Vikan


Vikan - 10.03.1988, Síða 48

Vikan - 10.03.1988, Síða 48
— Það voru einmitt þau sem ráku okkur út í þetta, sagði Friðrikka ástúðlega. Við hefðum aldrei getað átt í því að skulda alls staðar. Ó, Teddi — bollurnar! Dagarnir liðu tilbreytingarlaust. Friðrikka kvaldist af að sjá hvernig Teodór breyttist — hlusta á hann skamma sig, vitandi að það var aðeins af því að það kvaldi hann að sjá hana alltaf dauðuppgefna. En stundum hlógu þau — eins og til dæm- is þegar þau jörðuðu deigið sem vildi ekki lyfta sér og Teodór setti blóm á gröfina. Og líka þegar þau fundu gömlu mylluna sem búið var að breyta í íbúðarhús og var til sölu. Þau gengu hrifin í kringum það og Teodór hvíslaði: — Þetta skulurn við einhverntíma kaupa! Urn kvöldið, þegar Friðrikka sat á eldhús- tröppunum og var að hugsa um gömlu mylluna, þá heyrði hún í ritvélinni hans Teodórs. Teodór var aíitur farinn að vinna og var kátur og ánægður. Teodór var að þurrka leirtau þegar frú Saunders kom einu sinni frant í eldhúsið. — Jæja, Bárður, sagði hún vingjarnlega, — mér þykir alltaf gaman að sjá menn hjálpa konum sínum. Við erum ánægð með ykkur bæði. Hún þagnaði stundarkorn, síðan hélt hún áfram: — Ég hef hér bók sem ég er ný- búin að lesa. Mér datt í hug hvort þér hefð- uð ekki gaman af að lesa hana. Hún er mjög fróðleg. Við erum meðlimir fjögurra lestrar- félaga, svo að þér getið fengið hvaða bók sem þér viljið. Þegar hún var farin fór Friðrikka að skelli- hlæja. — Teddi, þú varst svo hlægilegur þegar hún fékk þér bókina. Teodór eldroðnaði. — Ég er hræddur um að ég kunni ekki að meta þetta eilífa spaug þitt. Að maður skuli þurfl að vera upp á svona fólk kominn! — Þetta var svo hlægilegt! Friðrikka var hnakkakert en varir hennar skulfu. — Teddi, hvers vegna getur þér ekki þótt þetta hlægi- legt? Þú veist hvað þetta fólk er fíkið í að kynnast frægum mönnum. Við hlæjum að því. Það er ekki fallegt... Teodór sagði ekki eitt einasta orð á með- an þau borðuðu og um kvöldið sat Friðrikka ásamt Napóleon uppi á girðingu. En svo kom Teodór og hvíslaði að Friðrikku: - Við skulum ekki rífast! Friðrikka þrýsti sér að honum og sagði: — Sjáðu, Teddi, þarna er kvöldstjarnan — manstu ... ? En það var leiðinlegt hvað Teodór og Friðrikka þurftu lítið til að fara að rífast og það varð æ erfíðara að sættast aftur. Og svo kom frænka frú Saunders í heirn- sókn. Það var seinni part dags. Friðrikka var úti á vegi og beið eftir því að Teodór kæmi frá stöðinni þegar bíllinn kom þjótandi og við stýrið sat ung stúlka og við hliðina á henni sat Teodór. Napóleon sat á miðjum vegin- um og þvoði sér. Friðrikka hljóp æpandi að honum en stúlkan beygði og nam staðar. — Aumingja litla kisa — gerði ég þig hrædda, sagði hún og stökk út úr bílnum um leið og Friðrikka hafði tekið hana upp. — Hún mundi aldrei láta bera á því þó að hún væri hrædd, sagði Friðrikka hlæjandi, — hún hefur svo mikið sjálfsálit. Henni hefði litist vel á þessa ungu stúlku, hugsaði hún, 48 VIKAN VIKAN FYRIR ÁRUM ef hún væri ekki alveg svona mikið upp með sér og ef Teodór hefði ekki þurft að hneigja sig og beygja fyrir henni og bera inn tösk- urnar hennar. — Ég heiti Dóra Saunders! Eruð þér að skemmta yður hér? — Nei, ég er vinnukona! Friðrikka naut vandræða Dóru: En eftir dálitla stund náði hún sér og spurði: . — Eigið þér þennan kött? Hvað heitir hann? — Franco! Teodór svaraði. — Hvers vegna ætti hann ekki líka að liafa dulnefni, sagði hann síðar við Friðrikku. Dóra gerði þeim allt erfiðara. Það var þreytandi að þurfa að horfa á hana fara í skemmtiferðir en verra var að Teodór þurfti alltaf að fara nteð henni og bíða eftir henni. — Ég er dálítið hrædd að aka ein, sagði Dóra hlæjandi. — Þér akið svo ágætlega, Bárður. — Hún ekur langtum betur en þú, Teddi, sagði Friðrikka og hló dálítið gremjulega. — Ég er hrædd um að það sé þessi fallegi Bárð- ur sem hún sækist eftir. — Ertu afbrýðisöm, Friðrikka? sagði Teodór aðeins. — Nei, sagði Friðrikka hranalega, en mér leiðast léttúðugar stúlkur. Teodór ansaði henni ekki og þegar hann var farinn fór Friðrikka að þvo upp og hún var svo utan við sig að hún tók ekkert eftir því að hún setti fingurna undir heita vatnið og brenndi sig. Henni Jiótti vænt um að hafa eitthvað til að gráta af. Þegar Teodór kom aftur tók hann hana í fang sér. — Friðrikka, kjáninn minn! hvíslaði