Vikan


Vikan - 06.10.1983, Blaðsíða 43

Vikan - 06.10.1983, Blaðsíða 43
Líkt og hinar þjónustustúlkurnar fjórar var lögulegur íþrótta- mannslíkami Isabel Dewhurst undirstrikaöur af efnislitlum bún- ingnum. Þaö þurfti ekki að segja Kevin að Laurel haföi innt sama starf af hendi hér og hinar stúlk- urnar. Ogleði og reiði gerðu hann ófær- an um aö hreyfa sig nokkra stund. Svo benti hann Isabel að koma, hélt enn fast um hárauðan mat- seöilinn sem hann haföi ekki litið á. Hún hikaði, hrukkaði ennið, gekk svo í átt til hans, tortryggin til augnanna. Kevin ákvað að rísa ekki á fætur. Stuttaralega og svo lítiö áber- andi sem hann gat spurði hann: „Er þetta staðurinn þar sem þið Laurel skemmtuö ykkur svona vel?” Henni brá. „Heyrðu mig, hr. Driscoll, ég vinn hérna. Ef þér væri sama, þá þjóna ég við önnur borð.” Kevin leyfði vanþóknun sinni aö sjást. „Hvað hefur Laurel lengi verið að —þessu?” Nasavængir hennar titruðu. „Af hverju spyrðu ekki Laurel? Hún er dóttir þín.” „Ég get ekki spurt hana, Isabel, því aö ég finn hana ekki. ” Stúlkan virtist raunverulega ringluð. „Heyrðu nú, hr. Driscoll, ég veit ekki hvar Laurel er, annars myndi ég reyna að hjálpa þér.” Hún geröi sig líklega til að fara, tók eftir rannsóknaraugum fólksinsíkring. Örvæntingarfullur grátbað Kevin hana: „Þú getur hjálpað mér, Isabel. Vertu svo góð — gerðuþað?” „Hvernig?” Hún skimaði óróleg út í enda salarins. Á hægri hönd var perlutjald inn í eldhúsið, til vinstri, milli tveggja bambus- skerma, sat annar dökkhæröur maður í hvítum smókingjakka. Hann sneri baki að veggnum við lokaðar dyr, merktar einkaskrif- stofa. Hann virtist í hvíld, þó fór ár- veknin í logandi augum hans ekki framhjá Kevin. „Isabel. Þú vinnur hérna. Ég vil gjarna tala við eigandann, hr. Cabarelli.” Hún virtist taugaóstyrk. „Ég . . . veit ekki hvort. . . ” „Gerðu það, Isabel. Ég verð að tala viö einhvern. Ef hr. Cabarelli sér um að ráða fólk og reka hérna þá tekur hann á móti mér.” „Ég vil ekki lenda í útistöðum við Vincent Cabarelli. Hann er náungi sem ekki ætti aö gera gramt í geöi. Og ég þarf á þessu starfi að halda.” „Ég vil ekki gera neinum gramt í geði, Isabel. Ég vil bara fá að tala við þennan mann. Gerðu þaö! Erhann hérna?” Hún tvísté, nartaöi óróleg í neðri vörina, andvarpaði svo í uppgjöf. „Gott og vel. Ef það kemur að einhverju gagni skal ég spyrja. En vertu svo vænn aö láta mig eftirleiðis í friði hérna, hr. Driscoll.” „Églofaþví, Isabel.” Hún horfði rannsakandi á hann stundarkorn, þögul og vantrúuð, kinkaöi svo kolli, herti sig upp og gekk af stað milli borðanna í átt að manninum sem enn fylgdist með henni úr sæti sínu við lokuöu dyrnar. Um leið og þjónustustúlkan gekk frá Kevin sá hann Isabel tala við stóra manninn í stólnum. Hann hafði rétt úr sér, hafði nú á sér ár- vökult yfirbragð um leið og hann horfði í átt til Kevins, svo aftur upp á Isabel. Hann sagði eitthvaö viö hana og hún kom eymdarleg aftur aö boröi Kevins. „Jæja?”spurðihann. „Mér þykir fyrir því, hr. Driscoll. En hr. Cabarelli er önn- um kafinn núna. Hann tekur ekki ámótineinum...” Kevin kyngdi vonbrigðum sínum. En ekki reiðinni. „Þakka þér fyrir, Isabel,” sagði hann stirðlega. „Ég skal ekki ónáða þig frekar.” NÚ TOK logandi írska blóðið völdin hjá honum. Hann reis á fætur og með innibældri bræði gekk hann í átt að bambusskerm- unum tveimur, lét sem hann ætlaði á salernið vinstra megin við skermana. Hann snarstansaði á síðasta augnabliki, breytti snögglega um stefnu svo að stóri maðurinn var ekki kominn nema hálfur upp úr stólnum sínum þeg- ar Kevin ýtti honum harkalega niöur í hann aftur. Hann rak upp dyrnar, sem merktar voru einka- skrifstofa, og stikaði inn. Athygli Kevins beindist að gljá-i andi skrifborðinu í miðju her- berginu. Tveir dökkleitir, dökkhæröir menn höfðu setiö við skrifborðið og verið að rýna í ein- hver plögg. Þegar Kevin gerði innrás skaust stærri maöurinn upp úr stólnum og hægri hönd hans hvarf ískyggilega inn undir jakkaboðunginn. En hinn maðurinn bærði ekki á