Vikan


Vikan - 06.10.1983, Blaðsíða 17

Vikan - 06.10.1983, Blaðsíða 17
□g þar inn af voru klefar- þar sem hægt úar að fá nudd. Inn af sundlauginni uar stort herbergi með glerhurð í stórum gleruegg. Þar inni var stórt hringborð og tréstólar í kring. Þar sátu konur í góðu yfirlæti með hina ýmsu maska og leir á öllum likamanum. Okkur brá dálítið fyrst, héldum að konurnar væru með svona hræðilega húðsjukdóma en suo saum við þær seinna skola þetta af sér í sturtunum. 1 þessu herbergi uar sauna. Inn af því uoru alls kyns uistaruerur, meðal annars bekkir þar sem konur uoru nuddaðar með sérstökum hönskum, enn heitari saunastofa, venjulegar sturtur og suo uar þar mjög torkennileg mentholsturta. Ör henni kom ískalt vatn en um leið og þú tókst andköf uið kalda sturtuna spýttist með vatninu menthol þannig að þú andaðir því að þér um leið. Þegar uið uorum búnar að uandra þarna úr einni lystisemdinni yfir í aðra og synda naktar í lauginni þess á milli, hafði foringinn uppgötuað herbergi inn af mentholsturtunni. I\lú uar farið þangað inn en herbergið leynd- ist vel þuí allt uar fullt af hv/ítri mentholgufu. Það uar ótrúlegt að prófa það, því Þar inni varð maður að tileinka sér sérstaka öndun, mjög hæga og djúpa, þv/í annars sveið mann í nefgöngin og hálsinn. Naður hafði á tilfinningunni að maður hreinsaðist allur að innan (gott fyrir pípukerlingarí). Þegar búið uar að hv/íla sig á bekkjunum uar haldið a efri hæðina. Þar uar hægt að panta sér drykki og veitingar. Ekki uar að tala um að við fengjum að bera sjálfar drykkina, heldur settumst við í djúpa stóla og okkur voru síðan bornar veitingarnar. Það var ótrúleg vellíðan að sitja þarna og dreypa á bjórT Þarna var hægt að fá hár-, fót- og hand- snyrtingu til að fullkomna heimsóknina. Þarna inni ríkti alveg ótrúleg stemmning.Allar konurnar sem þarna unnu voru svo elskulegar og brosandi og allir gestirnir svo hljóðlátir, lásu eða töluðu saman í hálfum hljóðum. f_g ráðlegg öllum sem fara til Parísar að koma sér í svona bað'ferð. Yfirleitt er um kvenna- og karlatíma að ræða. Hér er heimilisfangið á þessu tyrkneska baði sem við heimsóttum og þar er opið til klukkan tíu é kvöldin: Hammam Saint-Paul 4 rue des Posiers 75004 París. Svona tandurhreinar var við hæfi að fara á kín- verskan veitingastað og þegar því borðhaldi lauk voru allir Parísarbúar komnir út á götur og torg að dansa. Aðfaranótt: þjóðhátíðardagsins er ein aðal skemmtunin í París. Þá var búið að setja borð og stóla út á götur og allavega hljóm- sveitir spiluðu fyrir dansi, glaðlega músík. Þetta var ótrúleg stemmning.Ungir jafnt sem aldnir dansandi saman. Nokkrar okkar voguðu sér út að République-torginu en forðuðu sér þaðan fljótt því svo mikið var um sprengingar og læti. A qötunum var svo dansað framundir morqun. upp um alla gosbrunna og var storkostlegt að sja þel- dökkar ungar mæður dansandi með sofandi smábörnin í fanginu klukkan fjögur um nóttinaT Þessa nótt /’iAÆtz'/qé'uunu '> P/t£>'s. var farið seint að sofa og óþarfi að tilgreina það nánar í smáatriðum. 14.07.: Þjóðhátíðardagurinn, síðasti dagurinn ■i Pa-r-i-6-,—Uið vöknuðum onemmá við mikinn—fluy---- vélagný en það var vegna tilkomumikillar her- syningar sem haldin var við Concordtorgið og Champs Elysées. Við friðarsinnarnir höfðum að sjálfsögðu ekki ætlað að horfa á þann ófögnuð. En stuttu seinna heyrðist óhugnanlegur hávaði, einhver frekjulegur gnýr. \I ið þus-tam út í glugga hótelherbergjanna og þá mátti sjá þessa líka risastóru skriðdreka aka eftir rue du Rivoli, hvern af öðrum með byssukjaftana á lofti. fg hef aldrei gert mér grein fyrir hve skrið- drekar eru stórir fyrr en ég sá þá þarna. Þetta voru óhugnanleg ferlíki, eins og blokkir á hjól- um og lifandi menn sem stóðu utan á þessu. Það setti að manpi ohug að sjá þá ryðjast svona frekjulega áfram með þessum hræðilega hávaða. Um kvöldið frettum við að það sem þótti vekja mesta athygli^við hersýninquna var hve margar konur tóku þátt í henni. Þær höfðu aldrei verið fleiri. Þetta þótti okkur friðarsinnum slæmar fréttir. Þennan dag var flest lokað svo nokkrar tóku sig til og fóru í heilmikinn göngutúr, aðrar , ... , _ , , rafuðu um Pompidou—torgið. Um kvöldið fórum við a mjög goðan veitingastað nalægt hotelinu okkar. Seinna þetta kvöld var svo setið inni á einu hótelherbergjanna og kjaftað fram eftir nottú. 15.07. : Um morguninn skiptist hópurinn. Þrjár fóru heim um London en við hinar fórum vel birgar af nesti með lestinni til Amsterdam. Þar var stoppað í Þrjá.r klukkustundir og nokkrar notuðu tækifærið og versluðu jarðarber og annað góðgæti fyrir fjölskylduna heima. Hinar sátu í sólbaði. Heim var svo komið um kvöldið í faðm fjölskyldunnar og bleyjuþvottinn eftir ótrúlega vel heppnaða og skemmtilega ferð. íg þakka konunum skemmtunina og vonast bara til að sjá enn fleiri ■ næsta ár, því Ig trúi ekki öðru en þessi ferð hafi verið upphafið að árlegri kvennaferð. Hvað segiði um ferð til Rómar næsta sumar, stelpur? 40. tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.