Vikan - 06.10.1983, Blaðsíða 57
— Geturðu nefnt mér fjögur
dýr sem lifa íAfríku, Stina?
— Já, Ijón, fíl og — tvo
gíraffa.
Kennarinn er alveg að gefast
upp á Pálínu og endar með því
að segja: — Annað hvort okkar
erfífl!
Daginn eftir kemur Pálína
með lítinn hvítan miða og réttir
kennaranum.
— Vottorð frá skólalæknin-
um um að ég sé ekki fífl.
— Veistu hvaö, mamma?
Teiknikennarinn sagði okkur i
dag að við skyldum teikna eitt-
hvað alveg öfugt við það venju-
lega, til dœmis stiga að klifra
upp mann eða kanarífugl með
gamla konu í búri.
— Hvað teiknaðirþú?
— Belju að mjólka konu.
— Já, sagði faðirinn stoltur
við systur sína. — Heldurðu að
hún Sigga sé ekki að læra bæði
dönsku, ensku og algebru.
Heilsaðu nú henni Rúnu á
algebru, Sigga mín.
hvað móðurmjólkin hefði fram
yfir kúamjólk sem fæði handa
ungbörnum. Eitt svarið
hljóðaðisvo:
— Hún er ódýrarí. Súrnar
síður á sumrin. Kötturinn
getur ekki stolið henni.
Kennarinn var að kenna
sagnbeygingar:
— Hlustið nú vel. Hann fer
ekki. Hún fer ekki. Þau fara
ekki. Jens, getur þú bœtt
einhverju við?
— Nei, ég held að það sé
tilgangslaust að reyna að koma
þeim af stað.
Þegar kennslufulltrúi
menntamálaráðuneytisins í
Noregi kom í norðaustlægustu
byggðir landsins varð hann var
við að krakkarnir í einum
bekknum voru mjög NATO-
sinnaðir.
— Hafa hér verið haldnir
einhverjir pólitískir fyrirlestr-
ar? spurði hann kennarann.
— Nei, ég sýndi þeim bara
rússneska stafrófið!
Kennarinn var að segja
börnunum grátklökka sögu um
litla lambið sem hljóp burtu frá
mömmu sinni og minkurinn
drap.
— Þarna sjáið þið, börnin
mín góð. Ef litla lambið hefði
verið kyrrt hjá mömmu sinni
hefði minkurinn ekki étið það.
— Einmitt, heyrðist af aft-
asta borði, þá hefðum við étið
það.
Það var í heilsufræðitíma að
nemendur áttu að telja upp
Það var próf í fyrsta bekk og
kennarinn spurði Pétur:
— Ef pabbi þinn gefur þér
tvœr kanínur og afi þinn gefur
þér tvœr kanínur, hvað áttu þá
margar kanínur?
— Fimm.
— Nei, athugaðu þetta aftur.
Pabbi þinn gefur þér tvcer, einn
tveir, og afi þinn tvcer, einn,
tveir! Hvað áttu þá margar?
— Fimm.
— Afhverju segirðu það ?
— Ég á eina, pabbi gefur
mér....
u
3'2^ Leiðinlegt að sjónvarpið virker ekki hjá þár,
læknir. Taktu bara tvær asperín og hríngdu i
mig i fyrramálið.
Ég óska eftir aö fá sendan kays pöntunarlistann
í póstkröfu á kr. 98.- (að viðbættu póstburöargjaldi).
Nafn
Heimili
Staður
40. tbl. Vikan 57