Vikan


Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 18

Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 18
Bakkelsinu eru gerð góð skil á meðan spjallað er um heima og geima. Stefáni er greinilega mikið niðri fyrir vegna einhvers sem Sverrir er að segja honum. Anna S. Björnsdóttir, blaðamaður Vikunnar, hlustar á sögu frá Jóhannesi. „Ég geri mikiö að því að hella upp á kaffið en margir aðrir ganga einnig í verkið. Má ekki bjóða ykkur sopa?" daginn. Þú verður að fá næði til að smíða. „Ég geri mikið að því að hella upp á kaffið en margir aðrir ganga einnig í verkið. Má ekki bjóða ykkur sopa? spyr Sigmar og sker franska súkku- laðiköku handa gestunum. Bara fínasta kaffihús og það í miðbænum og allt ókeypis. Maðurinn er ekki mikill kaup- maður, hugsar blaðamaður og horfir í kringum sig. Allir vegg- ir vinnustofunnar eru þaktir áhöldum, einhver dularfullur blær er yfir öllu. „Það er sagt aö ég hafi sett Ingólfskaffi á hausinn á sínum tima. Þetta er nú sagt í gríni en það er aldrei að vita.“ Sigmar heldur áfram að smíða en svo hringir síminn og á svarinu heyrist að spurt er um tóbaksdósir úr silfri. Hann hefur margar gerðir, fín- ar handsmíðaðar silfurpontur fyrir þaulvana notendur og einnig ódýrar fyrir þá sem nota aðeins fimm korn á klukkutím- ann. - Hvaða hlutir eru vinsæl- astir hjá þér? „Ég er dálítið forn og þjóð- legur og smíöa mikið af hlut- um sem minna á landið okkar, nota íslenska steina og geri skúlptúra er minna á stuðla- berg. Einnig merki ég oft hluti með táknum fyrir hinar ýmsu stéttir, svo sem bóndann eða sjómanninn. Þetta er vinsælt. Ég finn þetta svona á mér og er búinn að læra að gera pant- anir fyrirfram. Þegar fólk vill fá sérstaka gjöf vill það oft fá hana fljótt og reyni ég að verða við því. Persónulegustu gjöfina, sem hægt er að gefa, tel ég vera signetið. Það var að mestu leyti horfið en það er verið að endurvekja það. Fangamark einstaklings er sérstakt fyrirbæri og oftast verða signet erfðagóss og ganga í ættir.“ Þegar hér er komið hringir bjalla frammi í búð og er þar komið fólkið sem hringdi vegna tóbaksdósanna. Sig- mar fer fram og það er mikið rætt um hinar ýmsu gerðir tóbaksdósa og fundið verð sem passar tilefninu. Þegar Sigmar kemur til baka spyr blaðamaður um verkfærin á veggjunum. „Þetta eru íslensk alþýðu- verkfæri sem ég hef safnað siðastliðin tuttugu ár. Helming þeirra hef ég greitt fyrir en hinn helmingurinn hefur mér verið gefinn.“ Sigmar tekur gamalt krullujárn af veggnum og sýnir nokkra merkilega hluti, svo sem sykurtangir og verk- færi úr hvalbeini sem notuð voru fyrr á ár- um til daglegra starfa. Sigmar er fæddur og uppalinn í Þistilfirði og heldur miklum og góð um tengslum við heima- byggðina - ræturnar. „Ég tala á hverjum degi til Þórshafnar og fylgist með því sem þar gerist." ▼ Einn af skúlptúrum Sigmars sem hann smíðar úr silfri og íslenskum steinum. Hann stendur á blágrýti en efst trónar fallegur ópall. 18 VIKAN 9. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.