sér. Hann sat kyrr, hendurnar flat- ar á skrifborðinu, brún augun óhvikul um leið og hann spuröi Kevin með ógnandi rödd yfir- valdsins: „Hver í andskotanum ertþú?” Kevin andaði ört, lauk göngunni að skrifborðinu og stóö og horfði illilega niður á manninn. „Nafn mitt,” urgaði í honum, „er KevinDriscoll.” Maðurinn stóð seinlega á fætur, benti félaga sínum að vera kyrr á sínum stað. „Driscoll?” át hann tortrygginn upp. Svo spuröí hann ákveöinn: „Hvað viltu?” Kevin vissi af dyrunum sem lokuðust uggvænlega að baki hans og hreytti út úr sér: „Þú ert þá Vincent Cabarelli. Hvar í andskot- anum er dóttir mín? ’ ’ „Ertu faðir Laurel Driscoll?” spurði Vincent Cabarelli van- trúaður. „Auðvitað er ég það!” urraöi Kevin, hallaði sér fram, þrýsti báðum kýttum hnefunum á skrif- borðið. Aftan frá komu fingur og gripu eins og tangir um hægri handlegg hans. Hann hristi sig reiðilega lausan, mældi út stóra manninn sem hafði elt hann inn í herbergið. „Þetta er í lagi,” sagöi Vincent Cabarelli, kom aftur á friði. „Mér þykir fyrir þessu, Vincent ...” Stóri maðurinn var hikandi. „Þessi náungi sneri á mig. Viltu að ég fari með hann burt? ” „Ég sagði aö þetta væri í lagi! ” Vincent Cabarelli beindi óþolin- móður aftur athyglinni aö Kevin sem var að laga jakkann sinn. „Hvers konar staður er þetta?” spurði hann. „Þetta er löggilt veitingahús.” „Af hverju eru þá útkastarar alls staöar?” „Þetta eru ekki útkastarar.” Vincent Cabarelli benti á manninn sér á vinstri hönd, svo á þann sem var fast við Kevin. „Þetta er Tony, bróðir minn. Þetta er Angelo, mágur minn.” „Og þessi í tröppunum fyrir utan? ” spurði Kevin napur. „Það er Mike frændi. Þetta er fjölskyldufyrirtæki og við verðum aö vera vissir um að fá enga slæma viöskiptavini.” Meö þungri kaldhæöni spurði hann: „Ert þú viðskiptavinur að kvarta ? ” „Hættu að fara undan í flæmingi, Cabarelli. Ég spurði þig hvar dóttir mín væri! ’ ’ Magrir fingur Cabarellis struk- ust yfir skrifborðið og fundu sígarettu í silfurkassa. Augun höfðu ekki hvarflað af andliti Kevins. Vincent Cabarelli hélt áfram: „Þú verður að játa það, hr. Driscoll, að það að koma svona æðandi inn af götunni er ekki vin- samlegasta leiöin til að kynna sjálfan sig.” „Ég kom ekki hingað til aö vera vingjarnlegur, Cabarelli. Ég ætla aö spyrja þig í aðeins eitt skiptið enn...” „Hr. Driscoll,” svaraði hinn kuldalega, „ég hef enga hugmynd um hvar dóttir þín er niðurkomin núna.” „Hún vinnur hérna, er það ekki?” „Víst gerir hún það, þrjú kvöld í viku. En kvöldið í kvöld er ekki eitt afþeim.” „Sjáðu nú til, Cabarelli, þetta gæti orðið lögreglumál. ’ ’ „Lögreglumál?” Hann rumdi, þótti lítið til koma. „Mér semur prýðilega viö löggurnar í New York, hr. Driscoll. Ég hef ekkert aðfela.” „Dóttir mín hefur veriö hér í vinnu án minnar vitundar og án míns samþykkis, hr. Cabarelli.” „Og hvað með það? Hún er stór stelpa.” „Hún er undir lögaldri!” Vincent Cabarelli hnyklaði brýnn- ar um leið og Kevin bætti við: „Hún er ekki nema sautján ára gömul!” Italinn leit hvasst á Tony bróður sinn sem tók til máls í fyrsta sinn: „Okkur skildist að Laurel Driscoll væri orðin átján ára. Við ráðum ekki stúlkur undir lög- aldri.” Kevin reifst, fjúkandi reiður. „Þetta er lögreglumál! Og hvernig stúlkurnar þarna eru klæddar!” „Viðskiptavinirnir kunna að meta þaö, hr. Driscoll.” „Ef ég hefði vitaö að dóttir mín væri að sýna sjálfa sig á þennan hátt, Cabarelli...” „Ertu að ógna mér, hr. Driscoll?” Kevin sprakk. „Ég er að missa þolinmæðina.” Vincent Cabarelli barði í skrif- borðiö meö krepptum hnefa, öskubakkinn hoppaði. „Ég er líka að missa þolin- mæðina, hr. Driscoll! Þetta veitingahús er óflekkað. Við borgum vel og það er litið eftir stúlkunum, ekki síst dóttur þinni. Hún er ánægö hérna, henni er ekið heim eftir að hún hættir vinnu og hún fær ágætt þjórfé hjá viðskipta- vinunum.” „Og hverslags viðskiptavinir eruþað?” Augu Vincent Cabarellis skutu gneistum. „Laurel er ágæt stelpa, 40. tbl. Víkan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.