Vikan


Vikan - 10.03.1988, Qupperneq 44

Vikan - 10.03.1988, Qupperneq 44
„Trúlega verður hlegið" William Shakespeare hét maður. Hann fœddist í Stratford nœrri Oxford á Englandi árið 1564 - að því talið er. Vitað er með vissu að þessi iðni skríbent var skírður 26. apríl þetta ár og vaninn var að skíra börn þremur dögum eftir fœðingu. Þá er og vitað að á legstein l/l/S var letrað að dánardœgur hans hafi verið 23. apríl 1616 og að hann hafi verið kominn á sitt fimmtugasta og þriðja ár þegar kallið kom. Það er löng leið frö því að vera korn- ungur barna- karl í enskum smöbœ í að verða eftirsótt leikritaskbld í stórborg- inni... Bráðþroska kvennamaður? Þegar maöur reynir að ímynda sér hvernig sonur hanskagerðarmannsins í Hen- leystræti í Stratford hafi litið út, kemur jafnan fyrst í hugann ó- skýr mynd sem oft liefur verið prentuð í leikskrá eða utan á þýðingar leikrita hans. Á þeim teikningum er karlinn eins og gömlu myndirnar af Hallgrími Péturssyni presti, með pípu- kraga, skalla og barta og horfir fjarrænum augum á lesandann, gjarnan gæsafjöðurpenni innan seilingar. En trúlega hefur WS aldrei setið fyrir með svona kraga um hálsinn ellegar pennann í krepptum hnefanum. í rauninni er eðlilegra að sjá hann fyrir sér lausgirtan, með skikkjuna vafða um axlir til varnar kuldanum og sagganum heima, skyrtan ffáhneppt, greinilega langt síðan hún var þvegin og hann er að reyna að hressa sig á víngutli þótt hann eigi erfitt með að koma niður fýrsta sopanum. Ekki fylliraftur Nei, nei! enginn fylliraftur hann WS. En hann kættist oft með kátum, bjó svo lengi fjarri fjölskyldunni, hafðist við í skjóli leikflokksins sem um skeið hét Drottningarmennirnir, vistar- verurnar herbergi gistihúsa og kráa ellegar leiguíbúðir; stund- um urðu kvöldin löng og þegar morgnaði mundi skáldið eftir gömlu loforði um að skrifa leikrit fyrir einhvern fúrstann, 44 VIKAN páraði nokkrar línur í morgun- sárið á meðan félagarnir í leik- hópnum sváfu úr sér þreytuna. Penninn rispaði pappírinn, hann krotaði eins og í hugsunarleysi strákslegt tilsvar sem hann hélt sig hafa heyrt í gleðskapnum í gær. Kvennamaður? Já, kæri WS, leyfðu mér að ímynda mér þig sem pilsaveið- ara. Og hvernig má annað vera en að seinni tíma aðdáendur þínir láti sér detta ýmislegt í hug? Þegar WS var átján ára hafði hann gert Önnu Hathaway barn — hún var átta árum eldri en hann og bjó í Stratford, dóttir bónda og kannski farin að ör- vænta um biðla. Konur sem á þessurn tíma voru komnar svo hátt á þrítugsaldur áttu að vera giftar. WS var ekki myndugur þegar liann dreif sig í hnapphelduna. Og John, faðir hans, mun trú- lega hafa verið mótfallinn ráða- hagnum, því hann skrifaði ekki undir neina ábyrgð eða leyfi til hjúskapar, það gerðu tveir vinir WS úr þorpinu. í maí 1583 fæddist dóttirin, Súsanna og tveimur árunt seinna láta þau WS og Anne skíra tvíbura, þau Hamnet og Judith. Hamnet lifði ekki að verða nema ellefú ára og þau Anne eignuðust ekki fleiri börn. Menn reikna með því að fýrstu hjúskaparárin hafi WS og kona hans búið heima hjá for- eldrum hans og að WS hafi hjálpað til við rekstur fyrirtækis- ins. Það Iíður fram til ársins 1592 að vitað er að WS er kom- inn til London og á kaf í leikhús- lífið þar í borg. Það er löng leið frá því að vera kornungur barna- karl í enskunt srnábæ í að verða eftirsótt leikritaskáld í stórborg- inni. Eftir að WS var orðinn leikari og skáld í London sást hann ekki oft í Stratford. Kona hans sá ein um uppeldi barnanna — og sum- ir sent grúskað hafa í sögu Shak- espeare-fjölskyldunnar vilja rneina að bróðir WS hafi fljót- lega eftir brotthvarf hans flutt inn til grasekkjunnar. Kannski var skáldinu sarna. Nóg var um pilsin í London. Senuhristir Kringum 1590 var London miðpunktur menningarlífsins eins og jafnan síðan. Margt séníið mælti þar vísdómsorð upp á hvern dag eða krotaði með penna eitthvað sem átti að standa um aldir. Eitt þessara snilldarmenna var Robert nokk- ur Greene, bóhem sem lifði stutt eins og bóhem eiga að gera, en sendi samt frá sér jafn- an straum af leikritum, skáldsög- urn, smáritum og kvæðum, samanlagt ein fimmtán bindi ef við miðum við bækur okkar tíðar. Þegar Greene þessi lá banaleguna, örvasa af sjúkdóm- um og bláfátækur skrifaði hann sarnan eitt flugrit sem hefi.tr að geyrna fyrstu lýsinguna á Shak- espeare sent leikskáldi. Greene varar félaga sína í hópi rithöfunda við því að skipta sér af leikurum, „þessum leikbrúðum sem mæla fram orð okkar, þessa jóna sem skreyta sig með litum okkar.“ Og svo heldur hann áfrant: „Treystið þeirn ekki, því að á rneðal þeirra er uppvakningur einn, kráka í okkar líkl sem felur úlfshjarta sitt undir leikarafeldi og þykist vera eins klár að ntæla frani blankvers sem sá besti nieðal höfúnda og vera í eigin augurn hinn eini sanni Senuhristir (Shake-scene) í landinu." Greene fer að hætti síns tírna eins og köttur í kringum heitan graut. Samt vita allir við hvað og hvern hann á. Hann hæðir setn- ingu úr Hinrik sjötta þar sem talað er um tígurhjarta undir konufeldi. Og hann nefnir Senu- hristir (Shake-scene) með stór- um staf sem höfðar vitanlega til Shakespare. Menn hafa verið að gera því skóna að Shakespeare Innan tíðar hefjast sýningar á forvitnilegri útfærslu Kjartans Ragnars- sonar á Hamlet. Teikningin sýnir atriði úr þessu sögufræga verki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.