Vikan - 06.10.1983, Blaðsíða 28
Laxinn hefur tekið maðkinn i Fossinum en leikurinn
hefur borist neðar og komið er að löndun.
VeÍðisaga úr
Elliðaánum
TEXTI OG MYNDIR: ÞRÖSTUR ELLIÐASON
Æréiv eru að fá hann í Elliðaánum!
Þetta mátti oft heyra í sumar og víst er að fáir fóru lax-
lausir úr þeirri á. Um 1500 laxar veiddust og þarf að fara
allt aftur til ársins 1976 til að finna betri veiði en þá veidd-
ust 1692 laxar.
Veitt er á 4 stangir í júnímánuöi en síðan fjölgar þeim í
6 stangir út veiðitímabiliö. Nær veiðisvæðið frá Elliða-
vatnsstíflu að Holunni neðan við brú, um 5 kílómetra
langt svæði. Veiðistaðir eru margir og af mörgum gjöful-
um í sumar má nefna Fossinn, Efri-Móhyl, Teljarastreng
og Höfuðhyl. Aðeins er leyft að veiða á maðk og flugu og
veiðist meira á þann „slímuga” en fluguveiði er einnig
töluverð. Nemur hún um 30—40% af heildarveiðinni. Þær
flugur sem freistuðu silfurbúans hvað mest í sumar voru
Blue Charm, Þingeyingur, Hairy Mary, Rauð Frances og
Collie Dog.
Laxinn í Elliðaánum er frekar smávaxinn og er
meðalþyngdin í kringum 5 pund. Er það vegna þess að
meirihluti hans hefur aðeins dvalið eitt ár í sjó áður en
hann leitar aftur til árinnar til hrygningar. Eitthvað
veiðist þó af 8—14 punda laxi en sá stærsti í sumar var 18
pund. Veiddist hann á Hrauninu 6. júlí á flugu, Green
Highlander nr. 6, og veiðimaður var Helgi Jasonarson.
1 byrjun ágúst hóf öryggisþjónustan Securitas eftirlit
með ánni því talsverður grunur var um að veiðiþjófar
tækju sinn toll úr ánni að næturlagi. Er vonandi að nætur-
brölt þeirra heyri nú sögunni til.
28 Vikan 40. tbl.