Vikan - 06.10.1983, Blaðsíða 22
— Fóruð þið á Brúðkaup
Fígarós?
— Nei, enviösendumskeyti!
— Ert þú eitthvað fyrir óperur.
— Já, ekki get ég nú sagt annað.
Bara ef fólkið væri ekki alltaf sí-
syngjandi.
Það var á sýningu á Hamlet að
tvær konur geröust býsna mál-
glaðar og fullorðinn karlmaður sá
sig tilneyddan að sussa svolítið á
þær:
— Viljið þið gera svo vel að hafa
hljóð, dömur mínar, maöur heyrir
ekkert í leikurunum.
Önnur kvennanna leit afskap-
lega hneyksluð aftur fyrir sig og
virti manninn fyrir sér stundar-
korn gegnum lonníetturnar:
— Já, en góði maður. Hver ein-
asta siðfáguð manneskja kann
Hamlet utanað!
— Það var svo hrikalega heitt
þarna í Sahara, hitinn 60 gráður,
að tígrisdýrin..
— Já, en það eru engin tígrisdýr
í Afríku...
— Nei, enda voru þetta í raun-
inni hlébarðar, en það var bara
svo heitt að deplarnir voru farnir
að renna niður í taumum.
Það var eitt sinn maður, sem
átti að gista nótt eina í gömlum
kastala. Hann þóttist verulega
hugrakkur og bauðst þess vegna
til aö sofa í bláa turnherberginu
þar sem átti að vera verulega
reimt.
Hann gekk til náða um kvöldið
en vaknaði um nóttina viö að vofa
nokkur var að nálgast hann ógn-
vænlega. Hún kom nær og nær og
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
SENDUM
BÆKLINGA
RAUN
ÞURRU
steyptist loks yfir manninn og
sagði hásriröddu:
— Hvar erumölkúlurnar!
— Skipstjóri, ég finn ekki
káetuna mína.
— Manstu nokkuð númerið á
henni?
— Nei, en það er viti fyrir utan
gluggann.
— Já, það getur vel verið að þú
hafir ekki fengið nýjar síðbuxur í
fimm ár, sagði eiginkonan við
eiginmanninn, en ég veit að
minnsta kosti aö ég get ekki verið
þekkt fyrir að láta sjá mig í
þessum nærbuxum lengur!
Tvær konur voru að tala saman
um hundana sína.
— Áttu ættartréð hans Fídós
þíns? spurði önnur.
— Nei, hann er nú bara vanur
að nota það tré sem hann finnur
næst...
Vinkonurnar hittust í stórversl-
uninni.
— Nei, Lilla, ég hélt nú bara að
þú værir dauð!
— Núafhverju?
— Eg hef ekki heyrt nokkurn
mann tala illa um þig mánuöum
saman.
Kannski ættum við að múta
útkeyrsiumönnunum til að fara i
verkfall, þannig að allir keppist við
að hamstra vörurnar frá okkur!
Það var ekki fyrr en hann lenti inni
að óg fattaði hvað hann er lólegur i
samræðum.
22 Vikan 40. tbl.