Vikan


Vikan - 06.10.1983, Blaðsíða 42

Vikan - 06.10.1983, Blaðsíða 42
en sjá meö eigin augum hvers konar staöur það var sem þessi Vincent Cabarelli rak. Hann frétti hjá barþjóninum aö vertshús Cabarellis væru dreifö allt frá Bronx til Staten Island. En þaö stærsta var rétt hjá Park Avenue. Kevin minntist lýsingar Joyce Lomax og tók gulan leigubíl til veitingahússins. Kvöldsólin gerði næstum aö engu neonskiltið sem kunngeröi Cabarellis, kjallarastaðinn. Þrep meö handriöum lágu niður aö inn- ganginum. Undir röndóttu tjaldi stóð lágvaxinn, samanrekinn maöur í hvítum smókingjakka og svörtum buxum, á varðbergi meö spenntar greipar. Dökk augun viku aldrei af Kevin meöan hann gekk niöur þrepin. Kevin varð stífur, tók eftir kraftalegum öxlum mannsins og gildum svíra. Skyrtubrjóstiö með blúndunum og dumbrauð þver- slaufan virtust einhvern veginn ekki viöeigandi. Hann heilsaði Kevin kurteis- lega. „Gottkvöld, herra minn.” Kevin skiptist á kurteisisorðum, þakkaöi manninum fyrir þegar hann opnaöi þungar, bólóttar tré- dyrnar fyrir honum. Inni pírði hann augun, reyndi að venjast daufu ljósinu. „Vantar borð, herra minn?” Hann haföi ekki tekið eftir þjón- ustustúlkunni sem kom aö honum. Nú þöndust augu hans út. Stúlkan var í svartri, ermalausri skyrtu úr satíni, stuttu, svörtu, felldu pilsi, svörtum netsokkabuxum og opnum skóm með pinnahælum. Ljóst hárið féll aftur yfir naktar axlirnar. Um hálsinn var fest einfalt svart band. Kevin jafnaöi sig aftur. „Hm, já, takk. En ég er ekki meðfrátekið.” Stúlkan var um 1,80 á hæö, með dansmeyjarvöxt. Hún brosti breitt, vandlega máluö augun meira en vinsamleg. Hún vísaöi honum á lítið borö sem enginn sat viö, rétt hjá sviðinu þar sem harmóníkuleikarinn stóð. „Ég kem og tek pöntunina eftii fáeinar mínútur, herra minn.” Bergnuminn fylgdist Kevin meö henni ganga aö öðru borði og dilla mjöðmunum. Svo sá hann mann- eskju sem hann kannaðist viö hinum megin í þröngt setnum salnum. Stúlkan tók eftir honum, þekkti hann, svipurinn breyttist. Að því er virtist var Isabel Dewhurst ekki glöö aö sjá hann. Kevin leyndi ekki undrun sinni. Týnd i stórborg Annar hluti MALCOLM WILLIAMS Hann fann símaklefa og hringdi heim til sín i þeirri von aö Laurel heföi hringt í hann aftur. En konan sem kom þangað þrjá morgna í viku var ekki þar. Hann lagði á, fannst hann hræöi- lega einmana. Hann gerði sér grein fyrir að vangaveltur yröu Laurel ekki aö liði fremur en ofboðið sem hann var farinn aö finna til. Það þýddi ekki að fara til Sirencest í kvöld. Hann bölvaði sjálfum sér fyrir skammsýni og fór að leita að stór- verslun. HANN KEYPTI ódýra litla tösku, einhverjar snyrtivörur og föt áður en hann fékk sér herbergi á þokka- legu hóteli rétt við fertugasta og annaðstræti. Eftir að hafa farið í sturtu klæddi hann sig í nýju skyrtuna, sem hann hafði keypt, og fannst hann vera nægilega hress til aö takast á ný á við vandamálin. Hann fór á lítinn, svalan, drunga- legan bar skammt frá hótelinu sínu og pantaði handa sér kaldan bjór. Hann sat á barstólnum, dreypti á bjórnum og nartaði órólegur í saltstöng meðan hann reyndi að koma skipulagi á hugsanir sínar. Laurel var að mótmæla nýju kjarnorkuveri sem var búið að reisa ekki ýkja langt noröan viö New York. Hann skildi ótta hennar við hugsanlega geisla- eitrun, mundi eftir sínum eigin námsárum og „bannið sprengj- una”. En hann gat ekki skilið að hún gripi til ofbeldis. Og hvað varðaði vinnu hennar á veitingahúsi á kvöldin! Hann hafði ekki um neitt annað að velja 42 Vikan 40. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.