Vikan


Vikan - 12.07.1984, Page 9

Vikan - 12.07.1984, Page 9
ÞREFÖLD ÍSLENSK FERMINGI KAUPIN og áttræðisafmæli Texti Dóra Stefánsdóttir Myndir Annelise Jensen Þrjú íslensk böm voru fermd í Kaupmannahöfn í maíbyrjun, Birgir Möller, Berglind Hrafn- kelsdóttir og Olöf Stefánsdóttir. Það var auðvitað prestur Islend- inga í Kaupmannahöfn, Ágúst Sig- urðsson, sem fermdi þau. 1 fjölskyldu Olafar var tilefni hátíðahalda tvöfalt. Afi hennar, Jón Bjamason, átti áttræðisaf- mæli daginn eftir og var veislum slegið saman. Jón og Dagmar Olafsdóttir, kona hans, komu alla leið frá Islandi til að taka þátt í veisluhöldunum. „Ég geri þetta nú fyrir stelpuna, til að geta verið við ferminguna hennar. Mér finnst ekkert merkilegt við það að verða áttræður,” sagði Jón. Olöf hafði upphaflega ætlað að láta ferma sig með dönskum jafn- öldrum sínum. En þegar í ljós kom að tvö önnur íslensk böm yrðu fermd skipti hún um skoðun. Ég spurði hana að því hvort henni fyndist hún sjálf meira íslensk eða dönsk. „Ég veit það ekki. Ég er svo blönduð. Ég hugsa í rauninni aldrei um það,” sagði hún. Olöf og móðir hennar, Inga Bima Jónsdóttir, hafa búið í Dan- mörku í 6 ár. Olöf hefur þó farið heim til Islands á hverju ári og þá meðal annars verið hjá ömmu sinni og afa. Hún er yngst af níu bamabömum þeirra. Hún fór einnig með þeim til Bandaríkj- anna fyrir ári. Tengslin eru þann- ig sterk og gaman að halda veislu saman. Undirbúningur veislunnar gekk ekki átakalaust. Tíu dögum fyrir hana lenti Inga Bima í umferðar- slysi. Hún hjólaði eftir einni af fjölfömustu götum borgarinnar, afar þröngri og án hjólastíga. Bíll rakst utan í hana og felldi hana um koll. Annar fóturinn festist í hjólinu og Inga Bima og hjólið drógust drjúgan spöl. Af- leiðingin varð heilahristingur, margsnúinn fótur, svartur af mari og gifsklæddur, ásamt minni áverkum, meðal annars tveim glóðaraugum. „Ég var eins og Frankenstein.” Eins og þetta væri ekki nóg lagðist svo Olöf í rauða hunda vikuna fyrir ferminguna og fékk upp í 40 stiga hita. Á fermingardaginn voru þær mæðgur hins vegar orðnar vel hressar þó Inga Bima staulaðist enn um í gifsinu. Yngri sonur hennar hjálpaði henni eftir bestu getu, sá eldri var hins vegar heima á Islandi. Veislan, sem haldin var í Jónshúsi, tókst með mestu ágætum og allir skemmtu sér hið besta þrátt fyrir undan- gengna erfiðleika. Fermingarbör in þrjú, Bergiind, Birgir og Ólöf, í kirkjunni. í veislunni um kvöldið. Jón Bjarnason, Ólöf, Dagmar og Skorri bróðir Ólafar. 28. tbl. Vikan 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.