Vikan


Vikan - 06.10.1983, Blaðsíða 39

Vikan - 06.10.1983, Blaðsíða 39
Þýðandi: Anna Kötturinn sem talaði inu eins og þykk ábreiða. Gegn- um nærri glórulausa þokuna kom Booth auga á hund og kött. — Góðan daginn, Booth, sagði kötturinn, þetta er nú meiri þokan! — Hjá, það segið þér. . . þú sannarlega satt, tautaði Booth og beygði sig niður að kettinum og tók hann upp. Það var augljóst að engar leiðslur eða tengingar lágu að honum. En það var hægt að hugsa sér að eigandinn hefði komið einhverjum fjarskipta- búnaði fyrir í honum. Feldurinn var heill og óskertur og illa hægt að hugsa sér hvar sá búnaður ætti að vera. Hann lagði köttinn frá sér og leit ráðþrota á hann. — Gleymdu nú ekki lestinni þinni, Booth, sagði kötturinn og Booth stóð snöggt upp. Hann var gjörsamlega ófær um að hafa hugann við vinnuna í ráðuneyt- inu allan þennan dag. — Craycombe, sagði hann við einkaritarann sinn, átt þú ekki einmitt páfagauk heima hjá þér? Getur hann talað? — Jú, takk, sagði hún, maðurinn minn er nú að verða búinn að kenna honum öll þau blótsyrði og allt það rugl sem hann hefur hugmyndaflug til. — Og hvað með köttinn ykk- ar? Ekki getur hann talað? — Nei, og ég veit nú ekki hvað þú ert eiginlega að gefa í skyn, Booth! Ef hann gæti það myndi ég víst ekki vera að streða hér. Hann væri áreiðanlega þyngdar sinnar virði í gulli ef hann gæti það! Morguninn eftir var kötturinn ekki á sínum stað. Það var bara hundurinn sem sat á tröppunum hjáRicozetto. — Góðan daginn, sagði Booth og kinkaði kolli til hunds- ins. — Voff, sagði hundurinn heimskulega og afskaplega bjálfalega. — Það er nú sannarlega gott blessað veðrið í dag, hélt Booth áfram. — Voff, sagði hundurinn og sleikti höndina á Booth þegar hann beygði sig niður til að klappa honum. í þann mund kom kötturinn hlaupandi. Hann nuddaði sér vingjarnlega upp að leggnum á Booth. — Góðan daginn, Booth, sagði hann. — Góðan daginn, litli vinur, sagði Booth. Það er sannarlega fína veðrið í dag, finnst þér ekki? — Dásamlegt! sagði köttur- inn. Þá tók Booth ákvörðun. Hann gekk eftir gangstéttinni að framdyrunum á húsinu hans Ricozetto og barði að dyrum með dyrahamrinum. Ricozetto kom til dyra. — Afsakið, sagði Booth og kynnti sig. Mig langar að ganga hreint til verks. Viltu selja kött- inn þinn? — Nei, hann er ekki til sölu. — Ekki heldur fyrir 100 pund? — Mér þykir fyrir því en kött- urinn er ekki til sölu. Booth fór upp í 200 pund og þá sló Ricozetto til. Þegar hann var búinn að telja peningana leit hann á Booth. — Viltu kaupa hundinn líka? spurði hann. Booth hristi höfuð- ið, lyfti kettinum upp og fór með hann heim. Hann setti hann frá sér á gólfið. — Ertu svangur? spurði hann og beið spenntur eftir svari. — Mjá, sagði kötturinn. — Fínt veður 1 dag, finnst þér ekki? sagði Booth. — Mjá, sagði kötturinn. Og það fóru að renna tvær grímur á Booth. Hann tók köttinn upp og hristi hann ærlega. Svo lagði hann kisa greyið frá sér á ný. — Talaðu, sagði hann skip- andi! — Mjá! sagði kötturinn. Hann reyndi allan daginn að toga orð upp úr kettinum og langt fram á nótt, án árangurs. Snemma næsta morgun fór hann yfír til Ricozetto til að eiga við hann orð. Hundurinn sat 1 garðinum við hliðið með nýjan kött sérviðhlið. — Góðan daginn, Hender- son, heilsaði nýi kötturinn ein- um af íbúum hverfísins í þann mund er Booth bar að. Booth flýtti sér inn fyrir garðshliðið. Hann barði að dyrum hjá Ricoz- etto. Ricozetto kom út. — Kötturinn þinn vill ekkert við mig tala, sagði Booth æstur. — Þú hefur prettað mig um 200 pund. Kötturinn þinn getur ekk- ert talað. — Auðvitað ekki, sagði Ricozetto og brosti út í annað. Kettir geta ekki talað. Ég seldi þér köttinn ekki sem talandi kött. Ég seldi þér bara kött, það er allt og sumt! — Já. . . en, já. . . en ég hef heyrt með mínum eigin eyrum að þessi köttur sagði: ,,Góðan daginn, Booth”! og ,,Það er nú meiri þokan, Booth!” sagði Booth 1 öngum sínum. — Nei, þú hefur ekki heyrt hann segja eitt aukatekið orð, sagði Ricozetto. — Það er hund- urinn sem er búktalari! fÖKUKENNSLA Kenni á Mazda 626 árg. '82. Sími 37030. > 40. tbl. Vlkan 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.