Vikan - 06.10.1983, Blaðsíða 31
cc
<
z
G/æsi/egustu tón/eikar hér á /andifrá upphafi:
z
>-
j „IZ/ð krefjumst framtíðar!
<
s 4000 manns krefjast framtíðar í Laugardalshöllinni
I lljómleikamir í Laugardals-
höllinni þann 10. september síöast-
liöinn tókust framar öllum vonum.
Um 4000 manns keyptu sig inn á
hljómleikana og uröu 1000—1500
manns frá að hverfa vegna þess
að ekki var hægt að hleypa fleir-
um inn. Þessi mikla aösókn er
þeim mun gleðilegra vegna þess
aö á fyrri hljómleika í Laugar-
dalshöll í sumar mættu fáir, 1000—
1500 manns.
Hljómleikarnir voru haldnir
undir slagoröinu „Viö krefjumst
framtíðar”, sem ekki virðist mikil
frekja en þrátt fyrir þaö sorglega
viðeigandi. Þessa miklu aðsókn
viröist mega skýra annars vegar
með hljómgrunninum sem þetta
slagorö fær og hins vegar meö því
að þarna var boöið upp á flest það
besta sem íslensk rokktónlist
hefur að bjóða. Ekki má þó
gleyma erlendu gestunum, Crass,
sem stuðluðu mjög vel að því að
svona vel tókst tÚ.
Umgerðin
Umgerð tónleikanna var sér-
staklega glæsileg. Yfir sviðinu var
stór boröi sem á var letrað, gult á
svörtum grunni, „Við krefjumst
framtíðar”. Oft var ljóskastari
látinn leika um þennan borða til
að minna fólk á af hverju það var
þarna. Til hliðar hafði leikhóp-
urinn Svart og sykurlaust komið
sér fyrir á pöllum með margs
konar litlar uppákomur og sýning-
ar. Ljós lýstu þessa palla upp til
skiptis þannig að úr varð fjöl-
breytileg skemmtun. Einnig voru
sýndar kvikmyndir og skugga-
myndir á hliðarveggjum.
I forsalnum var stórt og glæsi-
legt málverk, málaö af Oskari
Jónassyni úr Ogsmá. Ég ætla ekki
aö fara að gerast myndlistargagn-
rýnandi en mér finnst málverk
hans og önnur myndverk njóta sín
best í mikiili stærð. Þeir Ogsmár-
menn áttu einnig heiðurinn af
hryllingsdýrinu sem var framan á
Höllinni þetta kvöld. Á gólfinu í
forsalnum var síðan ruslahrúga,
flugvélarflak eða eitthvað slíkt,
afgirt meö gaddavír. Þetta var
einnig eftir Ogsmá.
Tónlistin
Tónlistin var rokk, hart og dríf-
andi rokk, sem keyrt var allt
kvöldið af miklum krafti og
sannfæringu. Þegar harðasta
bandið, CRASS, kom upp á svið
var fólk orðið þreytt og viðtökum-
ar ekki eins góðar og hljómsveitin
átti skilið. Þeir Crassarar eiga
mikinn heiður skilinn fyrir það
hvernig þeir stóöu að komu sinni
hingað.
Islensku hljómsveitirnar sem
fram komu stóðu sig allar mjög
vel. Svart og sykurlaust, Ogsmá,
Kukl, Egó, Ikarus og Vonbrigöi,
allt saman pottþéttar hljóm-
sveitir. Plöturnar Fingraför, The
Boys from Chicago og Kakófónía,
auk nýju litlu plötu Kuklsins, hafa
allar undirbúið jaröveginn, verið
vinsælustu plötumar í sumar. Það
er eins og þær hafi aðeins verið
forleikur að þessari miklu hátíð.
Svart og sykurlaust lék drunga-
lega synthesizertónlist sem setti
stemmninguna í upphafi. Þar á
eftir kom Kukl með sitt þunga
pönkabillí. Þar er á ferðinni bráð-
efnileg hljómsveit. Á eftir henni
kom Egóið. Egómenn hafa ekki
haft vindinn með sér í sumar en
þarna sýndu þeir og sönnuðu að
hljómsveitin er alls ekki dauð úr
öllum æðum. Mér fannst hún fylli-
lega jafnoki allra hinna, með
kraftinn á hreinu. Eftir það kom
Ikarus, fyrst með Tolla Morthens
sem söngvara og síðan með
Megas. Hljómsveitin hefur náð
miklum árangri á þeim skamma
tíma sem hún hefur starfað en var
eins og tvær hljómsveitir vegna
þess hve hvor söngvari um sig er
óhemju sterkur persónuleiki.
TolÚ söng af sama krafti og
bróðir hans, Bubbi. Textar Tolla
eru jafnvel enn beittari ef eitthvað
er. Þegar Megas steig svo á sviðið
varð manni ljóst að hér var á ferð
konungur íslensks rokks. Þetta
var mikill sigur fyrir hann, að
koma þarna fram í fyrsta skipti í
fimm ár og þaö á stærstu tón-
leikum sem hér hafa verið haldnir
lengi. (Þetta voru að minnsta
kosti þeir stærstu síðan 1978 og
jafnvel síðan 1971).
Vonbrigði komu síöust íslensku
hljómsveitanna og stóðu sig með
prýði. Það er ekkert áhlaupaverk
að koma fram á eftir öðrum eins
stórmennum en það gekk upp.
Þannig hljómsveit er Vonbrigði.
Fólkið
Stemmningin í salnum var frá-
bær. Fyllirí var í algjöru lágmarki
miðað við fjöldann, þótt töluverð
læti hafi veriö niðri á klósettum og
í forsalnum. En það er bara eðli-
legt þegar ungt fólk kemur saman
í slíkum fjölda að skemmta sér.
Það sem mest var áberandi var
einhugur fólksins, einhugur um
slagorðið „Við krefjumst fram-
tíðar” og einhugar um að
skemmta sér á hófstilltan hátt
undir því slagorði.
Ég get ekki orða bundist vegna
viðbragöa fjölmiðla við samkom-
unni. Þeir sýndu flestir algjöra
fyrirlitningu á því fólki sem þarna
kom saman, annaðhvort meö því
að þegja um samkomuna eða þá
að draga fram verstu hliðar
hennar. Það er sorglegt og
dapurlegt aö fjölmiðlar landsins
skuli fara þannig með það fólk
sem er að krefjast framtíðar og
reyna að búa til framtíð. Unga
fólkið er framtíðin en þeir sem
ráða á fjölmiðlunum virðast alls
ekki gera sér grein fyrir því.
Sennilega hafa þeir litið á þetta
sem hverja aðra fylliríssamkundu
og alls ekki gert sér ljóst hvaö
þarna var á ferð. Þess meiri
ástæða er til að halda starfinu
áfram og sýna það að unga fólkinu
hér á landi er ekki sama um fram-
tíðina þótt ýmsir haldi (og kannski
voni) annaö.
40. tbl. Vikan 31