Vikan


Vikan - 12.07.1984, Qupperneq 8

Vikan - 12.07.1984, Qupperneq 8
Texti og myndir: Þórey Komið við á letigarði í Þýskalandi Umhverfi sumarhúsanna er fagurt, ekkert síóur að vori, en þessi mynd er tekin í byrjun apríl. J/ Húsin eru í hefðbundnum þýskum stíl, hvít með dökku bindingsverki. Það veröur æ vinsælla meðal Islendinga aö dvelja í sumarleyf- um sínum í orlofshúsum í ein- hverju nágrannalandanna. Ef til vill eru einhverjir orðnir leiðir á sterku sólskini og hita Suðurlanda en vilja samt sem áöur hafa sumarveður á meðan sá árstími á að ríkja samkvæmt dagatali. Sumarhús í Danmörku og Hollandi hafa verið eftirsótt undanfarin ár og nú bjóöast enn fleiri staðir en fyrr landanum til afnota. Flugleiöir og ferðaskrif- stofan Urval bjóða upp á orlofshús í Þýskalandi, fyrst og fremst í Daun í Eifelhéraði í Suður-Þýska- landi, Daun Eifel Ferienpark sem kallað hefur verið „letigarður” á íslensku. Blaöamönnum var í fyrra gef- inn kostur á að skoöa þessi hús sem eru rétt fyrir utan smábæinn Daun. Húsin eru reist í þyrpingu í tengslum við stóra þjónustumið- stöð. Þarna eru einbýlishús, raðhús og íbúöir í sambýlishúsum. Öll eru húsin byggö í ekta þýskum stíl, hvítkölkuð með dökku bind- ingsverki. Húsin og íbúðirnar eru hin glæsilegustu að innan meö öllum þeim búnaði sem nauðsyn- legur er til að gestir geti haft það sem best. Þar eru fullbúin eldhús eða eldhúskrókar eftir stærð íbúöa, baðherbergi, svefnherbergi og dagstofur, nánast eins og vasa- útgáfur af fallegustu og vistleg- ustu heimilum. I þjónustumiðstöö- inni er verslun, veitingasalur, bjórkrá, bar, sauna, snyrtistofa og bamaleikherbergi, svo eitthvað sé nefnt. Annað sem nefna má staðn- um til ágætis er sundlaug, risa- stórt húsnæði til tennis- og vegg- tennisleikja, reiðskóli og hesta- leiga, billjard og mínígolf. Það er því ekki nokkur ástæða til þess að liggja í leti á letigarðinum þótt slíkt sé aö sjálfsögöu fyllilega frjálst. Daun Eifel Ferienpark er sér- lega vel í sveit sett. Bærinn Daun er skemmtilegur smábær og þar er að finna marga góða veitinga- staöi og bjórkrár. Umhverfið er undrafagurt, skógar og stööuvötn á báðar hendur. Aðeins er um tveggja klukkustunda akstur frá flugvellinum í Lúxemborg til Daun og þaðan er stutt til hinna yndislegu sveita, bæja og borga við árnar Mósel og Rín. Þar um slóðir þarf engum að leiðast lífið. Þar er hægt aö koma viö hjá vínbændum og fá að smakka á hinum ljúfu eðalvínum. Menn verða aldrei drukknir á vínsmakki sem þessu þar sem aöeins er dreypt á veigunum og auk þess eru Mósel- og Rínarvínin veik að vínandainnihaldi. Börn eru því velkomin með foreldrum á vín- smakk, en láta sér þó nægja að fylgjast með! Enginn sem leið á um þessi fögru héruð getur látiö hjá líða aö heimsækja smábæinn Cochem eða borgir eins og Koblenz og Trier. Sú síðasttalda heldur reyndar upp á tvö þúsund ára afmæli sitt í ár og er mikið um dýrðir. Borgin er ein sú elsta í Norður-Evrópu. Þar var höfuðborg rómverska ríkisins þar um slóðir og því mikið um merkar rústir í borginni og margt að skoða. Vilji menn aka lengra eru Bonn og Köln ekki svo ýkja langt frá og aki menn enn lengra koma menn til Frankfurt eða Diisseldorf. Ferðalangar geta valið um að vera í íbúðum eða húsum, bíla- leigubíl eða ekki, en ræsting, rúm- föt og mataráhöld fylgja húsnæö- inu. 8 ViKan 28. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.