Vikan - 06.10.1983, Blaðsíða 46
FRAMHALDSSAGA
Hann vissi ekki hvort hann gæti
treyst Vincent Cabarelli. Hann
hafði enn efasemdir vegna vafa-
samra sambanda hans en hann
þurfti nauðsynlega aöstoð. Hann
hafði enguaðtapa.
HANN HAFÐI enn sálarkvalir
yfir dularfullri framkomu Laurel
er hann sneri aftur á hótelið sitt.
Hann fór í sturtu og lagðist á rúm-
ið.
Það var ekki fleira sem hann
gat gert núna. Það væri best að
hugsa fyrir morgundeginum.
Hann vaknaði í apríkósugulri
birtu og eftir að hafa snætt
morgunverð með fyrra fallinu fór
hann aftur á skrifstofu Joyce
Lomax.
Það var nýbúið að opna skrif-
stofuna. Ung, geðug stúlka var aö
taka af ritvélinni í fremra her-
berginu. Hún brosti glaðlega til
hans og hann útskýrði þvi hann
væri þarna.
„Mér þykir fyrir því, herra
minn, en frú Lomax kemur ekkert
hingað í dag. Hún byrjaði í fríi í
morgun.”
„Ef til vill get ég þá náð henni
heima. Geturðu sagt mér hvar
hún býr? ” sagði hann vonsvikinn.
„Eg er hrædd um að þaö sé and-
stætt reglunum, herra minn.”
Gramur fór hann út úr húsinu og
fann næsta símaklefa. Það voru
mörg hundruö LOMAX-ar sem
bjuggu í New York en Joyce
Lomax var skráö sem frú J. Hann
hætti ekki á aö hringja til hennar
ef hún skyldi neita að hitta hann.
Hann tók leigubíl heim til hennar í
Greenwich Village.
ÍBÚÐIN HENNAR var á jarð-
hæð, við miðja götu með húsum úr
brúnsteini. Hann hringdi dyra-
bjöllunni, beið á dyraþrepinu og
óskaði af alefli að hún væri heima.
Þegar hann hringdi í þriðja sinn
lauk hún upp. Hún glennti upp
augun. Hún var klædd í mynstrað-
an hálfsíðan sumarkjól og svarta
sandala með pinnahælum. Hún
virtist fersk og vel snyrt.
„Mér þykir fyrir þessu, frú
Lomax, en ég varð að hitta þig. ”
Ovingjarnleg tóntegund hennar
var eins og augnaráðið. „Það er
óhugsandi, hr. Driscoll. Ég er að
pakka niður í töskur. ”
„Vertu svo væn. Ekki nema fá-
ein andartök.”
„Nei, hr. Driscoll! Ég er ekki að
vinna núna. Og ég er þegar aö
verða of sein.”
Hann var jafneinbeittur og hún.
„Ég er ekki enn búinn að finna
Laurel, frú Lomax. Ég er aö
ganga af göflunum.”
„Hr. Driscoll, ég hef vissa
samúö með þér en ég er ekki nema
mannleg. Ég hef ekki fengið
sumarfrí í tvö ár — ekki svo mikiö
sem dagsfrí. Ég er búin að fá eitt
neyöarsímtal nú þegar í morgun.
Og ég þarf að ná flugvél. Ef þú
vildirafsakamig. . .”
Þegar hún gerði sig líklega til að
loka tróð Kevin fætinum á milli
stafs og hurðar. „Frú Lomax! Ég
er örvæntingu næst! Mér stendur
á sama þótt ég tali við þig hérna
frammi. En ég vil heldur gera það
í einrúmi. Viltu ekki vera svo væn
aðleyfa mér það?”
Hún varpaði öndinni djúpt og
þreytulega, fór treglega frá og lét
undan án þess að vera vinsamleg.
„Tvær mínútur, hr. Driscoll,
þaö er allt og sumt,” samþykkti
hún, gafst upp. Hún gat ekki varist
því að kenna í brjósti um þennan
myndarlega mann. Honum stóð aö
minnsta kosti ekki á sama um
dóttur sína.
Hann elti hana inn, þungbúinn á
svip.
Joyce Lomax bauð honum ekki
inn í stofu. Hún stóð með kross-
lagða handleggi, beið óþolinmóð.
„Ertu ein?” byrjaöi hann.
„Alveg ein, hr. Driscoll. Við
skildum síðasta haust, maöurinn
minn og ég.”
„Mér þykir fyrir þessu. Það
semégátti viðvar. . .”
Hún horfði á hann svipbrigöa-
laus, leyndi meðaumkun sinni og
skilningi. Hann sagði:
„Eftir að ég hitti þig í gær fór ég
og talaði við Vincent Cabarelli.”
Hún virtist furöu lostin meðan
hann sagöi í fáum orðum frá heim-
sókn sinni í vertshúsið.
„Þú réðst sannarlega ekki á
garðinn þar sem hann er lægstur!
Ertu aö segja mér að Vincent
Cabarelli hafi persónulegan
áhuga á dóttur þinni?”
„Hann lofaöi að hjálpa mér að
finna hana.”
Hún hikaði. „Hvernig líst þér á
það, hr. Driscoll?”
„Ég er á báðum áttum. Ef til
vill var hann að sýnast. ’ ’
„Því skyldi hann vera að því? ”
„Ég veit það ekki. Ég er
ringlaður. Það er ekki vit í neinu.
Drottinn minn, ég vildi óska að ég
vissi hvað Laurel er að gera! ’ ’
Joyce Lomax skoðaði teppið,
þrýsti vörunum fast saman. Svo
sagöi hún: „Vincent Cabarelli er
undarlegur maður, hr. Driscoll.
