Vikan - 20.12.1994, Síða 62
SÁLRÆN SJÓNARMIÐ
E
lins og við vitum flest
I skipta stórhátíðir mjög
lmiklu máli í lífi’okkar
flestra og það ekki að
ástæðulausu því þær hefð-
bundnu, eins og allir' vita,
tengjast fæðingu og dauða
frelsarans. Þótt þetta sé
staðreynd þá verður ekki hjá
þvj horft að hnargur maður-
inn notar tilefni hátíðanna til
að drekka áfengi í óhófi og til
að skemmta sér ótæpilega,
öðrum til vonbrigða. Verst er
ef í kringum gerandann er
heil fjölskylda því þá líða
börn heimilisins óheyrilega
fyrir þau vandamál sem upp
koma vegna drykkjunnar
sem er náttúrlega afleitt. Við
svörum að þessu sinni bréfi
frá konu sem kýs að kalla
sig Stebbu. Hún lýsir á átak-
anlegan hátt þeim erfiðleik-
um sem hún á við að stríða
vegna eiginmanns síns á
stórhátíðum.
OFBELDI OG
BERSERKSGANGUR
„Auðvitaö eiga margir
erfiðara en ég og börnin
mín en það breytir því ekki
aö ég er gjörsamlega að
verða vitlaus út af öllum
þessum jólum og öörum
hátíöum sem maöurinn
minn hefur eyðilagt fyrir
mér og fjölskyldu okkar.
Viö eigum fimm börn sam-
an. Hvernig sem á því
sendur tekst honum alltaf
aö gera allt brjálaö
skömmu fyrir heigar og
hátíöir meö því aö fara á
fyllirí og þá er hann drukk-
inn og leiðinlegur, jafnvel
dögum saman,“ segir þessi
hrygga kona." Hún segir að
áfengið fari mjög illa í mann-
inn og hann eigi það til að
missa svo gjörsamlega
stjórn á skapsmunum sínum
að hann gangi jafnvel ber-
serksgang heima og geti átt
það til í þokkabót að leggja
hendur bæði á hana og
börnin ef sá gállinn er á hon-
um sem vitanlega er ömur-
legt og óhuggulegt.
SAMSKIPTA-
ERFIDLEIKAR OG
FLÓTTI
„Mér þykir mjög vænt
um manninn minn og vildi
svo mikiö til vinna aö hann
hegöaði sér ööruvísi. Ég
hef oft orðiö aö flýja und-
an því| offprJJPsf nj^ grj
hann
ur yndir ^áfengWéhrifi
Ódpíi^r^e|-haprr*gijpg|
þaegilec
öllum vel
drykkjuna sem vandamál
og heldur aö hann geti
stjórnaö henni eins og
hann vill þótt staöreynd
mála sé önnur,“ segir
Stebba og lýsir raunum fjöl-
skyldunnar ýtarlega í löngu
bréfi. Hún segir að tvö barn-
anna, sem eru unglingar,
eigi erfitt með aö stunda
skólann og mörg vandamál
séu þjakandi í samskiptum
þeirra við föður sinn.
FJÖLSKYLDUFJÖTRAR
OG ÁFENGISÁSTRÍDA™
„Þau álasa mér en forö-
ast aö gagnrýna hann. Þau
óttast aö það hafi fyllirí í
för með sér. Ég reyni líka
aö láta lítið fyrir mér fara
og þóknast þessari áfeng-
isástríðu hans þess vegna
of mikiö. Fólkiö mitt hefur
hvatt mig til aö skilja viö
hann og sum barna okkar
jafnframt," segir Stebba og
það er nokkuð Ijóst að henni
blöskrar ástandið. Maðurinn
er í góðri stöðu og efnahag-
ur þeirra er góður. Þessir
fjölskyldufjötrar er ömurlegir
vegna þess að án þeirra
væru vandamál þessarar
fjölskyldu nánast engin.
ER ÉG ALGJÖR ROLA?
r>fS9tt \lð sig og
t|luT>si|^pfelfstalft gungu
hwi tekst
getur
launa
sinna
vegna
auðveldlega séð bæði fyrir
sér og börnunum. Hún getur
bara svo illa séð sjálfa sig í
þeirri stöðu að búa án
mannsins síns. Þau hafa
verið saman frá þvi að þau
voru bæði unglingar. „Kæra
Jóna Rúna, hvað á ég að
gera? Á ég aö tala við
prest? Get ég læknaö
manninn minn af áfengis-
löngun hans? Heldur þú
aö börnin okkar skemmist
vegna þess hvernig heim-
ilisástæöurnar eru á milli
þess sem allt er í lagi? Er
ég algjör rola aö þínu
mati? Er ofbeldi læknan-
legt eins og áfengissýki
virðist vera?“
HEIMASMÍÐUÐ
VANDAMÁL OG
HYLDÝPI VONBRIGDA
Það er vissulega vandlifað
fyrir þessa ágætu fjölskyldu
á stundum. Auðvitað er öm-
urlegt til þess að vita að fjöl-
skyldufaðir skuli nota hvert
það frí, sem hann fær og
tengist hátíðum, tij að gera
allt brjálað heima hjá sér. Við
köllum þannig framferði
„óæskilegan og neikvætt
arðbæran heimilisiðnað"
sökum þess að þau vanda-
mál, sem fylgja í kjölfar vín-
drykkju hans, eru með öllu
óþörf. Hann hreinlega býr
þau til sjálfur og þykir það
því miður í góðu lagi. Hann
veldur með hegðun sinni gíf-
urlegu andlegu öngþveiti og
fyllir alla vonbrigðum og von-
leysi inni á heimilinu. Best
væri aö hann leitaði sér
hjálpar hjá t.d. SÁÁ eða hjá
sambærilegum meðferðar-
stofnunum og fengi þar ráð-
gjöf og mppbyggingu vegna
greinilegrar áfengissýki sem
er rólega að steypa bæði
honum og fjölskyldu hans (►
Ó2 VIKAN 12. TBL. 1994