Vikan - 20.12.1994, Page 65
í SALFRÆÐIHORNINU
ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR
Það er mikið talað um
orku og orkuleysi í
sambandi við andlega
líðan fólks og því jafnvel
haldið fram, að samskipti
fólks byggist á baráttu um
orku, að fólk steli orku hvert
frá öðru. Þegar ég var stödd
í Frakklandi í haust og
dvaldist á einkaheimili hjá
hjónum, sem ég þekki ekki
mikið, þá hrökk ég í kút þeg-
ar frúin á heimilinu sagðist
vera svo undarlega þreytt og
leit á mig þegar hún sagði
þetta. Nú áleit hún ef til vill
að ég hefði tekið frá henni
orkuna og nýtt mér hana
sjálf. Ekki skildi ég hvernig
þetta mætti vera en þegar
vinkona mín spurði mig um
daginn hvort hún hefði rænt
mig allri orku af því að henni
leið svo vel eftir að hafa tal-
að við mig um erfiðleika
sína, þá gat ég fullvissað
hana um að mér liði Ijómandi
vel þótt ég hefði ef til vill haft
góð áhrif á hana í viðræðun-
um og gefið eitthvað af mér.
Ég samþykki ekki alveg
þetta orkutal og langar ekki
til að lifa við það og vil ekki
kenna öðrum um það ef ég
er ekki í formi. Einu sinni
heyrði ég konu segja að
vinnufélagi hennar stæli allt-
af fjólubláa litnum frá henni.
Við svona orðræður verð ég
alltaf hálf ringluð og hugsa
hvort mér hafi ekki misheyrst
- en nei, allur fjólublái litur-
inn var horfinn. En það má
alveg stela fjólubláa litnum
af mér, ef því er að skipta,
vegna þess að mér finnst
hann ekkert fallegur. En fyrst
ég er í sálfræðihorninu í dag
þá langar mig til að tala um
þá stjórnsemi sem margir
hafa í frammi og hafa ekki
hugmynd um að vera haldn-
ir. Þessi stjórnsemi er því
miður ómeðvituð og þegar
ég verð fyrir henni syfjar mig
undarlega en gallinn á
stjórnsama fólkinu er sá að
það heyrir ekki mótbárur eða
óskir annarra, hefur alltaf í
frammi sinn eigin vilja en
þykist jafnframt vera að gera
öðrum til hæfis.
Ég þekki mann sem spilar
alltaf uppáhaldstónlistina
sína fyrir mig og verður alltaf
jafn undrandi þegar ég fer
að geispa og spyr hvort mér
þyki þetta ekki skemmtileg
tónlist. Síðast þegar þetta
gerðist svaraði ég á þá leið
að mér þætti þessi tónlist
hundleiðinleg en þá setti
hann bara hina uppáhalds-
tónlistina sína á fóninn og ég
minnist einnar kunningja-
konu minnar sem þráði svo
að mennta mig á sviði tón-
listar og langaði svo til að ég
hlustaði á Bach þegar ég
væri að skrifa. Ég borgaði
rækilega fyrir mig með því
að segja að þegar ég vildi
virkilega vera í stuði þá spil-
aði óg Árna Johnsen og
Gretti Björnsson tímunum
saman. En þá kemur spurn-
ingin. Af hverju vill fólk vera
að ráðleggja miðaldra Ijóð-
skáldi hvað það eigi að
hlusta á þegar það skrifar
eða þykist það vera að gera
miðaldra Ijóðskáldi greiða,
en vera í laumi að reyna að
mennta viðkomandi á tónlist-
arsviðinu? En ég segi það
hér og nú að þetta fólk og
aðrir, sem haldnir eru sjúk-
legri stjórnsemi, ættu að
spara kraftana i annarra
þágu á þessum vettvangi.
