Vikan


Vikan - 06.10.1983, Blaðsíða 35

Vikan - 06.10.1983, Blaðsíða 35
Þau voru HETJUR LÍFS OG LIÐIN Mariíyn Monroe ím yndinni Some like it hot áriö 1959. James Dean ímyndinniRebel withouta cause áriö 1955. Hetjudýrkun hefur löngum loðað við mannkynið. Hetjuímyndirnar eru yfirleitt annaðhvort fallegar (konur) eða hraustar (karlar), helst auðvitað hvort tveggja, en karlinn má ekki vera of fallegur og konan ekki of hraust, þá er hetjugljáinn farinn að skekkjast. Sjálfsagt má um það deila hvaða hetjur nútíminn á en þó er áreiðanlega ekki fjarri lagi að nefna tvö nöfn kvikmyndastjarna: Marilyn Monroe og James Dean. Þau eiga býsna margt sameiginlegt: bæði dáin langt um aldur fram, bæði svolítið á skjön við hamingjusömu, skælbrosandi sigur- vegarana í lífsbaráttunni, en bæði óumdeilan- lega hetjur, ekki síst eftir dauða sinn. Hún uppfyllir vissulega þær kröfur sem gerðar eru til kvenhetju úr kvikmyndunum, að vera nógu falleg, en jafnframt er hún talin fórnarlamb þessarar ímyndar sem hún varð alltaf aö fylgja. Hann er kannski ekki hreystihetja á borð við John Wayne eða Charlton Heston heldur unglingahetja, uppreisnarmaður og ófyrir- leitinn, allt það sem unglingana dreymdi um aö vera en þorðu ekki. En hvað er vitað um þessar tvær hetjur? Býsna lítið þrátt fyrir allt sem skráð hefur verið og skrifaö um þau. Svo virðist sem ótímabær dauðdagi beggja hafi sett þau á stall, fremur en lífshlaup þeirra eða kvikmyndirnar sem þau léku í. I raun og veru eru kvikmyndirnar sem þau léku í aðeins lítið brot af þeirri arfleifð sem þau létu eftir sig. James Dean náði aðeins að leika í sárafáum myndum og af þeim eru East of Eden og Risinn líklega þekktastar. Deilt hefur verið um leikhæfileika Marilyn Monroe þótt hún þyki nú óumdeilanlega hafa gert það gott, til dæmis í myndinni Some like it hot, sem enn er sýnd við talsverðar vinsældir. Setjum svo að James Dean hefði ekki ekið æðisakstri á Porche Spyder 550 bílnum sínum eftir þjóövegi nr. 41 frá Los Angeles 30. september 1955, ökuferð sem batt enda á líf hans. Þá væri hann sjálfsagt búinn að gleyma ítölsku leikkonunni sinni, Pier Angeli, sem hann fékk ekki að eiga af því aö mömmu hennar fannst hann allt of ábyrgðarlaus. Ætli hann væri ekki enn á fullu í kvikmyndum, þó að erfitt sé að spá hvort hann heföi lent í spag- hetti-vestrum eða Kramer gegn Kramer. Og setjum svo að Marilyn Monroe hefði ekki látist af of stórum skammti róandi lyfja sjö árum seinna, 5. ágúst 1962. Þá makaði vist enginn krókinn á því að gefa út bækur um það hvort hún hafi fyrirfarið sér eða verið myrt. Hún væri annaðhvort sigurvegari, laus við alltof fagra fortíð og komin í skapgerðarhlut- verkin sem hana dreymdi um, eins og Katharine Hepburn, eöa hún hefði tapað öllu með fegurðinni og æskublómanum(sem þegar var farinn aö fölna þegar hún lést) og væri komin í felur, drukkin eða ódrukkin, vegna þess að enginn hefði áhuga á innihaldi fallegu umbúðanna. Olíklegt væri að þau væru þær hetjur sem raun ber vitni heföu þau lifað. Eitt sinn var Marlon Brando og James Dean líkt saman. Nú er Marlon Brando bara feitur kall, nothæf- ur í guðfeður, en James Dean er enn æskuhetjan unga. Er ekki svolítið hart aö til að öðlast langt Uf sem hetja þurfi að lifa stutt? 40. tbl. Vikan 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.