Vikan - 06.10.1983, Blaðsíða 44
hr. Driscoll. Hún er greind og hún
er sjálfstæö.”
„Hún er dóttir mín,” minnti
Kevin hann á, „og ég ber ábyrgö á
velferöhennar.”
Vincent Cabarelli tók sér tak.
Hann kramdi sígarettuna sína í
öskubakkanum og sagði:
„Angelo. Faröu aftur inn í
veitingasalinn. Tony, viö erum um
þaö bil að ljúka þessu. Fáöu þér
eitthvað að drekka á barnum. Og
komdu inn með Dewhurst-
stúlkuna eftir tíu mínútur.”
Mennirnir tveir gengu tregir út,
sendu Kevin gremjulegt augnaráð
aö skilnaöi. Hann settist niður
andspænis Vincent Cabarelli.
„EINS OG ég sagði, hr. Driscoll,
veit ég ekki hvar Laurel er. Hún á
aö vera hérna annað kvöld. Ef til
vill kemur hún þá.”
Kevin hristi höfuðið, hafði
hemil á bræöi sinni. Hann útskýröi
af hverju hann væri kominn til
New York. Vincent Cabarelli
hlustaði með athygli, andlit hans
var sviplaust.
„Kjarnorkuverið ofar á strönd-
inni, er búið aö opna þaö?” spurði
hann eftir íhugula þögn.
„Ekki aö því er ég veit best. En
ég fæ ekki séö hvernig þaö tengist
hvarfi Laurel.”
„Ef til vill á þaö heilmikinn
þátt í því, hr. Driscoll.”
Vincent Cabarelli yppti öxlum.
„Eg heyri sögur. Ég hitti marga í
mínustarfi.”
„Hvers konar sögur?”
„Um þessa geislavirkni. Fólk
verður æst í hvert sinn sem þaö
orö er nefnt. Sumir gætu jafnvel
reynt að varna því að kjarnorku-
veriöverði opnað.”
„En hvar kemur Laurel inn í
þetta? Hún hefur ekki gert meira
en mörg hundruð aörir náms-
menn, að mótmæla. Kjarnorku-
verið hlýtur að verða opnað. Þaö
er samningur við ríkisstjórnina.”
„En Laurel vildi endilega tala
við þig. Ef til vill veit hún eitthvaö
sem hún ætti ekki að vita! ”
Kevin kinkaði kolli, undrandi á
áhuganum sem ungi maðurinnn
virtist hafa. „Heyröu, hr.
Cabarelli, mér þykir fyrir því að
ég ruddist svona inn eins og ég
gerði...”
„Gleymdu því, hr. Driscoll. Eg
á litla systur, Maríu, sem alltaf
þurfti að líta eftir. Hún á sjálf
krakka núna en ég kem enn fram
viö hana eins og hún sé búin til úr
gleri.”
Hann hló við og bauð Kevin í
glas.
„Nei, þakka þér fyrir, ég verð
aö halda hugsuninni skýrri. Segðu
mér eitt, hvað er Laurel búin að
vinna hérna lengi?”
Vincent Cabarelli virtist á
varðbergi. „Ætli þaö sé ekki alveg
síðan hún byrjaði í háskólanum.
Hún sagðist þurfa á peningum að
halda og ég trúði því að hún væri
átján ára, hr. Driscoll.”
Kevin andvarpaöi vansæll.
„Hana hefur aldrei vantað fé. Eg
skil ekki að hún hafi ráðið sig
svona í vinnu.”
„Eins og ég sagöi, hr. Driscoll,
er hún sjálfstæð. Satt aö segja
dáist ég að slíku. Hún kreistir ekki
bara út úr þér fé, eins og svo
margir krakkar gera nú á
dögum.”
Kevin hikaöi, var ekki viss um
hvort Vincent Cabarelli heföi
raunverulegar áhyggjur eða væri
baraaölátast.
„Sjáöu til, hr. Driscoll, mig
langar til að verða að liði. Mér
finnst ég á vissan hátt bera á-
byrgðá Laurel.”
„Jæja?”
„Ég á viö aö ef hún er í ein-
hvers konar vandræðum vil ég vita
afþví.”
„Af hverju?”
„Af því að . . . hún hefur alltaf
verið ánægð hérna. Auk þess er
óánægt starfsliö ekki gott fyrir
viðskiptin,” bætti hann við hrað-
mæltur.
Kevin varö hissa. Hann fann aö
hinn leyndi einhverju.
Upphátt spurði hann: „Á
Laurel þá ekki í neinum erfiðleik-
umhérna?”
„Engum. Nema hvað hún sagöi
mér ekki rétt frá aldrinum.”
„Þú hefðir getað spurt um
fæðingarvottorö.”
„Ætli þaö ekki. En þetta er ekki
formfastur staður, hr. Driscoll.
Við byggjum á gagnkvæmu
trausti.”
Kevin horfði í klók, forvitin aug-
un og spuröi svo: „Veistu eitthvað
um þetta SVGO-mál?”
„Ekki nema það að samtökin
beita sér gegn opnun nýja kjarn-
orkuversins.”
„Hver skipuleggur samtökin? ”
Vincent Cabarelli yppti öxlum.
„Þetta er frjálst land, hr.
Driscoll. En ég býst við að það séu
stjórnmálamenn aö baki SVGO.
Ég gæti komist að því fyrir þig. ”
„Hvernig?”
„Ég hef sambönd, hr. Driscoll.
Ef þú kærir þig um skal ég hjálpa
þér aðfinna Laurel.”
Áhugi Kevins jókst. „Því skyld-
irðu veraaöþví?”
„Ég er þegar búinn að segja þér
það.”
„Hvernig geturðu orðið aö
liöi?”
Vincent Cabarelli andvarpaöi.
