Vikan


Vikan - 10.03.1988, Síða 37

Vikan - 10.03.1988, Síða 37
hefur verið á þessu kemur fram að karlmenn hafa til- hneigingu til að veita afbrýðis- og reiðitilfinningum sínum í átt að hinum karlmanninum í þrí- hyrningnum. Kvenmenn hafa aftur á móti tilhneigingu til að Veita afbrýðissömum tilflnn- ingunt sínum í almennari far- vegi, missir eftirtektar eigin- niannsins, ástar hans og um- hyggju. En hverjar eru helstu orsak- ir framhjáhalds? Þetta hefur einnig verið kannað ítarlega Vestanhafs og í ítarlegri könn- un sem gerð var á 750 málum þar kom í ljós að helstu orsakir eru ófullnægjandi kynlíf, for- 'átni, hefnd, leiði og þörfin á því að vera eftirsóttur. Og í niörgum tilvika eru framhjá- höld viss tjáskipti meðal hjóna. Sá sem svíkur er að leika skila- hoð til maka síns: „f mínum huga gengur þetta hjónaband ekki upp.“ Það vekur athygli í þessu sambandi að í mörgum tilvika ýr kynlíf síður en svo aðal- astæða þess að annar hvor ntakinn gerir sig sekan um framhjáhald og þá einkum ef nni eiginkonuna er að ræða. har er oft um leit að nánum Persónulegum tengslum að ræða sem eiginmaður hennar getur af einhverjum ástæðum ekki veitt hcnni, þörfin á að geta haft einhvern til að ræða við um Ianganir sínar og óskir. hegar náin tengsl í hjónabandi eru ómöguleg, þegar það er út nr myndinni að geta rætt við hvort annað um þrár sínar, °tta, eða óskir í kynlífi byrjar thakinn sem þetta bitnar á að hnnast sem hann sé hjálpar- iaus og utangátta. Við þetta niyndast togstreita í samband- 'nu, togstreita og valdabarátta sem síðan brýst út í því að thakinn leitar út fý'rir hjóna- handið í leit að Iausn á vanda- thálum sínum. Frásagnir karla og kvenna Kona: „Þetta byrjaði allt á sVo saklausan hátt. Ég var í Partý fyrir þremur árum hjá 'ihum mínum og sat þar við hliðina á þessunt dásamlega jVjálaöa náunga. Hann hafði h®tt vinnu sinni til þess að sfrrifa bók og þar sem ég er rit- stjóri og hef svolítið vit á Pessu samþykkti ég að hitta . ann í hádegisverði daginn eft- 'r til að fara yflr kafla í bókinni hatis. f stað þess að tala um V'kina fórum við að ræða um °kkur sjálf, líf okkar, hjóna- bönd og það sem okkur fannst skipta máli í líflnu. Þegar hann yflrgaf veitingastaðinn var ég fallin fyrir honum. Eftir þetta hittumst við í hádegimat einu sinni í viku og innan skamms var ég yfir mig ástfangin af þessum manni. Hann kom mér til að hlægja, lét mér finnast sem ég væri fögur og er við fórum saman í rúmið var það dásamlegt. Ég held að ég hafi ekki gert mér grein fyrir því hve þreytt hjónaband mitt var orðið. Ég og eiginmaður minn rifumst mikið, við höfðum alltaf áhyggjur af fjármálum, snert- um varla hvort annað og aldrei, aldrei gerðum við neitt skemmtilegt saman. Eftir eitt ár ástar og hádeg- isverða ákváðum við að við yrðum að vera saman. Það var ekki auðvelt. Skilnaðir okkar voru mjög sársaukafullir. En nú er það allt að baki og við erum mjög hamingjusöm. Börn okkar hafa einnig sætt sig við þetta. Er ég lít til baka geri ég mér grein fyrir því hve miklu betra líf ég á nú en áður.