Vikan - 06.10.1983, Blaðsíða 30
JÚsiluuT
— Veit nokkur ykkar hvad
einhver af vitringunum frá
Austurlöndum hét?
— Ja, einn hét Jón.
— Nú, hvernig fannstu þad
út? spurdi kennarinn undrandi.
— Ja, þad má reikna med því
þegar þrír menn eru saman
komnir að einnþeirra heiti Jón.
Leikfimi er eina fagið þar sem
nemendur verða að framkvœma
áður en þeir hugsa.
Kennarinn: Gummi, rithöndin
þín verður verri með hverjum
deginum sem liður.
Gummi: Það er eins gott,
annars sæirðu hvað ég er
lélegur í stafsetningu.
Kennarinn: Róbert Burns
skrifaði: Til hagamúsar. Hvað
geturðu sagt mér um það?
Nemandinn: Ég er alveg viss um
að hann fékk ekkert svar.
Sögukennarinn í fjölbraut-
inni gaf nemendum þetta verk-
efni í tímaritgerð: Hvaða
skemmtanir voru vinsælastar í
Evrópu um 1700? A) Hjá
körlum. B) Hjá konum.
Ein ritgerðin var á þessa
leið:
Hjá A voru það B og hjá B
voru það A.
Lögregluþjónninn: Heyrðu mig,
hvert ertu að fara svona fljótt?
Bíddu við!
Nemandinn: Ég var að kaupa
nýja bók í samfélagsfrœði og ég
þarf að flýta mér heim að lesa
hana áður en hún verður úrelt.
— Hvaða boðorð braut
Adam þegar hann tók bita af
eplinu?
— Ekkert.
— Nú? sagði kennarinn.
Hvað áttu við?
— Þau voru ekki gengin í
gildi.
Kennarinn: Geturðu nefnt mér
eitthvað sem var ekki búið að
finna upp fgrir 20 árum ?
Nemandinn: Já, mig.
— Maggi, geturðu nefnt mér
eitthvað sem finnst í öllum
heimshornum?
Maggi hugsar sig um lengi
vel og segir svo:
— Ne-ei. Ég hélt að jörðin
væri hnöttótt.
— Hvernig leggur maður
saman 1 og 1 og fœr út meira en
2? sagði kennarinn við uppá-
haldsnemann og beið eftir að
hann svaraði 11.
— Ja, það er þá helst þegar
hjón eignastþríbura.
— Hvemig gekk skóla-
leikritið?
— Stórkostlega! Allir for-
eldramir hlógu sig máttlausa
sýninguna út í gegn.
— Hvað lékuð þið?
— Hamlet.
Kennarinn var að segja
börnunum í 1. bekk söguna af
Adam og Evu og endaði frásögn-
ina: Og allt þetta gerðist fyrir
mörg þúsund árum.
— Ja, þú hefur sannarlega
gott minni, sagði einn lítill gutti
með aðdáun í röddinni.
Friðrik var að láta innrita
sig í skólann.
— Hvað heitir þú?
— Friðrik.
— Oghvaðmeira?
— Þú mátt bara kalla mig
Friðrik, það er allt í lagi.
Strákarnir voru í leikfimi úti
á skólalóðinni og leikfimi-
kennarinn sagði: — Inn með
magann, Siggi, inn með
magann.
Siggi tók á rás.
— Hvert ertu að fara ? kallaði
kennarinn.
— Inn með magann!
Kennarinn: — Geturðu nefnt
mér eitthvað sem Lúðvík XIV
var ábyrgur fyrir?
Nemandinn: LúðvíkXV!
Orðsending til skólanema!
Message
skólaritvélar
með eða án rafmagns
• Sterkar • Skýrt letur • Einfaldar • Léttar • Ódýrar
• í handhægum töskum
Söluaðilar:
Penninn, Hallarmúla
Bókval, Akureyri
Aðalbúöin, Siglufirði
Versl. Valberg, Ólafsfirði
Bókaversl. Jónasar Tómassonar, Isafirði
Bókaversl. Sigurbjörns Brynjólfss., Hlöðum
Bókaversl. Þórarinss Stefánss., Húsavík
Radíóver, Selfossi
Stapafell, Keflavík
Bókaversl. Andrésar Níelss. Akranesi
^--^
%
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
%
30 Vikan 40. tbl.