Vikan - 20.12.1994, Síða 32
LIFSSTILL
París er borg rökkurs og bleks og háhýsin hjálpa til viA aö halda utan um hugmyndir og hugsanir.
JOHANNA SVEINSDOTTIR SEGIR FRA
NÝRRI UÓÐABÓK OG LÍFI SÍNU í PARÍS
TEXTI:
GERÐUR
KRISTNÝ
UÓSM.:
BRAGI
ÞÓR
Eftir þrumuveöriö er
hljótt og svalt í þröngu
og blautu strætinu,
hvorki gól í barni né sífur í
söngvara þegar á bresta
háttbundin vein himneskra
elskenda:
Dio! Dio!
Mamma mia!
Dio! Dio!
Mamma mia!
Svo dettur í hljótt og svalt á
ný.
Þetta er titilljóð Ijóðabókar
Jóhönnu Sveinsdóttur, Guö
og mamma hans, sem kom-
in er út hjá Máli og menn-
ingu.
„Ég heföi eflaust getað gef-
iö út Ijóðabók fyrr en ég hef
ákveðnar hugmyndir um
lengd og uppbyggingu Ijóöa-
bóka og vildi aö bókin yröi
heildstæö. Ég geri miklar
kröfur til sjálfrar mín og hef
því einungis birt Ijóö í tíma-
ritum og sýnisbókum fram til
þessa. Fólk verður aö hafa
langan samfelldan tíma fyrir
skáldskap og það er svo stutt
síöan mér bauðst slíkur tími,"
segir Jóhanna. Hún situr í
einum af vínrauðu stólunum
á Borginni og pantar sér
rommtoddý. Hún þjáist af
hálsbólgu enda nýstigin á
kalda fósturjöröina.
Jóhanna hafði fyrir löngu
ákveðið að þegar hún hefði
komið einkadótturinni til
manns myndi hún halda út í
heim til frekara náms. Fyrir
þremur árum fannst henni
tíminn vera kominn. Hún
sagði því upp kennarastarf-
inu, seldi íbúðina sína og
settist að á Ítalíu. Undanfarin
tvö ár hefur Jóhanna svo bú-
ið í París og bera Ijóð henn-
ar óneitanlega keim af utan-
landsdvölinni. Bakgrunnur
flestra þeirra eru staðir á ít-
alíu og í Frakklandi.
„Það er gott að yrkja í
París. Þar ríkir himnaríkis-
friður og mér finnst þægilegt
að vera þar ein með sjálfri
mér. Mér finnst líka svo
gaman að rölta um borgina
enda gegna gönguferðir
veigamiklu hlutverki í frönsk-
um bókmenntum. Ég nýt
þess að baða mig í mann-
hafi Parísar. Borgin er afar
bókmenntaleg. Til dæmis
þarf ekki að ganga nema
nokkur skref til að koma
auga á byggingu eða götu
sem tileinkuð er látnum rit-
höfundi. París er borg rökk-
urs og bleks og háhýsin
hjálpa til við að halda utan
um hugmyndir og hugsanir.
Þær rjúka ekki út í veður og
vind eins og oft vill verða í
rokinu hér.“
Þrátt fyrir erlendan bak-
grunn Ijóða Jóhönnu eru þau
rammíslensk enda bendir
hún á að allur texti, sem
maður skrifi, sé að einhverju
leyti meðvitað eða ómeðvit-
að samtal við texta sem
maður hafi áður lesið. Ekki
þarf heldur að leita lengi til
að koma auga á tilvísanir í
höfunda á borð við Dag Sig-
urðarson, hvað varðar hluta-
bréf í sólarlagi.
BARFLUGUR A
BRAUTARPALLI
Sjálfsmorösstíll flugna,
œði fjölbreytilegur við lítils-
háttar barborð; ein afvelta
ballerína á hröðum rang-
snúningi og önnur á mótor-
hjóli tœtir af stað milli
skinns og hörunds, feykir
upp úr minninu draumsól-
eyjum, fiskiflugum, jafnvel
síðustu tónunum fyrirfréttir:
Brennið þið vitar. Sú þriðja
stingur sér hiklaust ofan í
freyði vínsglas.
Hef ekki komist yfir nein
hlutabréf í þessu sólarlagi
frekar en þœr. Skipti í stað-
inn mýmörgum elskendum
milli lína og drep tímann,
afvelta pöddu, slít af vœng
fyrir vceng, limina, þar til
lestin b/ees og ber mig til
nœstu skýjaborgar, annars
sólarlags.
„Þótt ég búi í útlöndum er
ég alltaf heima í móðurmáli
mínu og legg mig fram um
að rækta það. Mér finnst
gaman að leika mér með
tungumálið og nota orðtök í
nýju samhengi, líka að
smíða nýrði.“
i París fæst Jóhanna við
að semja cand. mag.-ritgerð
um franskan og íslenskan
súrrealisma og flutti hún til
Parísar til að geta nálgast
betur heimildir.
„Ég þarf að leita svo langt
aftur í tímann til að rannsaka
súrrealismann og það er
ekki hægt án þess að kanna
skrif skálda á borð við Jarry,
Baudelaire og Sade. Það,
sem hrffur mig við súrrealist-
ana er hvað þeir brúuðu vel
bilið milli fortíðar og nútíðar.
Þeir völdu til að mynda það
bitastæðasta úr rómantík og
dulspeki. Súrrealisminn hef-
ur líka elst býsna vel. Ég er
að kanna textatengslin milli
franskra bókmennta og þaö
sem íslenskir höfundar hafa
skrifað eins og til að mynda
FRH. Á BLS. 80
32 VIKAN 12. TBL.1994