Vikan


Vikan - 10.03.1988, Síða 55

Vikan - 10.03.1988, Síða 55
Á þessari mynd sést vel hve lítið gallabuxnaframleiðendur þora að víkja frá hinu sígilda sniði. Þó að hver framleiðandi reyni að skapa sér ein- hverja sérstöðu svipar þeim mjög saman. Helsti munurinn er lögunin á rassvösunum. Þó má sjá að á buxunum lengst til vinstri eru engir ská- fleygar í bakstykkinu. ingar á kvenfatatískunni. Síð- buxur voru löngu búnar að festa sig í sessi sem klænaður fyrir bæði kynin, en þó var mikill munur á kven- og herrabuxum. í fyrsta lagi var það efhið, (t.d. var stretch efhið einskorðað við kvenbuxur) en buxnakiaufin var ekki síður mikilvæg. Það þekktist ekki að konur gengju í buxum með klauf, þær voru renndar á hliðinni eða að aftan. Buxnakfaufin var jú hönnuð fyr- ir karlmenn með þeirra líkam- legu þarfir í huga. í kringum f965 varð svo skyndilega hug- arfarsbreyting hvað þetta snerti og fljótlega var ekkert álitið at- hugavert við það að stúlkur gengju í gallabuxum þó þær væru upphaflega sniðnar fyrir karlmenn. Múrinn var brotinn og galla- buxur urðu útbreiddar á meðal unglingsstúlkna. í kjölfar stúd- entauppreisnanna 1968 urðu gallabuxurnar svo tákn fyrir uppreisnaranda ungs fólks og fyrirlitningu þess á gildismati fýrri kynslóða. Komið var að gullöld gallabuxnanna. Allir í gallabuxur Áttundi áratugurinn. Galla- buxur út um allt, bæði kynin og flestir aldurshópar notuðu þær við flest tækifæri. Markaðsöflin höfðu rankað við sér og séð hve miklir möguleikar voru fólgnir í þessari aldargömlu flík og gerðu hana að hátískuvöru. Þekktir tískuvöruframleiðendur hófu hönnun og framleiðslu á galla- buxum og minni spámenn fylgdu í kjölfarið. Þegar æðið stóð sem hæst voru hundruðir merkja á markaðinum og tískan breyttist óðfluga. Hverjir muna ekki eftir merkjum eins og Bullit og F.U.S. sem heilluðu unglinga á sínum tíma? Eða níðþröngu stretsgalla- buxunum sem leyndu engu í sambandi við vaxtarlag? Allir reyndu að koma fram með nýjungar og nefna má sem dæmi víðu „baggy“ buxurnar, níðþröngu gallabuxurnar, þær útvíðu og svo bættar gallabux- ur. í kjölfarið var farið að fram- leiða ýmiss konar fatnað úr gallabuxnaefni, svo sem jakka, skyrtur, svuntur, pils, stuttbux- ur, skó og margt fleira. Fólk á öllum aldri var farið að nota gallabuxur dags daglega og jafn- vel líka sem spariföt. Þannig fór fólk jafnvel úr einum gallabux- um í aðrar þegar eitthvað stóð til. Bakslag í seglin í kringum 1980 fór svo að draga úr æðinu og eldra fólk hætti að miklu leyti að ganga í gallabuxum. Eftir sem áður hafa þær haldið velli sem vinsælasta flíkin hjá ungu fólki þrátt fyrir að uppatískan hafi þjarmað svo- lítið að þeim. Eftir því sem dregið hefur úr gallabuxnatískunni hefur merkj- unum fækkað á ný og segja má að tískan sé búin að fara hring og sé nú affur að nálgast upphaf- ið. Þær buxur sem eftir standa eru nefnilega hinar sígildu galla- buxur, og þá sérstaklega frá Lev- is fyrirtækinu, en hreintrúaðir gallabuxnanotendur vilja helst ekki sjá annað. Að vísu velur fólk þær mismunandi þröngar, en grunnsniðið er í höfuðatrið- um það sama. ímyndin í auglýsingum Frá því að gallabuxur urðu al- menn neysluvara á vesturlönd- um hafa þær helst tengst ungu fólki og uppreisn þeirra gegn yfirvaldi og foreldrum. Enda hafa ffamleiðendur helst stefht á þann markað eins og auglýsing- ar þeirra bera glöggt vitni. Fyrst var byggt á kúrekaímyndinni sem höfðaði mikið til ungra manna á sínum tíma. Eftir því sem átrúnaðargoðin breyttust hjá ungmennum breyttu fram- leiðendurnir líka áherslum í auglýsingum. Þegar komið var fram á sjötta áratuginn og átrúnaðargoð ung- seggir eins og Marlon Brando og James Dean var sú ímynd notuð til að selja vöruna. Nú eru aðallega leikarar og tónlistar- menn fýrirmyndir unglinga og gallabuxnaframleiðendur nota sér ímynd þeirra til hins ítrasta. Sem dæmi má nefna að Levis fýrirtækið þakkar Bruce Spring- steen að mestu stórfellda sölu- aukningu árið 1986 í kjölfar plötu hans, Born in the USA. Á umslagi hennar sét í bakhlutann á Springsteen íklæddum Levis gallabuxum og á hljómleika- ferðalaginu sem fýlgdi á eftir lét hann ekki sjá sig í öðrum buxum. Gallabuxurnar eru sem sé á ný orðnar fatnaður ungs fólks eftir stutt skeið þar sem allir aldurshópar og fólk úr öllum stigum þjóðfélagsins notuðu þær jafnt daglega dags og sem spariflíkur. Þrátt fýrir miklar tískusveiflur virðast þær alltaf halda ítökum sínum í ungu fólki og gallabuxnaffamleiðendur eru í dag bjartsýnir á nánustu lramtíð. Þó er ljóst að gallabux- urnar eigi einhverntíma eftir að heyra sögunni til eins og Inga Wintzell spáir. Spurningin er bara hvaða flíkur framtíðar- menn eigi eftir að finna upp sem verða jafn stór hluti af notand- anum og eigi jafh mikla sál og vel slitnar, upplitaðar, yndisleg- ar gallabuxur. VIKAN 55

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.