Vikan


Vikan - 12.07.1984, Side 42

Vikan - 12.07.1984, Side 42
1S Framhaldssaga Átjándi hluti Svo gat hún sér þess til að Paul Mydland eða einhver annar skijeger gæti verið aftur kominn þangað uppeftir. Henni brá við tilhugsunina. Hún fann sér tylliástæðu að fara aftur heim í íbúöina, dró fram loftskeytatækið og byrjaði að setja saman viðvörun. Eftir fimmtán mínútur haföi ekkert svar borist. Hún sendi skilaboðin aftur. I þetta sinn fékk hún staðfestingu en ekkert annaö. Hún flýtti sér til baka til að aðstoða þá særðu. Það var eina gagniö sem hún gat gert. Undir hádegið kom Lars-Erik yfir í húsið og talaði við hana svo lítiðbará. „Seinni vaktin neitar að vinna,” sagöi hann. „Þeir eru með ráða- brugg um að giröa af hluta bæjarins. Það er best að þú haldir þig inni. Atökin gætu brotist út aftur.” STOLYPIN hershöföingi varð ekki gagntekinn af skelfingu þótt eitthvað gengi úrskeiðis. Liðþjálf- inn úr landamæralögreglunni, sem stóö drumbslegur í réttstööu fyrir framan hann, var það aftur á móti greinilega. Svipleysi unga foringjans gat ekki leynt óttanum sem hafði gripiö hann fyrr um morguninn. Samanherptar varirnar titruðu. „Skaustu inn í hópinn?” endur- tók Stolypin, trúði í raun ekki eigin eyrum, svona einu sinni. „Gafstu fyrirmæli um að skjóta á þá, ekki yfir höfuöin á þeim? ’ ’ „Námamennirnir voru óstöðv- andi, félagi hershöfðingi.” Liö- þjálfinn hafði ekki vald á rödd sinni. „Við skutum fyrst yfir höfuð þeirra, en þeir stönsuöu ekki.” „Þetta kemur ekki heim og saman viö aðrar frásagnir sem ég hef heyrt. Gerirðu þér grein fyrir að þú hefur stofnað í hættu orðstír ættjarðar þinnar á alþjóölegum vettvangi; þú hefur stofnaö allri 42 Vikan 28. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.