Vikan


Vikan - 06.10.1983, Blaðsíða 21

Vikan - 06.10.1983, Blaðsíða 21
skeggjar til að forvitnast um þessa dansglöðu aökomumenn. Eiginkona rútubílstjórans var með í ferðinni. Á heimleiöinni var stansað í fallegu skógarrjóðri. Konan var meö prímus meö sér og hitaði hún súkkulaði og bar fram bakkelsi. Feröin tók mestallan daginn og kostaði 10 krónur plús ein króna fyrir hressinguna, sam- tals 11 krónur. En nú er ég kominn að þeim þætti sem í raun er tilefni þessar- ar frásagnar. Einn daginn fórum við þrír ungir hásetar til Fanö. Þannig var að eitt kvöldið fórum viö á Bonbonnieren. Þar gaf ég mig á tal viö fullorðinn mann sem reyndist vera rithöfundur. Hann kvaðst dvelja í sumarhúsi á Fanö. Hann virtist ánægöur með að hitta Islending og ekki minnst var hann ánægður með að hitta sveitunga Halldórs Laxness, nóbelshöfundar okkar Islendinga. Bauö þessi full- orðni maður okkur að heimsækja sig til Fanö daginn eftir. Þetta gerðum við. Við tókum daginn nokkuð snemma og fórum um borö í Fanö-ferjuna. Ekki höfðum við séð slíkt skip áður og þótti ferjan sérkennileg. Ekki var hægt að tala um fram- eða aftur- enda á skipinu því að báðir endar gegndu tvenns konar hlutverki, eins og endarnir á ferjunni gera enn í dag. Á ferjunni, sem við fórum með á þessum löngu liðna degi, var aðeins eitt stýrishús en það voru tvö stýri í stýrishúsinu og þurfti stjórnandinn að snúa sér að því stýrinu sem fram sneri í það og það skiptið. Viö vorum í góðu yfirlæti hjá danska rithöfundinum þennan dag, fórum í sjóinn á milli þess sem viö hresstum okkur á bjór. Sumarhúsiö, sem rithöfundurinn bjó í, stóð í nágrenni viö Fanö-bad en ekki hef ég getað fundiö það og ekki man ég nafnið á rithöfundin- um sem var gestgjafi okkar þennan dag, því miður. Satt að segja datt mér ekki í hug að ég ætti eftir að koma til Fanö aftur. En núna, 27 árum seinna, er ég kominn til þessarar indælu eyjar til aö dvelja þar sumar- langt. Ég bý í einu af gömlu húsunum í Sönderho. Það er byggt árið 1798, hlaðið úr rauðum múrsteini, hefur hátt ris og þykkt stráþak. I Sönderho hef ég aðstöðu til að vinna að málverkum í sumar en hef ekki getað stillt mig um að teikna mótíf frá eyjunni. Saga Fanö er heillandi, ekki síst saga Sönderho, sem ég hef fengið aö kynnast að nokkru leyti. Með þessum línum fylgja nokkr- ar teikningar af mótífum eyjarinnar. Einhvers staöar las ég þessi orö: „eitt sinn Fanö, alltaf Fanö”. Ætli ég endi ekki þessi skrif með því að taka undir þessi orö. Ragnar Lár. Fanö Álaveiðimaður frá Fanö. Götumynd frá Nordby. Langt er nú síðan konur gengu hversdags í þjöðbúningi sínum, sem kallast Fanödragt. Það er ekki nema á hátíðum og tyllidögum sem þær klæðast honum. Inn á götumyndina hefur verið teiknuð kona i hversdagsbúningi þeim sem fyrrum tíðkaðist. 40. tbl. Víkan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.