hann. Þú veist að svona kvenfólk er ekki við mitt hæfi. En hvað á ég að gera? Ég get ekki sagt nei við því að aka fýrir hana. — Teddi, — ég hélt að þú værir hrifinn af fötunum hennar. — Kjánaprikið mitt, sagði Teodór hlæj- andi. Þú manst líklega eftir því að ég varð fyrst skotinn í bláa sloppnum þínum. Hann þurrkaði henni um augun og batt um hönd hennar. í sama bili var skellihlegið í dyrunum. — Fyrirgefið ef ég ónáða, sagði Dóra. — Ég gleymdi að segja ykkur að það koma gestir í dag og frænka er svo óróleg því að einn er skáld og hún vill hafa góðan mat. Ég átti að spyrja yður, Bárður, hvort jiér vilduð ganga fýrir beina? Megurn við ekki kalla yður Fotheringay? Það er svo gott nafn. Friðrikka leit upp en unga stúlkan var far- in og Teodór hjálpaði henni upp í bílinn. Teodór var í ágætu skapi þegar hann var að hafa fataskipti um kvöldið. — Sko, er ég ekki fæddur þjónn. Hann tók upp bakkann og sveiflaði honum fimlega. Friðrikka var að skera melónu í sundur þegar dyrnar opnuðust. — Hvernig gekk, Teddi, sagði hún glað- lega. — Ágætlega — ég braut aðeins tvö glös! En það var ekki Teodór sem svaraði. Friðrikka lirökk við, sneri sér við og sá Svein ganga að sér. — Sveinn, hvað ert þú að gera hér? hróp- aði hún. — Elta flóttamennina með blóðhundum, sagði Sveinn. - Ég hef haft rniklar áhyggjur af ykkur. - Þetta hefiir gengið ágætlega. Það var Teodór. Þú verður að fara inn, Sveinn — ég hugsa að húsbændunum sé ekkert um það að gestirnir haldi sig í eldhúsinu. — Teddi! hrópaði Friðrikka ásakandi. Hann meinar þetta ekki, Sveinn — en þetta hefur verið svo erfitt fyrir hann. — Ó, slúður, Teddi, sagði Sveinn hlæj- andi, láttu nú ekki eins og kjáni. Ég varð að tala við ykkur en hefði aldrei fúndið ykkur nema með aðstoð Dóru. Það er unga stúlk- an sem ég minntist einu sinn á við ykkur. Ég sagði henni að þið mynduð hafa gert eitt- hvað svona. Hún var sannfærð um að hún hefði fúndið ykkur og hringdi til mín og bað mig að koma með handjárnin. — Þér megið ekki kenna Sveini um þetta, sagði Dóra fyrir aftan hurðina. Það er allt mér að kenna. Má ég ekki koma inn svo að ég þurfi ekki að standa á hleri. — Komið þér bara, sagði Friðrikka glað- lega. — Mér Jiykir vænt urn að hafa fiindið þau, Sveinn, sagði Dóra. — Ég var viss um að þetta væri Friðrikka undir eins og ég sá hana. En Teodór — það var illa gert af yður að breyta um nafn á Napóleon. Það var nærri búið að eyðileggja allt. Og hvað Jiér voruð alltaf þögulir hvernig sem ég reyndi að veiða yður. Þér vilduð aldrei segja neitt, svo að ég varð að biðja yður um að vera þjónn. — Þvílík nærgætni, sagði Teodór gremju- lega. — Ég þakka kærlega fyrir hugulsemina. — Þetta var svo sem engin hugulsemi, sagði Sveinn hlæjandi, — heldur hrein og bein sjálfsvörn. Mig langaði til að fá augna- bliksfrið fýrir símanum. Útgefandinn var nærri búinn að gera út af við mig. Hann hef- ur selt tvær bækurnar Jiínar og er að verða vitlaus út af því að geta ekki talað við þig. — Friðrikka - mér hefur dottið snjallræði í hug. Ég kalla næstu bók „Krókódíllinn hlær“ og ég ætla að byrja strax að skrifa hana. — Að kvöldverði loknum áttu við, sagði Friðrikka. Ó, Fotehringay, viljið Jiér ekki gjöra svo vel og fara inn með melónuna. Saunders fjölskyldan gleymdi aldrei þeim kvölderði. Þau höfðu hvorki vinnukonu né þjón því að þegar þau heyrðu hvernig í öllu lá varð Friðrikka að sitja hægra niegin við húsbóndann og Teodór fékk heiðurssæti hinum megin við borðið. Allt í einu kallaði Sveinn: — Friðrikka, ég var nærri búinn að gleyma því að ég er með bréf til þín. — Það kom rétt eftir að þið fóruð. — Frá hverjum og hvað stendur í því? hrópaði Teodór. — Það er frá ritstjóra tískublaðs — og ég sem hélt að stéttin væri útdauð! Hann biður mig að senda sér teikningar, svaraði Frið- rikka hlæjandi. — Hún teiknar þessar indælu teikningar í blöðin, sagði frú Saunders alltaf síðan hverj- um sem á vildi hlýða. Og maður liennar er mjög frægur rithöfundur... - Það hlýtur að vera dásamlegt að skrifa, sagði hún við Teodór. Hvaðan fáið þér allar þessar hugmyndir? En Teodór slapp við að svara því að í sama bili opnuðust dyrnar og inn kom Napóleon sem aldrei fyrr hafði stigið fæti inn í stofurnar og settist á teppið. Hann hafði lika sagt skilið við eldhússtörfin.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.