Vikan


Vikan - 06.10.1983, Blaðsíða 26

Vikan - 06.10.1983, Blaðsíða 26
út af mér, en þá loka þau alltaf dyrunum hjá mér. Mig langar svo að vita hvað þau eru að tala um mig. Kannski út af því hvað ég er illa talandi? Ég er nefnilega kominn á þann aldur að ég á að geta talað, segir mamma þegar hún er að reyna að fá mig til að tala við sig. Mig langar til að tala svo mikið við hana. En ég kem því bara ekki frá mér. Og ef ég segi eitt orð þá hrópar hún af gleði og hrósar mér svo að ég get ekki sagt meira. Stundum hleypur hún í símann og segir honum frá orðinu sem ég sagði. I sérskólan- um get ég talað miklu meira. Þar hlustar konan alltaf á mig. Hún segir mömmu að ég hafí sagt þetta eða hitt en svo þegar mamma reynir að fá mig til að segja sömu orðin reyni ég, en ég get það bara ekki. Það er eins og orðin vilji bara ekki koma. Þá verður hún reið og hendir mér inn í her- bergi. Stundum langar mig að ráðast á hana, þegar hún hendir mér inn, og stund- um bít ég í handlegginn á henni. Ég sé samt alltaf eftir á að það hefði ég ekki átt að gera því hún verður ennþá reiðari og skammar mig svo mikið. Hún segir að svona geri engin venjuleg börn. Sennilega er ég þá ekki venjulegur. Ég er nærri því alveg viss um að ég er ekki eins og öll önnur börn. Samt eru með mér í skólanum allavega börn, sum geta hvorki talað né heyrt. Sum eru líka í stól allan daginn. Ég fæ oft að ýta stólunum þeirra. Kannski myndi mamma frekar vera róleg og vilja vera með mér ef ég ætti svona stól. Mig langar í hann en ég á bara engan. Ég vona að ég fái bráðum einn svona í skólanum. Skólinn minn er ,,sér- skóli’ ’. Ég veit ekki hvað það er en konurnar sem koma til mömmu segja oft við hana: , Já, auðvitað hefur hann þurft að fara í sér- skólann, hann er einhverfur, eða er það ekki? Já, segir önnur kona og lítur á mig. Ég vona samt að þau geti kennt honum að sjá um sig sjálfur. Það væri hræðilegt ef þú kæmist aldrei aftur út að vinna allan daginn út af honum. Þú hlýtur að vera farin að ryðga í því sem þú lærðir, það er orðið svo langt síðan. Mamma segir ekkert við svona. Hún hlýtur að hafa lært í öðrum skóla en sér- skólanum. Þar er nefnilega aldrei talað um neina vinnu. Kannski kemst ég aldrei út að vinna allan daginn af því að ég er í þessum skóla. En mig langar heldur ekki til að vinna. Mamma segir oft við pabba að hann þurfi ekki að vinna svona mikið. En pabbi vinnur bara alltaf. Hann er stundum svo skrýtinn þegar hann kemur heim úr vinn- unni á morgnana. Þá morgna talar mamma ekki við hann. Hún spurði hann einu sinni reið hvort hann mætti drekka svona í vinnunni. Pabbi brosti bara og sagðist nú vilja vita hvaða eitur hann væri að selja fólki. Svo þegar ég kem heim úr skólanum er pabbi farinn aftur í vinnuna. Mér er svo sem alveg sama, hann leikur hvort sem er aldrei við mig. Hann leikur bara við mömmu. Krakkarnir í næsta húsi sögðu mér einu sinni að hann væri ekki pabbi minn. Þetta skil ég alls ekki. Hvernig getur pabbi manns ekki verið pabbi manns? Hver ætti þá líka að vera pabbi minn? Það eiga allir krakkarnir í skólanum pabba og mömmu en þeir eiga ekki allir heima hjá þeim, sumir búa í húsi stutt frá skólanum. Þeir hafa enga mömmu hjá sér og eiga ekkert dót sjálfír. En ég veit að Dóri í grænu blokkinni á eng- an pabba. Ég veit ekki af hverju en stundum kalla krakkarnir í götunni mömmu Dóra „kanamellu”. Ég veit ekki hvað það er en það er eitthvað ljótt. Dóri fer oft grenjandi heim ef krakkarnir segja þetta við hann. Mér finnst Dóri ágætur og hann leikur stundum við mig þegar hinir krakkarnir eru að stríða honum. Þeir stríða mér aldrei en leika sér samt ekki við mig. Mig langar stundum að leika með þeim en þeir eru svo fljótir að öllu og tala svo mikið að ég verð langt á eftir. Svo eru allir á hjóli nema ég. Ég get ekki hjólað og mamma hefur aldrei gefið mér hjól. Stundum leik ég mér í sandkassanum. Þar eru litlir krakkar, þeir eru svo góðir. Mér finnst gaman að búa til í sandinum. Ég lyfti líka stundum litlum krökkum upp í kassann ef þeir komast ekki upp í hann. Einu sinni kom kona og tók barnið af mér og sagði mér að láta bamið sitt vera, ég gæd misst það. Þetta fannst mér mjög leiðinlegt því að ég gat alveg lyft því. En hún sagði mér bara að hugsa um sjálfan mig. Mér líður svo illa þegar fólk segir svona við mig, en það segir það bara alltaf. Stundum segja amma og afi við mig: Ætlar þú aldrei að verða að manni, AKSTURS HÆFN! I gæðasamanburði hjá þýska bllablaðinu AUTO MOTOfí UND SPOfíT fékk FIAT UNO 9.5 I einkunn fyrir aksturshæfni. I þremur af þeim fimm atriðum sem prófuð voru fékk UNO hæstu einkunn sem gefin er, eða 20 stig. Samtals fékk UNO 95 stig af 100 mögu- legum. Semsagt 9.5 í aðaleinkunn eins og sagt er i skólanum. í umræddum samanburði var UNO jafn- framt efstur að heildarstigafjölda, fyrir ofan VW Polo, Peugot 205, Opel Corsa, Ford Fiesta og Nissan Micra. UNO þýðir fyrsti, engin furða! EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Slmar 77200 - 77202 FiA T ER FJÁRFESTING 26 Vlkan 40. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.