Vikan - 06.10.1983, Blaðsíða 15
eins taklega notalegt andrúmsloft. Allt s\/o hljoðlegt, afslappað - og hreintí
Plorgunhúpurinn for og skoðaði "Forum des Halles" sem er geysilega stor verslunarmiðstöð neðanjarðar en þar
var áður einn af Parísarmörkuðunúm "Les Halles".
V/ið hittumst síðan allar á torginu góða en þá höfðu þær Solveig Halldórsdottir og Maddý Skagfjörð bæst
í hópinn.
Nú átti að koma kerlin^unum á flot á Signu um kvöldið en fyrst var fundinn matsölustaðurinn "Balzar" og
ákveðið að stíla upp á siðustu bátsferðina klukkan 10:30 frá Pont Neuf, sem er ein af mörgum Signubrúm.
Strax var gefin fyrirskipun.um að enginn mætti panta ser' fleiri en einn rltt því tíminn leið. Það er nefni-
lega oft þannig að göngutúrar eftir kortum verða ívið lengri þegar maður gengur leiðina heldur en þegar
maður skoðar. hana á kortinuí
Þetta kvöld varð einn af hápunktum ferðarinnar. Guðrún "foringi" Oónsdóttir ákvað að panta slr grísatær
og við Edda vildum ekki vera síðri og ákváðum endilega að borða þennan þjóðarrltt Frakka. \lið þessa ákvörð-
un eina hljóp í okkur slíkur fiðringur og fíflaskapur að varla verður með orðum lýst. Því meira sem við
sprelluðum með grísatærnar varð foringinn einbeittari í að halda uppi reisn rlttarins og var búinn að setja
sig í þjóðlegar stellingar og minntist þeirra daga í bernsku þegar hún borðaði sviðnar kindalappir og sjálf-
sagt tær líka. á meðan hugleiddum við hvort grísatærnar væru bornar fram í krepsokk eða flókaskóm við mikil
hlátrasköll allra nema foringjans að sjálfsögðu. NÚ var okkur farið að liggja verulega á til að ná báts-
ferðinni og því var rekið á eftir konunum að klára af diskunum. Guðrún foringi heldur því enn fram að þessi
máltíð hafi verið besti maturinn í ferðinni, en við Edda höfum okkar skoðanir á því, sem Ig vil helst
\lið vorum ekki búnar að kyngja síðasta munnbitanum
þegar við báðum um reikninginn. Þjónarnir litu okkur
hálf illu auga.' Þetta vjdtu nú meiri túristarnir.
Pöntuðu engan forrltt og ekki heldur eftirrlttT
Nú hefst kafli í frásögninni sem heitir:
"A hlaupum um París - Nous sommes tourists imbeceiles"
(Við erum vitlausir túristarí) En það var þegar við
byrjuðum að ganga rösklega, sem reyndist ekki nóg, og
þá var tekið til við að hlaupa eftir Signubökkum.
Klukkan var að verða hálf ellefu og ekki að sjá neina
upplýsta báta. Þá var hlaupið enn hraðar og Ig tók að
mlr að hlaupa á undan, ætlaði að fá skipstjórann til
að bíða eftir kellunum.
Úg hljóp undir eina Signubrúna en varð hálf skelkuð
þegar Ig var komin innan um pappakassana sem utangarðs-
menn Parísarborgar hreiðra um sig í og Ig var greini-
lega að raska svefnró þeirra^ Þá sneri Ig við en þá höfðu
hinar uppgötvað að báturinn fór frá hinum bakkanumýí
Þá var breytt um stefnu oq hlaupið yfir brúna. Oq________
Inga sem ætlaði að vera drottning kvöldsins I bleika
shiffondressinuí Það fór nú mestur glæsileikinn af
okkur hlaupandi þarna eftir bökkunum og hálf bumbult
ekki muna lengur.