„Hr. Driscoll, ég er af ítölskum
ættum, fyrst og fremst fjölskyldu-
maður. Ég ólst upp í fátækra-
hverfi í Bronx. Þegar ég var
strákur vann ég átján tíma á dag
við ávaxta- og grænmetisvagn. Ég
lærði ítalska matargeröarlist hjá
útslitinni móður minni og veikur
faðir minn kenndi mér eitt: aldrei
að eyða tímanum í málæði þegar
hægt er að vera að gera eitthvaö.
Þess vegna hætti ég aö tala og fór
að gera því meira. Núna á ég tólf
vertshús í New York svo að ég hef
efniá þvíaðtalasvolítiö. . .”
ÞOTT KEVIN væri enn tortrygg-
inn gat hann ekki varist því að
finna til aðdáunar á þessum
manni. En efasemdir og kvíði
nöguðu hann innst inni. Einhver
baröi að dyrum. Vincent
Cabarelli gekk til dyra og gægöist
út um litla gægjugatið áður en
hann lauk upp fyrir Isabel Dew-
hurst. Hún var fölleit og kvíðin.
„Þetta er í lagi, Isabel,” sagði
Vincent Cabarelli hlýlega, benti
henni að fá sér sæti. „Mig langaði
bara til að spyrja þig fáeinna
spurninga um Laurel vinkonu
þína.”
Isabel sendi Kevin hornauga en
Vincent Cabarelli klappaði henni
hughreystandi á öxlina. Kevin átt-
aði sig á að honum stóð raunveru-
lega ekki á sama.
Isabel sagði skjálfróma: „Pizza
hr. Driscolls er tilbúin og þjón-
ustustúlkan var að velta því fyrir
sér hvort hún ætti að opna vín-
flöskuna hans, hr. Cabarelli.”
Hann brosti breitt. „Auðvitað
ætti hún að gera það. Hr. Driscoll,
kvöldverðurinn þinn er tilbúinn.
Því feröu ekki og snæöir? Húsið
býður.”
„En ég gæti ekki. . .”
„Auövitað gætirðu það.” Italinn
var ákveðinn og vingjarnlegur.
„Þegar þú hefur lokiö við matinn,
hr. Driscoll, komdu þá aftur hing-
að inn. Þá getum við rætt betur
saman.”
Þurrlega en meö votti af brosi
bætti hann við: „Næst þarftu ekki
aö berja mág minn í plokkfisk!”
Kevin yppti öxlum. Andartaki
síðar var brosandi þjónustustúlka
aö bera fram kvöldverð fyrir
hann.
ÞRÁTT FYRIR áhyggjur sínar
hafði Kevin töluverða ánægju af
máltíöinni. Hann var enn á báðum
áttum um afstööu Vincent Cabar-
ellis en ef dæma mátti af gestun-
um umhverfis hann varð hann að
viðurkenna aö það voru engir
vafasamir viöskiptavjnir í
veitingahúsinu.
Angelo virtist enn þvingaður
þegar hann opnaði skrifstofudyrn-
ar fyrir honum. En fjandskapur-
inn var horfinn. Vincent Cabarelli
var einn, sat fjarri skrifborðinu
sínu meö fæturna teygða fram og
einblíndi á vegginn á móti. Hann
reis á fætur, bauð Kevin svo sæti.
„Þetta var prýðileg máltíð,”
viðurkenndi Kevin. „Þakka þér
fyrir.”
Gestgjafi hans lyfti báðum
höndum. „Ef til vill kemurðu aft-
ur hingað aö borða, hr. Driscoll.
Viðskipti eru viðskipti.” Svipur
hans breyttist. Hann sagði alvöru-
gefinn: „Ég talaði við Dewhurst-
stúlkuna. Ég held ekki aö hún viti
mikið en hún kærði sig ekki um að
segja neitt viö þig um starf
Laurel. Það var nokkurs konar —
leyndarmál.”
„Hefur hún enga hugmynd um
hvar Laurel er?”
„Nei. En hún heldur að Laurel
sé hrædd við einhvern.”
„Hvern?”
Vincent skellti í góm. „Hver
veit það? Alls staðar þar sem eru
mótmæli eru vitleysingar, æsinga-
menn. Þeir eru alltaf í minnihluta
en þeir geta valdið miklum vand-
ræðum. Ég veit ekki hvaö þeir
hafa í hyggju en ég ætla að komast
aö því. Ég hef sambönd bæði í lög-
reglunni og utan hennar.”
„Hvað get ég gert?” velti Kevin
fyrir sér. „Mér finnst ég svo and-
skoti úrræðalaus!” Vincent kink-
aði kolli samúðarfullur. „Ég
gæti trúað að þú værir nokkuð
niðurdreginn, hr. Driscoll. Það
getur ekki hafa verið auövelt að
ala upp telpu eins og Laurel án
þess aö móðirin væri til staðar.
Heyrðu, hm, þú hlýtur að
halda þér í nokkuð góðu formi. Þú
lítur ekki út fyrir aö vera nógu
gamall til að vera faðir Laurel.”
Kevin rumdi. „Þessa stundina
finnst mér ég vera um það bil
milljón ára gamall.” Honum flaug
nokkuð í hug. „Ég frétti hitt og
þetta um þig hjá félagsráðgjafa
Laurel.”
„Hvað var það, hr. Driscoll?”
„Nú, að þú hafir fengist við fjár-
hættuspil.”
„Auðvitað hef ég fengist við
þaö. Einhvers staðar verða menn
að geta lagt undir. Sum vertshúsin
mín eru spilavíti. En allt er þetta
löglegt.”
„Fékkst Laurel eitthvaö við
fjárhættuspil?”
„Nei. Ég réð hana sem aðlað-
44 Vikan 40. tbl.