Vikan


Vikan - 05.12.1985, Síða 27

Vikan - 05.12.1985, Síða 27
Peysa með slaufu Prjónar: Nr. 4, 70 cm langur i bol og ermar, 40 cm hringprjónn (nr. 4) i ermar, nr. 3 1/2, 5 prjónar fremst á ermar. Efni: Þrjár 20 g hnotur af Anny Blatt, 70% angóra og 30% ull (3 x 90 m). Niu S0 g hespur af Dorotheé Bis, 100% viscose (9 x 90 m). Bak + framstykki: Fitjiö upp með Anny Blatt angóra 40 1. á prjóna nr. 4. Byrjað er á baki og prjónað eftir mynd, aukið er í um 11. sitt hvorum megin, í 4. umf. fyrst en svo 11. sitt hvorum megin í 6. hverri umf., eftir mynd, en þá er tekið úr fyrir hálsmáli og síðan prjónaðir renningarnir niður sitt hvorum megin og tekið úr á sama hátt og aukið var í á bakstykki. Hálsmál + hluti af framstykki: Teknar eru upp 280 1. á prjóna nr. 4 og prjónaðar 5 umf. með viscosegarninu. Þá eru prjónaðar 2 umf. brugðn- ar með angóragarni, svo aftur með viscosegarninu, 26 umf. Þá eru lykkjaðar saman 751. + 75 1. = 150 aö framan neðan frá. Þær sem eru þá eftir, þ.e. 130 1., eru felldar laust af og rúllast þá upp á þær og hálsmál myndast. Ermar: Teknar eru upp 250 1. með viscosegarni jafnt á allri hliðinni. Prjónuð 1 umf. í 2. umf. er aukið í um 20 1. á öxl, þannig að smá- rykking myndist, 270 1. eru þá á prjóninum yfir alla hliðina. Prjónuð 41 umf. slétt. Þá er stykkið lykkjað saman á hliðunum, byrjað neðst, 75 1. + 75 1. = 150 1. Þá eru eftir á prjónunum 120 1. sem eru prjónaðar áfram á hringprjón nr. 4 sem ermi. tJrtaka: I 3. hverri umferð eru teknar úr 2 1. undir hönd, alls 30 sinnum, þá eru 60 1. á prjóninum. Skipt er yfir á 5 prjóna nr. 3 1/2 og teknar úr 10 1. jafnt allan hringinn. Þá eru eftir 50 1. og er þá prjónuð 21 umf. án úrtöku og síðan fellt af. Hin ermin er prjónuð eins. Frágangur: Peysan er saumuð upp að neðan. Slaufa: Fitjaðar eru upp 30 1. og prjónað á prjóna nr. 3 1/2 með angóragarninu, u.þ.b. 40 umf. Hún er síðan saumuð saman í miðjunni Peysa nr. 2 með viscosegarni og saumuð á peysuna undir hálsmálinu. Gangi ykkur vel 49. tbl. Vikan 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.