Vikan


Vikan - 02.04.1992, Page 68

Vikan - 02.04.1992, Page 68
TEXTI OG MYNDIR: GUNNAR H. ARSÆLSSON FJOR I KLAKSTOÐVUM fSLENSKRAR DÆGURTÓNLISTAR plús og Eg er furðuverk með Rut Reginalds á sama diski. Hljómsveitin Sororicide átti eina af bestu plötum síðasta árs, The Entity. f ágúst eða september er vaentanleg önn- ur breiðskífan frá þessari þungu dauðarokksveit. Á hin- um enda tónlistarkvarðans verður að finna tónlist eftir Björgvin Halldórsson sem byggir á ævintýrinu um selinn Snorra. Þetta er eins konar barnaópera þar sem Hemmi Gunn verður kynnir. Endurút- gefin verður platan f takt við tímann með Sinfóníuhljóm- Hjólin eru farin að snú- ast hjá „risunum" á ís- lenska plötumarkaðn- um, Skífunni og Steinum. Greinilegt er að þetta ár verður síst magrara en það síðasta og mikil fortíðarfíkn svífur yfir vötnum. Vikan sló á þráöinn til klakstöðva íslenskrar dægur- tónlistar til þess að taka púls- inn á því hvað þaðan væri væntanlegt á árinu. Skífan ríður á vaðið með hljómplötu Pinetop Perkins, Chicago Beau og Vinum Dóra. Þetta er blúsplata og að hluta til tekin upp á tónleikum. Einn- ig verður endurútgefin hljóm- platan Langspil meö Jóhanni G. Jóhannssyni en hún inni- heldur þekktasta lag hans, Don't Try to Fool Me. Tónlistin úr Emil í Kattholti er líka á út- gáfuáætlun á næstunni en þar heyrist meðal annars í Diddú, Árna Tryggvasyni og Eggert Þorleifssyni. í apríl verður ekki um nýja útgáfu að ræöa en endurútgef- ið verður efni af fyrri hljómplöt- um Skífunnar, tveir diskar í pakka, báöar sólóplötur Björgvins Halldórssonar koma út á diskum; Björgvin Halldórs- son og Ég syng fyrir þig. Einn- ig verður endurútgefin platan með Glámi og Skrámi og Bráðabirgðabúgi með Spil- verki þjóðanna. Sumarsafnplata Skífunnar kemur út í maí og á henni verða meðal annars Gunnar Þórðarson, Egill Ólafsson, Geiri Sæm, Björgvin, Síðan skein sól og Loðin rotta. Einnig verður þá á ferðinni þunga- rokkssafnplata með öllum helstu þungarokksveitum landsins og verður þetta án efa mikil himnasending fyrir aðdáendur þessarar tónlistar sem hefur verið i mikilli sókn á undanförnum árum. myndum en henni. Endurút- gáfur verða: Útkall og Úr ösk- unni í eldinn með Brunaliöinu, Sannar dægurvísur og Glímt við þjóðveginn með Brimkló, tvær sólóplötur Pálma Gunn- arssonar á diski, svo og Rut DAUÐAROKK OG DRAUMASVEITIN Við fögnum júní með tónlist- inni úr kvikmyndinni Sódðma. Reykjavík en þar er hljóm- sveitin Ham í aðalhlutverki. í júlí kemur.út plata með kvik- myndatónlist eftir Hilmar Örn Hilmarsson en hann er að góðu kunnur fyrir tónlistina úr Börnum náttúrunnar. Á diskin- um verður tónlist ur fleiri Stefán Hilmarsson og félagar í Sálinni hans Jóns míns verða á ferðinni á árinu með bæði nýtt og gamalt efni. (Mynd: G.H.Á) 68 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.