Vikan


Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 36

Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 36
140 lítra Kr. 12.792 — 155 — — 13.578 — 200 — — 18.451 — Kæliloki 225 lítra Kr. 21.403 — 275 — — 23.371 — 330 — — 33.945 — 400 — — 38.377 — 120 lítra Kr. 17.220 — 270 — — 26.990 — Frystir 210 lítra kælir + 170 lítra frystir Kr. 38.377 - IGNIS RAFIÐJAN HF. Vesturgötu ll-sími 19294 fastir fyrir ennþá. Árangur góðra lögreglustarfa byggist á aga, segja þeir. Án aga rynni öll löggæzla út í sandinn. En hafðu engar áhyggjur, sonur sæll, þeir eru byrjaðir að láta undan. Nú er það bara timaspurs- mál hvenær það verður." Orð hans hljómuðu sannfærandi. Ég óskaði þess innilega að ég væri jafn sannfærður. Seinni hluta þriðja dags gat ég ekki setið kyrr lengur. Þessi látlausa bið var farin að taka á taugarnar, og mér fannst ég þurfa að fara út og reyna að róa mig. Eins og flestir á ég mér tóm- stundagaman. Ég safna sakamála- tímaritum — aðallega frá því kring- um 1920—1930; skemmtilegt og lærdómsríkt. Það hafði liðið nokkuð langur tími síðan ég hafði getað sinnt þessu áhugamáli mínu, svo að mér fannst vera upplagt að fást við það nú. Á horni 28. götu var fornbóka- verzlun sem fáir vissu um, og þar var alltaf hægt að fá fágætar bæk- ur. Ég fór þangað og grúskaði f um það bil eina klukkustund. Ég hafði nokkur hefti og blöð, sem ég átti ekki fyrir, upp úr krafsinu og kvaddi því bóksalann ánægður. Hinum megin við götuna var Iftil kaffistofa, nærri tóm. Ég fór þar inn og gluggaði í blöðin yfir bolla af riúkandi kaffi. Mér varð á að líta upp um leið og ég pantaði aftur í bollann, og þá sá ég hann, þar sem hann gekk skáhallt yfir götuna. Hann var með dökk gleraugu, í svartri rúllukraga- peysu og hafði skipt um hár- greiðslu, en ég þekkti hann undir eins. Þetta var Windy South: eftir- lýstur morðingi. Hann stanzaði á gangstéttinni fyr- ir utan kaffistofuna og leit allt f kringum sig. Svo leit hann inn um gluggann á kaffistofunni og beint á mig. Ég stirðnaði en reyndi að láta ekki á neinu bera. Þegar ég var óbreyttur lögreglu- þjónn á East Side fyrir fjórum ár- um, hafði ég eitt sinn náð Windy South, þar sem ég stóð hann að innbroti í skartgripaverzlun. Það var fyrsta stóra handtakan mfn, og hafði átt stóran hlut í að hækka mig í tign; upp í það að vera leynilög- reglumaður. Skollinn, hugsaði ég. Ef hann þekkir mig , . En hann þekkti mig ekki. Skegg- ið hafði greinilega leikið á hann. Hann kom inn, settist við afgreiðslu- borðið og bað um innpakkaða brauðsneið. Hann leit út fyrir að vera óstyrkur — sem mig undraði ekki. Hann hafði nýlega drepið mann, þar sem hann framdi banka- rán í nágrannaborg — og nú voru fjögur sambandsfylki á hælunum á honum. Síðustu fréttir af honum kváðu hann á leið til Mexico — í þveröfuaa átt. Ég brosti. Hugmynd var að fæð- ast í kollinum á mór. Ég beið þar til Windy South hafði borgað fyrir samlokuna sína og farið út. Þá borg- aði ég fyrir kaffið og fylgdist með honum út um gluggann í smástund. Hann gekk aftur yfir götuna og hélt í vesturátt, og ég á eftir, hin- um megin við á götunni. Það var ekki löng eftirfðr. Um það bil hálf- um kílómeter neðar fór hann inn í þriðja flokks hótel, Kanslarann, á 28. vesturgötu. Ég stóð í dyrum matvöruverzlun- ar gegnt hótelinu, og (hugaði hvað ég skyldi gera næst. Ég óskaði að ég hefði byssuna mína, þar sem ég vissi, að Windy South var vel vopn- aður. Skilti sem hékk fyrir ofan dyrnar á verzlun aðeins ofar í götunni kom mér á sporið. Nú vissi ég hvað ég ætlaði að gera. Ég fór f verzlunina, keypti smá- hlut og gekk síðan yfir til Kansl- arahótelsins. Afqreiðslumaðurinn var horaður, fölur náungi, með nef sem var álíka stórt og litli fingur- inn á mér. ,,'Ég er lögreoluforingi," sagði ég. „Maðurinn með sólgleraugun sem var að koma inn: númer hvað er herberaið hans? Svona, fliótur!" Hann leit roluleaa á mia og fliss- aði: ..Löqga? Með skeaa?" ,.Fkki revna að vera fvndinn," saaði éa. Svo tók éq snöqglega í hálsmá|ið á skv'rtunni hans. „Her- beraisnúmerið!" „Allt í laqi, allt í laai, vertu ró- legur. Númer fjögur, önnur hæð." Ég sleppti honum. „Og láttu sím- ann vera." Hann kinkaði kolli. Svo glotti hann: „Lögga með skegg, ha?" Ég gekk upp stigann, upp á aðra hæð og fann herbergi fjögur. Ég stakk hendinni f vasann og bankaði lauslega. Það var örlítil þögn, en svo heyrðist innantóm rödd Windy's South: „Hver er það?" „Viðgerðarmaður," sagði ég. „Ég á að gera við innstungu hér." „Innstungu? Það er ekkert að innstungunni hér." „Jú, herra minn," sagði ég. — „Herbergisþernan tók eftir því f morgun, að Ijósið var eitthvað ekki f lagi, þegar hún tók til hér." Hann hikaði augnablik, en sagði svo: „Allt f lagi, bíddu aðeins." Ég beið, með öndina f hálsinum. Dyrnar opnuðust örlítið, og andlit Windy's kom f liós í rifunni. „Heyrðu! Þú ert ekki „Alveg rétt," sagði ég, „ég er ekki " Ég lagðist með öllum mínum þunaa á hurðina og hann hrökklaðist inn í herbergið. Rúmið varð til bess að fella hann; hann rakst í það oq settist harkalega nið- ur. Þá bvriaði hann að reyn að komast í náttborðið. „Rólegur, Windy!" hrópaði ég og tók hægri höndina úr vasanum. — Bvssan var lítil og grá f lófa mín- um. 36 VTKAN 35-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.