Vikan


Vikan - 10.03.1988, Page 33

Vikan - 10.03.1988, Page 33
BYLGJU.KVÖLDIN! V ENSVOSAN EN SVO SANNARLEGA VIÐALLRA H/EFI Rómantískt mánudagskvöld Þótt vikan sé rétt að byrja er full ástæða til að kveikja undir rómantíkinni. Og það gerir tónlistin hennar Valdísar Gunnarsdóttur á mánudags- kvöldum milli kl. 21.00 og 24.00 svo sannarlega. Rólegt og rómantískt, nýtt og gamalt í hæfilegum skömmtum. Heimslistamenn i heimslistapoppi Á hverju þriðjudagskvöldi fer Þorsteinn Ásgeirsson á þeysi- reið um lönd og álfur og kannar umbrot á vinsældalistum. Allt það nýjasta, besta og fjörugasta af glænýjum vinsældalistum vestanhafs og austan. Makalausir miðvikudagar Allt sem þú vildir heyra í útvarpinu en hafðir ekki kunnað við að spyrja um. Hér kemur það. Annars konar tónlist, annars konar tal, annars konar stjórnandi. Komdu úr felum og athugaðu máliö á miðvikudagskvöld hjá Þorsteini J. Vilhjálmssyni milli klukkan 21.00 og 24.00. Fimmtudagar fyrir neðan nefið Júlíus Brjánsson er stundum svolítið meinlegur í spurning- um, alltaf kurteis og yfirleitt kemur hann beint að efninu. Hann hefur sinn sérstaka stíl og alltaf með munninn fyrir neðan nefið. Hann fær til sín gesti í kaffispjall á fimmtudags- kvöldum milli kl. 21.00 og 24.00 í þættinum Fyrir neðan nefið. Þáttur fyrir fólk sem hefur nef fyrir góðu útvarpsefni. Fööööööstudagur og vinnuvikan búin Nú skiptir Bylgjan um gír og gefur í svo um munar. Haraldur Gíslason kemur hér til sögunnar í kvölddagskránni og heldur uppi Bylgjufjörinu frá klukkan 22.00-3.00 með kveðjum hlustenda og óskalögum. 989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.