Vikan


Vikan - 06.10.1983, Blaðsíða 16

Vikan - 06.10.1983, Blaðsíða 16
að ráfa um þo hitinn hafi verið kæfandi* Jafnvel "foringinn” sem hafði J^rjóskast við að fá slr túristahatt, uarð nú að láta undan hitanum og fjárfesta í einum slíkum. Hann fór henni lítið betur en okkur þannig að á heildina litið uorum v ið allar jafn hallærislegar í A markaðnum voru keypt dress til að dansa í fyrir þjóðhátíðardaginn og sandalar sem voru lagaðir að fætinum á staðnum. Þessi markaður er gríðarlega stór, nær yfir margar götur og er í raun lítið hverfi, Þarna var margt um manninn og mikil og skemmtileg stemmning. Reyndar var verðlag í hærri kanti fyrir okkur með turistapeningana okkar (þett^var áður en Albert afnam skattinn af ferðagjaldeyri) en sumar voru orðnar ansi harðar í að prútta og gerðu ágæt kaup. Um kvöldið var farið í göngutúr en það hafði staðið til að kíkja á næturlífið í Montparnasse• á gangi eftir Signubökkum vöktu athygli okkar tveir lögregluþjónar sem voru að henda björgunarhring út í Signu og hala hann upp aftur. Tókum við þá tali til að spyrjast fyrir um hvar mesta fjörið yrði kvöldið fyrir þjóð- hátíðardaginn og hvar besta ballið yrði. Eftir mikinn látbragðsleik og misskilning leiðrlttist það að við vorum ekki að bjóða þeim upp í dans - og í ljós kom að annar þeirra gat gert sig skiljanlegan á ensku, Þeir sögðu okkur að best væri að vera í hverfinu okkar, Marais, að sjálfsögðu - þar var alltT Þegar leiðir skildu áttum við stefnumót við þá á Hotel du Ville klukkan átta 13.júlí. Þeir bíða þar væntanlega enn því þá höfðum við öðrum hnöppum að hneppa eins og síðar verður sagt frá. Ekki náðum við niður á Montparnasse þetta kvöldið frekar en önnur og snerum við eftir góðan göngutúr, enda var klukkan að gan^a þrjú um nóttina. En það verður að segjast að þeir karlmenn sem við urðum fyrir einhverri areitni frá í þessari ferð voru einmitt lögregluþjónar á vaktí 12,07,: Fyrri part dagsins fórum við með lestinni að Louvresafninu og gegn um Tuileriesgarðana- sem eru fyrir framan safnið. Hitinn var samur og við fórum í fótabað í einum gosbrunninum til að kæla okkur. Þá var gengið sem leið lá yfir Concorde-torgið, en þar var verið að smíða palla og teppaleggja því her- sýningin var í nánd í tilefni þjóðhátíðardags- ins þann 14. júlí. V/ið ætluðum að ganga hið fræga breiðstræti Champs Elysles og hitta frægt fólk. \lið tylltum okkur niður við eitt götukaffi- húsanna og biðum- eftir frægu fólki. En raunin varð sú að Guðrún okkar Jónsdóttir vakti hvað mesta athygli, því hún hafði bundið upp pilsið á nýstárlegan hátt og það var gaman að sjá afríkufólkið snúa slr við og fa hláturskast þegar borgarfulltrúinn gekk framhjáí En kannski var það athyglisverðastö sem við sáum ungur þeldökkur maður í sundskýlu og á hjólaskautum með vasadiskó og stórt heyrnartæki á eyrunum og upp úr því ansi gott loftnet. Hann var svo snöggur framhiá að ekki náðist að festa hann á mynd. Uppi við Sigurbogann skildu leiðir okkar 'SUrfiáf dengu sömu 1 eið til baka en hinar ToTu ótroðnar slóðir. Það var ákveðið að eyða seinni part dagsins 7tí£fS7/4T-Æ/g/ls<4-/e. Aá Hontmartre og skoða Sacrl Coeur kirkjuna og ~TY&-/Z *rví- njóta hins stórkostlega útsýnis þarna af hæðinni yfir borgina. París er óskaplega falleg borg hefur tekist mjög vel að skipuleggja hana miðað við nútíma þarfir, lítið um blokkir og háhýsi og þess konar slys. Þannig að borgin er Ikaflega heilleg. A Tertre-torginu, þar sem listmálararnir halda til, hittum við unga finnska listakonu og skáru hennar myndir sig mikið út innan um túrista- myndirnar. Uið keyptum af henni tvær myndir, mjög svo fallegar. Þarna vorum við auðvitað teiknaðar þrátt fyrir góðan ásetning um að sleppa því. Teiknararnir voru svo ýtnir áð á endanum gafst maður upp bara til þess að geta veifað örk framan í alla hina se'm á eftir komu. Þarna var lengi setið og ráfað um og farið í smærri skoðunarferðir um nærliggjandi gallerí og keyptar pönnukökur í svanga túristamaga. Þarna varð vart við dálitla túristafyrirlitningu, slrstaklega hjá teiknur- unum, annars kvörtuðu þeir yfir bisnessinum, það var lítið að gera og erfitt, að vinna í hit- anum. Þetta Þær púað geysilega skemmtilegur dagur, eins og þeir allir auðvitað og þennan daginnröltum við niður hæðina klyfjaðar pokum og pinklum með upprullaðar arkir af misgóðum teikningum eins og sannar túristakerlingar og fórum heim með metró. Uið vorum orðnar otru- lega klárar í metrókerfinu, þekktum það eins vel og stuttbuxnavasana okkar. Morgunhópurinn var með óperuferð á prjónunum ocj það tók allan daginn að fá miða og skipta peningum. skemmtu slr konunglega við að sjá og heyra Öþelló. Nokkrir ítalir höfðu gert uppistand eftir.2. þátt, og hrópað og gengið út sem einn maður. Þeim hefur greinilega fundist vanta eins og eitt og eitt C. 13.07.: Þennan dag skiptu konur liði. Þrjár þær hugrökkustu fóru upp í Eiffelturninn, aðrar fóru að skoða Hónu lTsu í Louvre—safninu til þess að geta sagt þegar heim var komið: "0a, og svo skoðuðum við Louvre—safn ið og sáum Mónu Lísu"í Sem fljótt á litið virðist vera 3ja mánaða vinna. Aðrar tóku það rolega og skoðuðu hverfið okkar betur, meðal annars Uictor Hugo-safnið. Það hafði verið á dagskrá að fara^í "tyrkneskt bað" sem okkur var ráðlagt áður en við fórum að heiman. A hótelinu okkar fengum við þær upplysingar að eitt slíkt væri að finna í næstu götu — hverfið okkar hafði sko upp á allt að bjoða. Oæja, þangað var haldið síðdegis en það reyndist einmitt vera kvennadagur þennan miðvikudag. sagt var þetta einn af hápunktum ferðarinnar - þessi baðferð. Pegar inn var komið fengum við afhenta sloppa og mittisklúta, ásamt lykli að^klefanum okkar. við og fórum í sloppana. Pá var gengið niður tröppur I hæðina fyrir neðan en á efri hæðinni var opinn hring- ur í miðjunni og undir honum var samsvarandi stór sundlaug. Heðfram sundlauginni voru hvildarbekkir í rökkri í orði Þar afklæddumst 16 Vikan 40. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.