Vikan


Vikan - 30.04.1992, Qupperneq 27

Vikan - 30.04.1992, Qupperneq 27
SÓSÍ ALISMI BÐA DAUÐI FIDEL OG FELAGAR SOTTIR HEIM Aður en haldið var til Havana var maður ó- sjaldan spurður að því hvað í ósköpunum maður hefði að gera til Kúbu. Það dettur engum í hug að spyrja mann sem ætlar til Flórída hvað hann sé að hugsa - en til Kúbu, það er nú allt annað mál og enn er ég spurður að því hvað ég hafi verið að vilja til Havana eða „til Castrós" eins og sumir orða það. Jafnvel komst maður nokkur svo að orði skömmu áður en lagt var af stað að hann yrði mikið feg- inn þegar við værum komin til baka. Enda trúði hann mér fyr- ir því eftir að heim var komið að hann hefði verið orðinn „skíthræddur" eins og hann orðaöi það sjálfur. Af viðbrögðum þessa fólks mætti ætla að Kúba væri alveg hræðilegt land og þangað ættu menn ekki fyrir sitt litla líf að hætta sér nema eiga eitt- hvert brýnt erindi sem varðar beinlínis lífsnauðsynlega hagsmuni. Það blasti við okkur fjöl- skrúðugur hópur rússneskra embættismanna í gömlum jakkafötum, suður-amerískra indíána með hund og þýskra ferðamanna, sem höfðu hátt, í flugvél Aeoroflot flugfélagsins þegar við komum um borð I Lúxemborg. Flugvélin var á leiðinni frá Moskvu til Lima í Perú með millilendingum í Lúxemborg, (rlandi, Ný- fundnalandi og Havana. Þó svo að einstaka öryggisbelti væri úr lagi gengið var ekkert við því að gera annað en að halda sér fast ef á þyrfti að halda. Óneitanlega voru það mikil viðbrigði eftir klukkustundar stans I frosti og snjó á Ný- fundnalandi að koma í heitt og rakt loftið I Havana um miðja nótt. Óhætt er að fullyrða að vel sé tekið á móti ferðamönn- um á Kúbu og mjög auðvelt að komast inn í landið, gegnum toll- og vegabréfaskoðun. Þar eru engar pappírsútfyllingar, engar leiðinlegar spurningar og varla meira mál en að sækja heim Norðurlöndin enda er ferðaþjónusta vaxandi atvinnugrein og ein af þeim leiðum sem Kúbanir hafa hug á að fara til að afla gjaldeyris sem nú er af skornum skammti. Þar sem við stóðum með pokann okkar um miðja nótt fyrir utan flugstöðina, áfjáð í aö kynnast þessu athygl- isverða landi, virtist sem það myndi verða öllu meira mál að I fá bílfar inn í borgina. Fyrir 9. TBL. 1992 VIKAN 27 TEXTI: JÓHANN BJÖRNSSON / LJÓSM.: MARGRÉT EINARSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.