Vikan


Vikan - 06.10.1983, Blaðsíða 20

Vikan - 06.10.1983, Blaðsíða 20
Sönderho heitir minna þorpið á Fanö. Þar hafa fasta búsetu um 300 manns en á sumrin fjölgar íbú- unum mjög þar sem mörg hinna gömlu húsa eru notuð sem sumar- bústaðir. Flest eru húsin hlaðin úr múrsteini og eru með háu risi og stráþaki. Á dögum seglskipanna var Sönderho bústaður sjómanna sem stunduðu siglingar fyrir hinar ýmsu þjóðir og voru þekktir um allan heim fyrir ágæti sitt og hæfni. sem við dældum yfir það til kælingar. Við yngri mennirnir hlustuðum á eldri og lífsreyndari skipsfélaga okkar segja frá dásemdum skemmtanalífsins í Esbjerg. Ölstofan, sem þeir nefndu oftast, hét Peder Friis og var tilhlökkun okkar mikil aö kynnast þeim stað. Einnig nefndu þeir skemmtistaöina Borgaarden og Bonbonnieren. Loks rann sú stóra stund upp að togarinn Pétur Halldórsson lagðist að löndunarbryggjunni. Á hafnarbakkanum stóðu járn- brautarvagnar en í þá skyldi salt- fiskinum landað og síöan lá leiö vagnanna til ítalíu meö fiskinn. Þrjú tjaldskýli höföu verið reist á hafnarbakkanum og nú tóku danskir verkamenn við að landa saltfiskinum. Þeir notuðu litla spilmótora til aö hífa fiskinn upp úr lestinni á litlum brettum. Á bakkanum var saltiö hrist af fiskinum og síðan fór hann á vigt- ina. Stráö var á fiskinn léttara salti, líkustu glimmer þeim sem notaður er á jólatré, en síðan var saumað utan um skammtinn og pakkanum hent inn í lestarvagn. Við hásetarnir stóöum vaktir, einn í hverju tjaldi, og töldum pakkana sem fóru inn í vagnana. Ennfremur var fulltrúi frá kaupendum við talninguna. Löndunarmennirnir kunnu hand- tökin við löndunina og voru ótrú- lega fljótir að afgreiða hvern pakka en þeir urðu ansi margir áður en lauk þar sem 320 tonn af saltfiski voru í togaranum. Einn daginn tók skipshöfnin rútubíl á leigu. Ekið var til Ribe og bærinn skoðaður. Við yngri mennirnir gengum upp í turninn á dómkirkjunni og virtum fyrir okkur útsýniö. Mikið var nú lands- lagið ólíkt því sem við áttum að venjast heima á íslandi. Ég man að við sáum sirkus tilsýndar, tjaldiö og vagnana í kring. Frá Ribe var ekið til Römö og rakleiðis til veitingastaðarins í þorpinu. Salurinn var nokkuð rúmgóður og slógum við upp balli þarna um miðjan dag. Einn skips- félaganna var með harmóníkuna með sér og annar með gítar. Þessi hljómsveit nægöi okkur og vel það. Þessi miðdagsdansleikur vakti nokkra athygli þarna á eyjunni og komu nokkrir eyjar- Lítil stúlka í Fanöþjóðbúningi. Búningur telpnanna breytist þeg- ar þær ná fermingaraldrinum. 20 Vikan 40. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.