Ég hef heyrt ýmislegt um hann í
réttarsölum og hjá lögreglunni.
Sumir halda því fram að hann sé í
rauninni heiöarlegur, aðrir aö
hann sé ekki annað en enn einn
sleiktur ítalskur innflytjandi. ”
„Er hann á sakaskrá, frú
Lomax?”
„Nei. En ég er sannfærð um að
hann hefur samskipti við undir-
heimana. Það er samt einkenni-
legt að hann virðist forðast þessa
venjulegu ítölsku glæpamenn og
heldur sig rétt innan marka lag-
anna. Hann virðist hafa komist
áfram án aðstoðar guðfööur. Af
því að dæma sem ég hef heyrt tel
ég aö hann sé ekki maður sem seg-
ir eitthvað án þess að standa við
það. Ef til vill finnur hann dóttur
þína. Þegar allt kemur til alls. . .
er hann vinnuveitandi hennar.”
Þessi áminning kom ygglibrún
fram á Kevin.
„Er eitthvað fleira sem þú getur
sagt mér um Laurel? ’ ’
„Ekki annað en þaö sem þú
veistþegar.”
„Ég vil ekki treysta fullkomlega
á Vincent Cabarelli. Ég verö að
ganga út frá því að ég verði að
finna Laurel sjálfur. Það virðist í
rauninni enginn annar hafa
áhuga.”
Hún stirðnaöi upp, sendi honum
nístingskalt augnaráð.
„Mér þykir fyrir þessu, frú
Lomax, en hvort sem þú ert í fríi
eða ekki er dóttir mín þaö eina
sem ég á í þessum heimi. Og hún
er týnd!”
„Hr. Driscoll,” hvæsti hún,
„gerir þú þér grein fyrir því að
þessa stundina eru rúmlega fjög-
ur þúsund manns sem tilkynnt
hefur verið að séu horfin í New
York? Helmingurinn birtist aftur
þegar þar að kemur og flestir vita
ekki um — hvað þá að þeim sé
ekki sama um — hjartasárin sem
þeir hafa valdið öðrum.”
„Þú ert þó ekki að gefa í skyn að
Laurel sé svo ábyrgðarlaus að hún
myndi... ?”
„LAUREL, hr. Driscoll, kom
ekki að finna mig þegar hún átti
að gera þaö. Hún og margir aðrir
námsmenn hafa hrellt lögregluna,
brotið rúöur, stöðvað umferð, að
ekki sé minnst á lögbrotiö um
næturvinnu án leyfis foreldra í
einu vertshúsi Vincent Cabarell-
is!”
Kevin fölnaöi. Hann hafði með
erfiðismunum hemil á sér. „Frú
Lomax. Þú hefur hitt Laurel og
vafalaust gefið henni ráö. Var hún
að einhverju leyti ööruvísi en hún
var vön? Hegöaði hún sér ein-
kennilega á einhvern hátt?”
„Ekki nema í síöasta skiptið
sem ég hitti hana.’”
„Haltu áfram!”
„Nú, ég er ekki vissu um
hvernig ég á að útskýra þetta. Ég
vissi að hún var á kafi í SVGO-
mótmælunum og að hún hafði
áhyggjur af því. En mér fannst
eins og einhver hefði ef til vill beitt
hana þrýstingi.”
„Þrýstingi?”
„Ungir námsmenn eru mjög
áhrifagjarnir, hr. Driscoll, þegar
þeir halda að þeir séu að gera eitt-
hvaö mikilvægt og réttlætanlegt.”
„Hvernig áhrifagjarnir? Ég skil
þetta ekki. Vincent Cabarelli
sagöi eitthvað svipað — aö Laurel
væri kannski hrædd við einhvern.
Það veldur mér bæði áhyggjum og
ruglar mig í ríminu. ’ ’
Áhugi Joyce Lomax jókst. „Við
hvaöátti hann?”
„Hann vissi heldur ekki neitt.
En skólasystir Laurel, Isabel
Dewhurst, gat sér þess til.”
Hann horfði á hana hnykla
brýnnar og gerði sér grein fyrir
því að þrátt fyrir kuldalegt yfir-
bragð þessarar aðlaðandi konu
stóð henni hreint ekki á sama.
„Bíddu snöggvast.” Hún rétti úr
handleggjunum og smellti fingr-
um. „Ég man það núna, hún sagði
eitthvað í líkingu viö „þeir mega
ekki opna það. Ef þeir gera það
veröur það skelfilegt”. ”
„Frú Lomax, þú nefndir þetta
ekkiígær.”
„Æ, ég var á tíu stööum í einu í
gær.”
„En við hvað átti Laurel? Af
hverju útskýrði hún það ekki?”
Joyce Lomax virtist iðrandi.
„Sannleikurinn er sá að ég hafði
ekki ýkja mikinn tíma fyrir
Laurel þegar hún kom til mín
síðast. Ég varð að fara til
Yonkers. Neyðartilfelli. Ef ég
hefði verið í skrifstofunni eins og
áætlað var heföi Laurel ef til vill
opnaðhjarta sitt.”
„Ætlarðu að segja mér aö þú
hafir ekki haft tíma til að tala al-
mennilega við hana ? ”
„Mér þykir það leitt! Þaö voru
vandamál sem voru meira aökall-
andi.”
„Meira aðkallandi! Eins og
hvað?”
Hún roðnaði, reyndi greinilega
að hemja reiði sína, svaraði svo
hás: „Eins og þrettán ára telpa
sem hafði tekið of stóran skammt
af eiturlyfjum. Hún átti líka að
koma aðhitta mig.”
Kevin gat ekki varist því. Hann
sá rautt.
Framhald 1 næsta blaöi.
46 ViKan 40. tbl.