G-d-é-A
af matnum. Inga var nærri búin að æla sniglunum og
grísatærnar á fleygiferð í maganum á okkur þremurí En
þegar að bátnum var komið var aukaferð klukkan ellefu
þstta kvöldið—crg—om—btrrð—fórum við móðar—og— másend-i-i-
V/ið fengum reyndar stök sæti eftir ganginum miðjum við
hliðina á kærustupörum og báturinn var gamall prammi,
óupplýstur með hörðum trlbekkjum. NÚ og við sáum reynd-
ar ekkert upp fyrir Signubakka þar sem báturinn var
svo lágur og myrkrið skollið áT En sem betur fór höfð-
um við slð allar þessar byggingar áður í björtu þannig
að það kom ekki að sök.
Leiðsögumennirnir voru fram í og töluðu til skiptis
í hljóðnema á frönsku og ensku en þýskan var spiluð
af segulbandi sem bilaði á miðri leið þannig að lýs-
ingin átti alls ekki við þær byggingar sem við sigldum
framhjá. Þanni^ að við reyndum bara að hafa ofan af
fyrir okkur sjalfar þennan klukkutíma sem siglingin
tók og tókst bærilega. V/ið hittumst síðan allar á
torginu góða og skemmtum okkur konunglega við að segja
frá hlaupaferðinni. Stungið var upp á við undirrit-
aða að hún tæki að slr fararstjórn til Parísar :"A
hlaupum um París með Helgu" og þyrfti ferðin ekki að
taka nema eina helgi^
En á flot fóru kerlingarnar eins og ráð hafði verið fyrir gert þó aðdragandinn og bátsferðin sjálf hafi
verið dálítið öðru visi en upphaflega var ætlað. ^ f
10.07.: Snemma þennan morgun fór Heba Oúl. heim til Islands. Hóparnir foru^að skoða Pompidousafnið a hefð-
bundinn hátt, morgunhópurinn fyrri part dags og við hinar seinni partinn. Þetta safn er geysilega skemmtilegt
og allt iðandi af lífi. A stóru torgi fyrir framan var mikið um^að vera, hópar að^syngja og klappa, leik-
sýningar, uppákomur, spákonur, skopteiknarar, eldgleypar og fakírar og svo ^við túristakfirlingarnar.
Þær hugrökkustu fóru í rennistiga utan á byggingunni efst upp og nutu utsynisins en nokkrar lltu þriðju
hæð nægja. Svona á eftirmiðdegi nær maður hvort eð er ekki að skoða nema brot af þvi sem safnið hefur upp a
að bjóða en flestar skoðuðum við nútímalistasafnið á þriðju hæðinni.
Þennan dag var geysilegur hiti og var fljótlega leitað í skugga á nærliggjandi götukaffihúsi. Þessi árstími
er ekki heppilegur til að skoða söfn, það er allt of heitt. Um kvöldið borðuðum við á fínu veitingahúsi
"Beaubourgeois" í götu nærri hótelinu. Eigandi staðarins reyndist vera Jean Pierre Cassel, frægur leikari
sem við þekktum af auglýsingaspjöldum, en hann var ekki að leika þetta kvöldið heldur að uppvarta okkur og
tókst það óaðfinnanlega.
Tilefni kvöldsins var að kveðja Ingu Bjarnason, en hún var að fara morguninn eftir til ítalíu til að hitta
sinn heittelskaða. Við gátum nú ekki skilið hvernig hún gat rifið sig frá okkur, skemmtilegu konunum, en
þau eru nýgiftT Það er sennilega skýringin. ^ _
Norgunhópurinn bættist svo við eftir borðhaldið og við ræddum trúmál og heimspeki fram eftir nottu.
11.07.: Þennan morgun kom Eva "frænka" úr sinni miklu pílagrímsferð frá Lourdes. Eftir henni var bö'ðið með
fara á St Quen markaðinn, stærsta og frægasta flóamarkaðinn í París. Þar var alveg ofsalega skemmtilegt
40. tbl. Vikan 15