Það er vita tilgangslaust að
reyna að hafa stjórn á þeim
sem hafa þekkingu á þessu
fyrirbæri en ástæðan fyrir því
að ég útskúfa ekki svona
fólk úr lífi mínu er sú að því
er oft margt annað gefið og
ég hef svolítið gaman af að
koma því skemmtilega á
óvart. Eru þetta ef til vill
orkuþjófarnir margumtöl-
uðu? En maður lætur nú
ekki ræna sig um hábjartan,
eða ætti ég frekar að segja,
um vetrarmyrkvan daginn.
Spilum bara Árna og Gretti
eða það sem gleður hjarta
okkar hverju sinni og gerum
sem oftast það sem okkur
sjálfum finnst skemmtilegt.
Það leysir ýmsan vanda. □
DJÁSN
Undir grímunni
er vangi þinn
þreyttur af sorg.
Undir grímunni
er barnið blíða
að leita
að djásninu sínu
bak við grímuna
eru dagar
sem enn hafa ekki tekið enda.
Við þetta veglausa fólk
í viðjum gærdagsins.
Látum grímuna falla.
Leitum okkar djásna
og endalausra daga.
BAKVÍSANDIBARNASTÓLL
BJARGAÐILÍFIBARNSINS
að tók langan tíma að
þróa og hanna barna-
bílstólana MICRO og
MACRO sem VÍS leigir við-
skiptavinum sínum. Stólarnir
voru þróaðir hjá sænska
tryggingafélaginu FOLKS-
AM. Markmiðið var að stól-
arnir yrðu þeir öruggustu á
markaðnum. Eftir mikið starf
komu fyrstu stólarnir á mark-
aðinn í Svíþjóð seint á árinu
1993. Hliðarárekstrarvörn
stólanna er einstök og er
hún árangur fjölda prófana á
árekstursbraut félagsins. Eitt
meginvandamálið við hönn-
un stólanna var að búa svo
um hnútana að einungis
þyrfti að festa þá með örygg-
isbeltum bifreiðarinnar. Verk-
ið var ekki auðvelt en tókst
að lokum á farsælan hátt.
Ekki leið á löngu þar til á
styrk stólsins reyndi svo um
munaði. Ökumaður í suður-
hluta Svíþjóðar missti stjórn
á bíl sfnum sem var af gerð-
inni OPEL OMEGA Station.
Heimilisfaðirinn ók og var
elsta dóttir hans í hinu fram-
sætinu. Yngra barnið var í
bakvísandi stól í aftursæti
bifreiðarinnar ásamt móður-
inni. Bíllinn, sem var aftur-
hjóladrifinn, slengdist til í
hálku og rann á mikilli ferð
þversum á steinsteyptan
burðarstólpa utan vegarins.
Stólpinn lenti á bílnum rétt
fyrir framan burðarstafinn
milli fram- og afturhurðar.
„Ef um venjulegan stól, án
hliðarárekstrarvarnar, hefði
verið að ræða, hefði barnið
látist samstundis," segir
prófessorinn Claes Tingvall,
yfirmaður rannsóknardeildar
Folksam. „Höfuðið hefði
kastast til hliðar og höfuð-
kúpan mölbrotnað annað
hvort á hurð bílsins eða
hurðarstafnum. En hliðar-
árekstrarvörnin kom í veg
fyrir að illa færi jafnvel þótt
höggið sem þarna varð væri
miklu þyngra en við gátum
framkvæmt á tilraunabraut
okkar.“
Barnið fékk sprungu í höf-
uðkúpuna, en varð ekki fyrir
neinum varanlegum meiðsl-
um. Móðirin, sem sat ( miðj-
unni, rifbeinsbrotnaði þegar
barnabílstóllinn hentist til
inni í bílnum. Dóttirin sem
sat í framsætinu varð fyrir al-
varlegustu meiðslunum en
mun ná heilsu á ný. Hún var
heppin að stólpinn lenti ekki
tuttugu sentimetrum framar
á bílnum. □
Opelinn rann þversum á burðarstólpa.
Myndin sýnir MACRO barnabílstólinn
eftir áreksturinn. Stóllinn bjargaði lífi
barnsins.
12. TBL, 1994 VIKAN 65
GERÐUR KRISTNY ÞYDDI