Vikan


Vikan - 20.12.1994, Qupperneq 12

Vikan - 20.12.1994, Qupperneq 12
VOLVUSPAIN 1995 Fyrirtæki í vatnsútflutningi kemst aö mjög góöum samningum og nær sterkri stöðu á utanlandsmarkaði. Eitt byggöarlag á Norður- landi leggst því sem næst í eyði á árinu vegna atvinnu- leysis og líf á nokkrum litlum fjörðum verður fremur dap- urlegt. Bolungarvík mun rísa upp aftur eftir erfiða tíma. Völv- unni sýnist þó ekki að upp- risan eigi sér stað á næsta ári. Skuldastaða heimilanna breytist lítið til batnaðar á ár- inu. „Þar er því miður ekki gleðitíðinda að vænta fyrr en í ársbyrjun ’96. Skuldastaða heimilanna er mjög erfið en fólk mun taka öðruvísi á þeim málum héðan í frá og jákvæðar breytingar eiga sér stað innanfrá." Hægur bati verður á kaup- mætti og kjörum á árinu. „Við erum aðeins að reyna að halda í horfinu til þess að sökkva ekki dýpra í skulda- fenið en orðið er,“ segir völv- an. Batinn verður ekki veru- legur fyrr en síðari hluta árs og sú fjárhagslega upp- sveifla sem frændur okkar á Norðurlöndum búa nú við sést ekki hér fyrr en í lok árs ’95 og byrjun árs ’96. Góðu Völvan segir margt afar óþverralegt eiga eftir aö fylgja kosningabaráttunni . . . fréttirnar eru þær að upp- sveiflan verður áþreifanleg þegar hún kemur og litlar breytingar verða á verð- bólgu. Völvan spáir mikilli aukn- ingu fæðinga á næsta ári. TIL SJÓS OG LANDS Á árinu verða breytingar til batnaðar í sjávarútvegi og meiri fiskur kemur úr sjó en reiknað var með. Aukin veiði nægir þó ekki til þess að laga efnahagsástandið veru- lega fyrr en um næstu ára- Völvan spáir fyrir um breytingar í sjávarútvegi og þaö hvort meira eöa minna fáist úr sjónum. mót. Loðnuveiði verður mjög góð og rækjuveiði sæmileg auk þess sem áður ónýtt sjávarafurð lofar góðu og tugir manna fá atvinnu við nýtingu hennar eftir mitt árið. Völvan segist mikið hafa reynt að sjá þessa afurð og henni sýnist þetta ekki stór fiskur. Þorskstofninn er á hægri uppleið og þær skýrslur sem berast frá Hafrannsóknar- stofnun á árinu munu gefa tilefni til bjartsýni. íslenskt fyrirtæki í sjávarfangsútflutn- ingi á eftir að gera það mjög gott á árinu og ná góðum sölusamningum. Bændur eiga eftir að láta mikið að sér kveða á árinu og taka höndum saman til að minnka hokrið. Af- koma þeirra skánar og kannski er það hjá bændum sem mesta kaupmáttaraukningin verður. Völvan segir að það gerist þó ekki með hækkun búvöru- verðs heldur sýnist henni það helst verða á þann hátt að millilið- irnir verði að láta hluta af sínum skerf. „Ég get samt ekki séð að þetta muni reynast bændum annað en skammgóður vermir." FYRIRTÆKI Á MARKAÐI Mikil átök verða ( kring- um umræður um sölu Bún- aðarbankans og margir mótfallnir henni. „Það já- kvæða sem af deilunum hlýst,“ segir völvan, „er að opna umræðu um einka- væðingu og sölu ríkiseigna og færa umræðuna til fólks- ins í landinu, hinna raun- verulegu eigenda." Stórfyrirtæki leggur upp laupana á fyrstu mánuðum ársins og líkur eru á að síð- ustu þrír mánuðir ársins verði öðru stórfyrirtæki erf- iðir. Völvunni sýnist að ann- að fyrirtækið tengist verk- takastarfsemi. íslendingar opna fullkom- ið heilsuhæli fyrir efnaða útlendinga við Bláa lónið. Þegar útvarpsstjóraskipti veröa á þessu ári eöa eitt- hvaö síðar veröur þaö aö undangengnum leiöind- um .. . Heilsuhælið mun skila mikl- um gjaldeyristekjum strax á fyrstu starfsárum og starf- semin fara fram úr björtustu vonum aðstandenda. At- vinnumálum á Suðurnesj- um er að segja borgið með- an á byggingu heilsuhælis- ins stendur. Önnur heilsumiðstöð verður stofnsett annars staðar á landinu. Aukning verður á álnotk- un á heimsmarkaði, meðal annars í bílaiðnaði. Aukn- ingin á eftir að skila sér í auknum gjaldeyristekjum íslendinga. Ferðamenn halda áfram að sækja til landsins í sí- vaxandi mæli og það er framvinda sem mun ekki verða jafn hvikult hnoss og sjávarfangið. RÍKI, KIRKJA OG SKÓLI Mikill blástur og fyrirgang- ur verður í sambandi við að- skilnað ríkis og kirkju en að- skilnaður fæst ekki í gegn á næsta ári. Kirkjunnar menn hrökkva upp við þá staðreynd að fólk hafi hafið sjálfstæða leit að andlegri fyllingu og detti þá sist í hug að sækja hana til kirkjunnar. Þar fær fólk ekki það sem það vill og finnst sem kirkjan hafi brugðist. Gífurlegra breytinga er að vænta frá kirkjunnar mönn- um sem gera sér nú grein fyrir því að kirkjan hefur fjar- lægst fólkið í landinu og skil- ið það eftir úti í kuldanum á erfiðum tímum sem kalla á uppörvun og kærleika. Það kemur verulega á óvart á árinu, að bæði þeir kirkunnar menn og menn úr læknastétt, sem hvað hat- rammlegast hafa barist gegn framgangi læknamiðla, munu veita andlegri og líkamlegri heilun viðurkenningu sína. Heilbrigðri skynsemi verður nú beitt til þess að leggja dóm á aðrar lækningar en þær hefðbundnu. „Alla jafna eru andlegir leiðbeinendur að aðstoða fólk við að vakna nægilega til þess að taka sjálft á sínum málum, þótt vissulega komi fyrir að áþreifanleg kraftaverk eigi sér stað,“ segir völvan og er greinilega mikið niðri fyrir þegar þessi málefni ber á góma, sem skiljanlegt er. Ýmis vandamál koma upp í sambandi við flutning skóla frá ríki yfir á bæjarfélög. Bæjarfélögin eru misstöndug og aðlögunin tekur lengri tíma en ásættanlegt þykir. Upp koma óánægjuraddir frá foreldrum sem telja gæði kennslu hafa skerst til muna. Blaðaskrif munu hljótast af og aðlögunin gengur ekki átakalaust. Foreldrafélög eiga eftir að láta talsvert til sín taka og beita sér á fleiri sviðum uppeldismála. FJÖLMIÐLUN í SVIDSLJÓSINU Völvan sér frekari grisjun á blaðamarkaði - eitt þekkt tímarit og eitt fréttablað verða samdrættinum að bráð og falla ( valinn. Umræður hefjast um stofnun nýs dagblaðs en ekki virðist sá draumur verða að veruleika. Ævintýrið verð- 12 VIKAN 12. TBL. 1994
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.