Vikan


Vikan - 06.10.1983, Blaðsíða 6

Vikan - 06.10.1983, Blaðsíða 6
Skemmtileg diskómúsík! ER ÞAÐ HÆGT? Já. Lesið greinina TEXTI: ÁRNI DANÍEL NEW YORK DISKÓ Oröiö „diskó” er venjulega tengt fremur leiðinlegum hlutum, vélrænum og leiðigjörnum diskó- takti, því að vera svo fínt klæddur að maður getur ekki hreyft sig og fleira í þeim dúr. Þegar orðin „New York” eru sett framan við kemur út „New York diskó”. Og það er svolítið annar handleggur. Við tuttugasta og sjötta Vestur- stræti New York-borgar er diskó- tekið Funhouse í yfirgefinni vöru- skemmu. Á hverju laugardags- kvöldi safnast þar saman hálft þriðja þúsund ungmenna af ýms- um kynstofnun; krakkar af róm- ansk-amerískum uppruna, svartir krakkar og unglingar af ítölskum uppruna. Þau eru á aldrinum 16— 19 ára og dansa hverja laugar- dagsnótt frá kl. 10 til hálfníu morguninn eftir. Þetta er allt annað en þau New York diskótek sem íslendingar hafa haft spurnir af og reynt að líkja eftir: Xenon og Stúdío 54 sem eru diskótek fína og fræga fólks- ins. í The Funhouse og á öðrum slíkum stöðum, Broadway 96, Hunt’s Point Palace, Disco Fever, eru þannig stælar fyrirlitnir. Krakkarnir koma beint af götunni og hafa ekki úr of miklu að spila, en skemmta sér konunglega án þess. SAMBLAND AF ELEKTRÓNÍK OG FÖNK-DISKÓI í þessum diskótekum hefur und- anfarið mótast ný tegund tónlist- ar sem kölluð er New York diskó. Hún kemur frá ótal stúdíóum og smáfyrirtækjum í New York og á uppruna sinn í evrópskri tölvutón- list annars vegar og bandarísku fönk-diskói hins vegar. Það voru vinsældir þýsku hljómsveitarinn- ar Kraftwerk í diskótekum New York-borgar sem upphaflega ýttu þessu af stað. Það var síðan lagið Planet Rock sem markaði upphaf- ið. Lagið var blanda fönk-áhrifa og synthesizertónlistar, og á eftir því kom straumur af lögum sem unnin voru í sama stfl: Walking on Sunshine, The Message, Play at your own risk, The harder they come og mörg fleiri. Þessi lög hafa mörg verið samin beinlínis fyrir The Funhouse, því reynslan hefur sýnt að það diskótek er á undan timanum og ef krakkarnir þar hafa gaman af lögunum má búast við að þau verði vinsæl ann- ars staðar. GÖTUMÚSÍK Krakkarnir vita yfirleitt ekki af því þegar verið er að prófa lög á þeim. Arthur Baker, sá sem samdi Planet Rock og hratt bylgj- unni af stað, fékk það verkefni að útsetja og hljóðblanda nýtt New Order lag, Confusion. Þegar hann var búinn að því fór hann í The Funhouse og lagið var spilað án þess að kynna hver væri á ferð. Þetta féll vel í kramið. Ekki bar á öðru. Yazoo varð vinsæl í New York á sama hátt. Diskótekari var fenginn til að hljóðblanda eitt laga hennar og sjá, það sló í gegn. Heaven 17, Malcolm LcLaren og Yello eru allt mjög vinsæl nöfn. Ein þeirra sem sækir staðinn heitir Melissa. Hún er negri frá Brooklyn og tilheyrir klíku sem kallar sig The Juice Crew. Þau koma vikulega í The Funhouse og dansa og hafa sinn eigin einkenn- isbúning, peysu með nafni klík- unnar á. — Ef þig langar til að dansa við einhvern í The Funhouse þá ferðu bara og byrjar að dansa. Það er alveg óþekkt að bjóða upp í dans. Þannig kynnist maður fleirum svo að þetta er stórskemmtilegt. — Ég þekki plötusnúð sem tek- ur upp allar nýjustu plöturnar fyr- ir mig og svo förum við í Washing- ton Square-garðinn og förum að dansa. Hvert sem við förum tök- um viö segulbandið með og döns- um. New York-diskóið er sem sagt götumúsík, og þess vegna er hún svona vinsæl. Krakkarnir geta notað hana hvar og hvenær sem er. Islendingar eiga enn eftir að heyra New York-diskóið, en þeir hafa heyrt og séð 12” 45 snúninga plötur, eins og til dæmis Blue Mon- day með New Order. Þetta form, 12” 45 snún., gefur mikla mögu- leika á skemmtilegum diskóút- setningum og það hefur New York-diskóið notað sér. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.