Vikan


Vikan - 06.10.1983, Blaðsíða 62

Vikan - 06.10.1983, Blaðsíða 62
POSTIRIW Blæðingar og litað hár Kœri Póstur! Ég hef ekki skrifad þér ádur og vona ad þú svarir mér. Ég er 15 ára og fgrir viku gerdi ég það med strák. Við notuðum engar getnaðarvarnir en ekki samt fara að halda rœðu um það að fólk sem ekki œtlar að eignast börn eigi að nota varnir því að ég veit það. Þetta gerðist eiginlega óvart. Ég œtlaði alls ekki að hleypa honum upp á mig án þess að nota smokk en þetta gerðist bara svo snöggt. Það blœddi heilmikið úr kynfœr- um mínum þrátt fyrir að ég hafi oft gert það áður. Það blœddi í um það bil einn og hálfan dag, svo búið. Getur verið að ég sé ólétt? Þetta sama gerðist hjá vinkonu minni og hún varð ólétt, það er þess vegna sem ég er svo hrœdd um það. Ég cetla að bíða í nokkrar vikur og gá hvort ég fer á túr en ef ég geri það ekki œtla ég til lœknis. Get ég þá farið til heimilislœknis eða þarf að fara með þungunarpróf á mœðradeildina ? Jœja, þá held ég að ég hœtti að skrifa um þetta og snúi mér að öðru. Er hœgt að láta lita hársrótina? Ég meina, ég er með dökkskol- litað hár en langar að hafa það svart og lita það alltaf, en það er svo dýrt og svo mikið vesen. Er hœgt að lita rótina svarta þannig að það vaxibarasvarthár? Getur Pósturinn sagt mér hvar hœgt er að kaupa pönk- ilmvatn eða hvað það nú heitir? Þá er best að hœtta enda komið alveg nóg. Ég lœt ykkur um að leiðrétta stafsetningarvillurnar. Vik- an er mjög gott blað og Pósturinn auðvitað bestur. Kcer kveðja, Binna. P.S. Ef kona lœtur eyða fóstri getur þá verið hœtta á að hún geti ekki eignast börn seinna ? Það þarf alls ekki að þýða það að þú sért ólétt þótt hafi blætt hjá þér í einn og hálfan dag og sennilegt að það standi í engu sam- bandi við það. Þú segir að þú hafir oft gert það áður, en blæddi þá ekkert í fyrsta skipti? Það er hugsanlegt að meyjarhaftið hafi ekki rifnað alveg fyrr en nú en einnig að svo hafi viljað til að þú hafir byrjað á túr þótt það stemmi ef til vill ekki miðað við tímann. Blæðing- ar ungra stúlkna eru oft mjög óreglulegar og auka- blæðingar geta átt sér stað. Pósturinn getur ekki annað ráðlagt þér en að bíða eins og þú segir og sjá hvort þú ferð á túr innan skamms. Ef það gerist ekki skaltu fara með þvagprUfu, ann- aðhvort til heimilislæknis, á Heilsuverndarstöðina (mæöradeild) eða í apótek. Athugaðu þó að í það minnsta tvær vikur þurfa að líða frá því blæðingar áttu að hefjast til þess að niðurstaða þvagprufunnar sé marktæk. Pósturinn getur samt ekki stillt sig um að minna á getnaðarvarnirnar. Hvernig sem allt fer er þessi óvissa skelfilegur tími fyrir unga stúlku. Láttu þér þetta að kenningu verða og sýndu þá skynsemi sem stúlka á þínum aldri á að gera. Aldrei samfarir án getnaðarvarna. Varðandi hársrótina verður Pósturinn að hryggja þig með því að háraliturinn ræðst að innan og því verður allt hár sem vex alltaf með sínum náttúrlega lit, jafnvel þótt þú litir hársrótina svarta. En ef þú lætur lita hárið svart geturðu haldið litnum með því að lita það jafn- harðan og það vex. Pósturinn hefur ekki grænan grun um hvað pönkilmvatn er. Kannski lesendur geti uppfrætt hann og svarað þessari spurningu þinni? Sendið þá línu. Ef fóstureyðing er fram- kvæmd á sjúkrahúsi af sér- hæfðu fólki og fyrir 12. viku meðgöngu er lítil hætta á alvarlegum eftirköstum, svo sem ófrjósemi. Hættan eykst eftir því sem lengra er liðið á meðgöngu. Það var algengt hér áður fyrr að konur fengu fram- kvæmdar ólöglegar fóstur- eyðingar við ófullnægjandi aðstæður og þær höfðu oft í för með sér hræðilegar afleiöingar, svo sem ófrjó- semi. Því er gott til þess að vita að konur sem nauðsynlega þurfa á að halda geti fengið fóstureyð- ingu á opinberum sjúkra- stofnunum. Fóstureyðing er og verður þó alltaf erfið og ömurleg aðgerð sem enginn leikur sér að. Áskrift að Vikunni Kœra Vika! Ég þakka gott blað. Mér finnst gott efni í Vikunni en mig langar að spyrja nokk- urra spurninga. 1. Hvað kostar að vera áskrifandi að Vikunni? 2. Fœr maður fleiri en eitt blað á mánuði? 3. Geturðu gefið mér heimilis- fang á einu ensku blaði eða tímariti? BBÚeða 1460—8575 I áskrift kostar Vikan þegar þetta er ritað 250 kr. á mánuði eða 700 fyrir 13 blöð ársfjórðungslega. Þar sem Vikan kemur út einu sinni í viku verða það um 4—5 blöð í mánuði eftir því hvernig stendur á dagatal- inu. Ef þú ert að spá í penna- vini hefur Pósturinn stundum gefið upp heimilisfang breska poppblaðsins Smash Hits. RSVP, Smash Hits 52/55 Carnaby Street London WIVÍPF England Til þess að fá nafnið sitt birt í pennavinadálki blaðs- ins er rétt að senda inn línu með nafni, heimilisfangi, símanúmeri, aldri, áhuga- málum og uppáhaldshljóm- sveitum eða tónlistarmönn- um í poppinu. Spurningaflóð Halló Póstur. Ég hef skrifað þér áður og fékk svo gott svar að ég ákvað að reyna aftur. Síðastliðið mánudagskvöld, er ég var að hlusta á Lög unga fólksins, heyrði ég lag sem mér fannst mjög fallegt og vildi gjarnan fá upplýsingar um. Flytjendur voru Sergio Mendes og ég held að lagið heiti Fm Never 62 Vikan 40. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.