“ Karl: „Ég hef verið giftur í níu ár og á þeim tíma hefur gengið á ýmsu í hjónabandi mínu. Við vinnum bæði úti og fyrir um sex mánuðum fór mér að ganga illa í vinnunni. Á sama tíma fékk hún stöðu- hækkun í sinni vinnu. Ég var ánægður fyrir hennar hönd en einnig afbrýðissamur. Við fór- um að ræða þetta, eitt leiddi af öðru og samræðurnar snérust upp í að lausamunir í íbúð okkar fóru á flug. Eftir þetta varð samband okkar mjög stirt og kynlífið féll niður í ekki neitt. Skömmu síðar hitti ég vin- konu vinar niíns í partýi hjá honum og daginn eftir hringdi hún í mig og bauð mér út að borða í hádeginu. Ég hugsaði ekkert út í þetta en á veitinga- húsinu er við fórunt að ræða málin reyndi ég ekki að koma hjónabandserfiðleikum mín- um inn í umræðuna en senni- lega hafa þeir skinið í gegn. Daginn eftir bauð hún mér út til kvöldverðar og þá vissi ég hvað hékk á spýtunni. Á þeim fjórum mánuðum sem við höfum hitt hvort ann- að hefur hún leikið flesta leik- ina í sambandi okkar, bæði til- fmningalega og kynferðislega. Við erum bæði raunsæ og um eiginlega ást er ekki að ræða í sambandi okkar. Við höfum ánægju af kynlífinu okkar í millum og félagsskap hvors annars. Ég mun ekki skilja við konu mína vegna hennar en segja má að ég sé aðeins að draga andan eftir erfiðleikana í hjónabandi mínu.“ Kona: „Þetta hófst allt með illvígu rifrildi. Ég og maðurinn minn höfðum ákveðið að fara til Parísar. Eitt kvöldið kemur hann heim og segir að ekkert verði af ferðinni af því að dótt- ir hans (af fyrra hjónabandi) vilji fara í dýrar sumarbúðir. Ég er ekki ein af þessum hvössu stjúpmæðrum en ég legg rninn skerf til heimilisins og það sem er sanngjarnt er sanngjarnt. Rifrildið kom við ýmsar taugar og hann lauk því með því að fara að sofa. Síðan heftir hann ekki rætt við mig um neitt. Hefur þú einhvern tíman eytt mánuði í húsi þar sem einu orðin eru: „hvar er dagblaðið"... og síðan kom Jón. Ég hitti hann í vinnunni og eítir matarboð og drykki kom hann með athyglisverða uppástungu. Hérna var hefndin, hugmynd sem mér hafði ekki áður dottið í hug meðan ég pældi í því hvað úr lyijaskápnum ég ætti að setja í súpu eiginmannins. Þetta ffamhjáhald mitt hefur verið dásamlegt. Þetta er það sem þeir eiga við með er þeir segja að hefndin sé sæt.“ Karl: „Þegar ég komst á þrjátíu og fimm ára aldurinn fannst mér Iíf mitt vera orðið hrútleiðinlegt. Vinna á daginn, sjónvarpsgláp á kvöldin, dag eftir dag, viku eftir viku. Það lifnaði aðeins yfir því er nýr ritari tók til starfa hjá okkur. Ég byrjaði að vinna frameftir og oft vildi ég vera kominn í vinnuna fýrir kl. átta á morgn- ana. Á þessum „morgunfund- um“ okkar var ég alltaf á hrað- ferð og gleymdi að borga í stöðumælinn. Sektirnar hrúg- uðust upp en ástkona mín hló alltaf að þeim og stakk þeim í hanskahólfið. Jæja um það bil mánuði eftir að samband okkar hófst bað ég konu mína að fara með bílinn á olíustöð. Er hún var að leita að smurbókinni í hanskahólfinu rakst hún á allar þessar sektir. Þær sýndu að ég var á allt öðr- um stað í borginni en vinnu minni á þessum tíma dagsins. Ég reyndi ekki að Ijúga mig út úr þessu og nú erum við skilin. Ég veit ekki hvort við náum að taka saman aftur, hún er senni- lega of stolt til þess. Ástkona mín sýndi samúð en lítið ann- að og hefúr ekki áhuga á að fá mig í sambúð enda er fremur takmarkaður áhugi á því frá ntinni hendi. Allt sem ég vil er að komast heim aftur.“ □ VIKAN 37

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.