Mig hefur alltaf langað til þess." „En þú ert í leynilögreglunni, Maddox! Löggur geta ekki vaðið um með skegg!" „Hvers vegna ekki?" spurði ég. „Það er bara ekki hægt! Það er aldrei gert!" „Þá er ég frumkvöðullinn að nýrri hefð," sagði ég og brosti framan í hann. Donovan flissaði. Andlitið á Janine varð purpura- blátt. „Snáfaðu inn í baðherbergið og skafðu þessa ómynd af, Mad- dox!" veinaði hann. „Heyrirðu það? Núna!" „Nei," sagði ég hljóðlega. „Hvað? Hvað sagðir þú?" „Nei, herra," endurtók ég. „Ég er að gefa þér skipun, Mad- dox!" „Pá er ég hræddur um að ég neyðist til að þverskallast við henni." Allt í einu varð allt hljótt í her- berginu. Ég gat heyrt i viftunni fyr- ir ofan spjaldskrána, þar sem hún mallaði hljóðlega. Allir virtust halda niðri í sér andanum. Andlitið á Janine var ekki meira en sentimeter frá andlitinu á mér. Við störðum hvor á annan, án þess *vo m'kið sem að denla auaa. há 'neri hann sér sk''ndilena við og stormaði inn í skrifstofu sína. Hann sk°llti hurðínni svo. að olerið skrölti í henni. Ég leit á Doug Sales. „Áttu meira kaffi, Doug?!' spurði ég. Þeir horfðu á mig eins og ég væri eitthvert furðudýr. Donovan flissaði stöðugt. Cliff Ostrow var aaour á svipinn — eins og veniu- leaa. Augie reis úr sæti sínu og kom til mín. „Pete," sagði hann, „viltu tala aðeins við mig?" „Auðvitað, Augie," svaraði ég. Hann var nánasti vinur minn á stöð- inni. Ég fylgdi honum út í horn herbergisins, og við stóðum við oluggann sem vissi út að garðinum hinum megin við götuna. „Sjáðu nú til, Pete," sagði Augie. „Hvað er það sem vakir fyrir þér?" „Ég veit ekki hvað þú átt við." „O, láttu ekki svona. Þú lézt þér vaxa þetta skegg til að svekkja Jan- ine — og þrættu ekki við mig." Ég lyfti hendinni í friðarskyni. ,.AIIt í lagi," sagði ég svo. „Þú hefur rétt fyrir þér. Það var ástæð- an til að byria með." „Og nú ert þú búinn að fá þitt," sagði Augie. „Farðu nú og rakaðu 16 VIICAN 35-tbI-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.